Prestar vilja láta endurskoða starfsemi þjóðkirkjunnar 3. nóvember 2011 07:00 Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Prestar þjóðkirkjunnar Um helmingur presta telur upplýsingagjöf um fjármál kirkjunnar ábótavant.fréttablaðið/stefán Þrír af hverjum fjórum prestum í landinu telja þörf á að einfalda skipulag þjóðkirkjunnar. Fram hafa komið álit um að lög og starfsreglur kirkjunnar séu ógagnsæ, stjórnsýsla ekki viðunandi og endurskoða þurfi allt stjórnkerfi hennar og skipulag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Biskupsstofu. Ríkisendurskoðun gerði rafræna könnun meðal þjónandi presta um viðhorf þeirra til starfsemi Biskupsstofu og fleiri málefna í apríl síðastliðnum. Alls var 134 prestum send könnunin og af þeim svöruðu 115 eða 85,8 prósent. Könnunin innihélt 18 spurningar, þar af ein opna þar sem fólki var gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri. Meðal þess sem þar kom fram var að þær ákvarðanir hjá þjóðkirkjunni væru handahófskenndar og að samþykktum kirkjuþings væri ekki fylgt eftir. Jafnframt kom fram sú skoðun að leysa þyrfti biskup undan daglegum rekstri svo hann gæti sinnt betur trúarlegum viðfangsefnum, en meirihluti presta taldi handleiðslu biskups ábótavant. Leiða má líkum að því að umfangsmikil störf biskups á sviði rekstrar komi í veg fyrir nægileg samskipti við presta, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir hjá Biskupsstofu segir faghandleiðslu fyrir presta vera í boði á vegum fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Tæpur helmingur presta, eða 47 prósent, var mjög eða frekar ósammála þeirri fullyrðingu að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um fjármál þjóðkirkjunnar. Var 31 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni. Steinunn Arnþrúður segir öll fjármál fara til endurskoðunar hjá ríkinu og úthlutanir úr sjóðum koma alltaf fram á vefnum. „Yfirlit yfir fjármál er líka lagt fram fyrir kirkjuþing, en það er sjálfsagt að skoða þetta," segir hún. Enn fremur voru prestarnir beðnir að taka afstöðu til eftirfarandi fullyrðingar: „Ég fæ þær upplýsingar frá biskupi og starfsmönnum á Biskupsstofu sem ég þarf á að halda til að geta sinnt starfi mínu vel." Voru 42 prósent svarenda mjög eða frekar sammála fullyrðingunni en 37 prósent mjög eða frekar ósammála. Í opnu spurningunni kom fram gagnrýni á að formlegum, skriflegum erindum væri ekki svarað frá Biskupsstofu eða þeim svarað seint og um síðir og athugasemdum úr héraði væri ekki sinnt.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent