Presturinn vill loka á Orkuveituna og grafa eigin skolplögn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2012 13:00 Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum." Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum."
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira