Prestur barði Hallgrím Svavar Hávarðsson skrifar 3. janúar 2017 06:30 Þúsundir og aftur þúsundir komu saman við Hallgrímskirkju til að fagna nýju ári. Mynd/Sigurður Árni Þórðarson „Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
„Það var búið að kvarta mikið yfir því, meðal annars á samfélagsmiðlum, að fólk fengi enga hringingu svo ég kallaði til son minn, organistann Þórð, til að hjálpa mér. Hann er taktviss maður og við eigum báðir langan feril við að hringja kirkjuklukkum úti um allt land,“ segir Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, sem hringdi inn nýja árið með handafli sökum þess að kirkjuklukkur Hallgrímskirkju eru óvirkar vegna viðhalds.Sigurður Árni ÞórðarsonSigurður segir það hafa verið ótækt að hringja ekki inn þetta merkilega ár 2017. „Sérstaklega þar sem það er 500 ára afmæli siðbótarinnar á Íslandi, svo það mátti ekki minna vera.“ Fyrirsögn þessarar fréttar er til komin vegna þess að í turni Hallgrímskirkju eru þrjár stórar kirkjuklukkur, og klukknaspil með 29 bjöllum. Stóru klukkurnar heita Hallgrímur, Guðríður og Steinunn eftir séra Hallgrími Péturssyni, eiginkonu hans Guðríði Símonardóttur og dóttur þeirra sem dó ung. Sigurður og sonur hans töldu við hæfi að hringja árið inn með því að láta heyrast í Hallgrími sjálfum, og notuðu til verksins sleggju eina mikla. Svo vel vill til að undir klukkunum, sem eru miklar að vöxtum, eru viðgerðarpallar frá þeim tíma að kirkjuturninn var tekinn í gegn fyrir nokkrum árum. Þessa palla notuðust þeir feðgar við til að komast í færi við kirkjuklukkuna. En ævintýrum Sigurðar Árna og sonar hans var hvergi nærri lokið. Eins og margir vita safnast um hver áramót mikill mannfjöldi saman við kirkjuna til að fagna þar nýju ári og sprengja það gamla burt. „Þetta var svipuð tilfinning og maður getur ímyndað sér að vera staddur í miðri loftárás. Sprengingarnar voru allt í kringum okkur og rétt fyrir utan útsýnisgluggana í turninum. Þetta var gríðarlega áhrifaríkt – að vera þarna uppi í þessari ljósadýrð allri, en á því augnabliki að nýtt ár gekk í garð hringdum við árið inn með þessu handhæga verkfæri,“ segir Sigurður Árni sem treystir sér ekki til að fullyrða að margir hafi heyrt að árið 2017 var sannarlega hringt inn. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla – blanda af spennufíkn og lífsháska – en þetta var sannarlega þess virði,“ segir Sigurður Árni sem segir jafnframt ljóst að við kirkjuna voru samankomnir tíu til tuttugu þúsund manns þetta kvöld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira