Innlent

Pollrólegur pylsusali: "Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi stálheppni pallbílseigandi þurfti ekki að berjast um bestu stæðin við pylsuvagninn í kvöld.
Þessi stálheppni pallbílseigandi þurfti ekki að berjast um bestu stæðin við pylsuvagninn í kvöld. Vísir/kolbeinn Tumi
Jóhannes Ólafsson pylsuséní var hinn hressasti þegar blaðamaður tók á honum púlsinn á Bæjarins Bestu á tíunda tímanum í kvöld.

„Þetta er búið að vera rosalega rólegt en það er hlýtt og gott hérna inni hjá mér. Gaman að geta glatt þá sem að koma,“ sagði Jóhannes pollrólegur.

Jóhannes segir að gestirnir í kvöld hafi skipst til helminga, fimmtíu prósent Íslendingar og fimmtíu prósent túristar.

„Það eru Íslendingar sem láta sig hafa þetta og svo túristarnir sem eru spenntir yfir rokinu.“

Pylsusalan segir enga væla yfir veðrinu en kannski frekar verðinu, á pylsunum og öðru,

„Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft.“

Hann ætlar ekki að loka þótt mjög hvasst sé orðið í miðbæ Reykjavíkur.

„Ég verð með opið allavega til miðnættis og ef það lægir jafnvel eitthvað lengur.“

Boðskapurinn er einfaldur: „Pulsan má ekki loka“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×