Matsfyrirtækið Fitch ákvað í dag að lækka lánshæfi ríkissjóðs Portúgals niður í ruslflokk. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Staða Portúgals er nú talin afar veik efnhagslega og er almennt álitið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi að aðstoða landið með frekari fjárframlögum. Carlos Pina fyrrum fjármálaráðherra Portúgal, sem samdi um fyrrgreinda neyðaraðstoð, segir að sennilega þurfi landið að fá 25 milljarða evra eða um 4.000 milljarða króna í viðbót.
