Pressa III tilnefnd til Prix Europa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. september 2013 11:00 Óskar Jónasson leikstýrði Pressu III og var jafnframt einn handritshöfunda. Hann segir tilnefninguna staðfesta gæði seríunnar. réttablaðið/ Fréttablaðið/GVA Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni. Menning Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sjónvarpsserían Pressa III er tilnefnd til evrópsku sjónvarpsverðlaunanna Prix Europa 2013 sem besta evrópska dramaserían. Óskar Jónasson leikstýrði þáttaröðinni. "Þetta er bara mjög jákvæð tilfinning,“ segir Óskar Jónasson, leikstjóri og einn handritshöfundur Pressu III, spurður hvernig þessi tilnefning leggist í hann. „Það hefur verið mín tilfinning að hver sería af Pressu hafi verið sterkari en sú á undan og mér finnst þetta vera staðfesting á því.“ Í ár bárust dómnefnd Prix Europa rúmlega 670 innsendingar frá 35 löndum í Evrópu og Óskar segir rjómann af evrópsku sjónvarpsefni vera tilnefndan til þessara virtu verðlauna. „Þetta eru nokkurs konar Emmy-verðlaun Evrópu, stór og virt hátíð og það er mikill heiður að vera meðal þeirra tilnefndu.“ Spurður hvort vinna sé hafin við fjórðu seríu Pressu segir Óskar að það séu farnar af stað vangaveltur og bollaleggingar en ekki sé búið að taka ákvörðun um framleiðslu. „Þessi tilnefning ýtir væntanlega undir það að hún verði framleidd og við stefnum auðvitað að því að hún verði enn betri en Pressa III,“ segir hann. Pressa III var framleidd af Sagafilm og frumsýnd á Stöð 2 haustið 2012. Serían var tilnefnd til tíu Edduverðlauna árið 2013 og hlaut verðlaun í flokknum Leikið sjónvarpsefni ársins. Þá fékk aðalleikkonan Sara Dögg Ásgeirsdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aðalhlutverki. Óskar leikstýrði og skrifaði jafnframt handritið ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, Margréti Örnólfsdóttur og Sigurjóni Kjartanssyni.
Menning Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira