Innlent

Píratar bjóða fram í borginni

HAukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá stofnfundinum í dag.
Frá stofnfundinum í dag.
Píratar í Reykjavík, svæðisbundið aðildarfélag Pírata sem stofnað var formlega í dag, munu bjóða fram lista í nafni Pírata í borgarstjórnarkosningunum 2014.

Halldór Auðar Svansson var kjörinn formaður á stofnfundinum í dag.
Á stofnfundi félagsins var Halldór Auðar Svansson kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru Hildur Sif Thorarensen, Þórlaug Ágústsdóttir, Jóhann Haukur Gunnarsson og Aron Ívarsson. Varamenn í stjórn eru Arndís Einarsdóttir, Kjartan Jónsson, Markús Wilde, Sigmundur Þórir Jónsson og Guðmundur Páll Kjartansson.

Kosið verður um listann í netkosningu meðal félagsmanna, og í samtali við Vísi segir Halldór, nýkjörinn formaður, að prófkjörið muni væntanlega fara fram skömmu eftir áramót.

Hann segir félagsmenn nokkuð örugga um að ná að minnsta kosti einum manni inn. „En við stefnum á tvo eða þrjá. Ég held að það sé ekki óraunhæft.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×