Plata sem mun græta steratröll Baldvin Þormóðsson skrifar 2. maí 2014 11:30 Prins Póló heldur tónleika í sumar. vísir/valli „Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“ Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
„Þessi plata er búin að vera í smíðum í tvö ár,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prins Póló, en hann setti sér áramótaheit í byrjun árs 2012 að gefa út heila plötu á einu ári. „Ég leigði vinnustofu í Dugguvogi, mætti klukkan níu á morgnana og sat kófsveittur við skrifborðið að semja tónlist,“ segir Svavar, sem ætlaði fyrst að gefa út eitt lag á mánuði í eitt ár. „Það var í raun áramótaheitið, en síðan missti ég aðeins athyglina. Svo fóru lögin að koma til mín aftur eitt af öðru og núna er ég búinn að hræra saman þessa plötu,“ segir Svavar og bætir því við að platan sé að mörgu leyti mjög persónuleg. „Þessi plata er í raun ekkert annað en blæðandi tilfinningasár og mun örugglega græta hvaða steratröll sem er við fyrstu hlustun.“ segir Svavar. Platan ber nafnið Sorrí en Svavar segir djúpskilvitlega ástæðu liggja að baki nafninu. „Titillinn kom fyrst til mín sem vinnutitill á frumstigum plötunnar en það er einhver svona fyrirgefning þarna niðri, sem er ekki hægt að skilja nema að hlusta á alla plötuna í gegn, þá verður það eiginlega þemað,“ segir Svavar en platan kemur út 15. maí. „Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan. ,,Ætlunin er að byggja upp konungdæmi Prinsins, en síðan verða einhverjir tónleikar í sumar þegar sauðburður er búinn.“
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira