Polar Seafood: Aðrir skipverjar ekki grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. janúar 2017 16:36 Frá aðgerðum lögreglu við í tengslum við komu Polar Nanoq í gærkvöldi. vísir/anton brink Polar Seafood, útgerðarfyrirtæki Polar Nanoq, hefur leitað til Rauða kross Íslands til að veita skipverjum á grænlenska togaranum áfallahjálp í kjölfar þess að þrír úr áhöfninni voru handteknir í gær í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Þetta kemur í fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi fjölmiðlum í dag. Þar kemur fram að í nótt hafi lögregla leitað í skipinu og rætt við aðra skipverja. Enginn þeirra er grunaður um aðild að hvarfi Birnu. Hins vegar rannsakar lögregla einnig fund á umtalsverðu magni af hassi um borð í togaranum en einn skipverji til viðbótar hefur verið handtekinn vegna þess máls. Mun Polar Nanoq halda kyrru fyrir í Hafnarfjarðarhöfn á meðan lögreglan lýkur rannsókn sinni um borð. „Polar Seafood mun áfram aðstoða yfirvöld á Íslandi vegna málanna og vonar að þau upplýsist sem fyrst. Þá leggur fyrirtækið sig fram um að koma upplýsingum til ættingja skipverja, auk þess sem unnið er að því að útvega áhöfninni áfallahjálp og leitað hefur verið aðstoðar hjá Rauða krossi Íslands,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins Tveir skipverjar hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á varðhald yfir þeim þriðja. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Polar Seafood, útgerðarfyrirtæki Polar Nanoq, hefur leitað til Rauða kross Íslands til að veita skipverjum á grænlenska togaranum áfallahjálp í kjölfar þess að þrír úr áhöfninni voru handteknir í gær í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur. Þetta kemur í fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi fjölmiðlum í dag. Þar kemur fram að í nótt hafi lögregla leitað í skipinu og rætt við aðra skipverja. Enginn þeirra er grunaður um aðild að hvarfi Birnu. Hins vegar rannsakar lögregla einnig fund á umtalsverðu magni af hassi um borð í togaranum en einn skipverji til viðbótar hefur verið handtekinn vegna þess máls. Mun Polar Nanoq halda kyrru fyrir í Hafnarfjarðarhöfn á meðan lögreglan lýkur rannsókn sinni um borð. „Polar Seafood mun áfram aðstoða yfirvöld á Íslandi vegna málanna og vonar að þau upplýsist sem fyrst. Þá leggur fyrirtækið sig fram um að koma upplýsingum til ættingja skipverja, auk þess sem unnið er að því að útvega áhöfninni áfallahjálp og leitað hefur verið aðstoðar hjá Rauða krossi Íslands,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins Tveir skipverjar hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á varðhald yfir þeim þriðja.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45