Presturinn vill loka á Orkuveituna og grafa eigin skolplögn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2012 13:00 Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum." Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Presturinn í Reykholti íhugar að leggja eigin skolp- og vatnsveitu fyrir kirkjuna þar sem megnið af sóknargjöldunum fari í að greiða vatns- og fráveitugjöld. Kirkjur eru undanþegnar fasteignagjöldum, sem dekkuðu áður vatns- og fráveitugjöld, en þegar borgin og Orkuveita Reykjavíkur í fjárhagsvandræðum sínum tóku upp á því í fyrra að rukka gjöldin sérstaklega sat Reykholtskirkja í súpunni. Séra Geir Waage sóknarprestur segir að heildarsóknargjaldatekjur Reykholtskirkju séu rúmar 1.400 þúsund krónur. Af þeim verði að ætla tæpa milljón í frárennslisgjald og vatnsgjald handa Orkuveitunni. „Við höfum beðið þá um að semja við okkur um eitthvað lægra því það sér hver maður að kirkjan stendur ekkert undir þessu. Þeir hafa vísað því erindi frá hingað til og telja sig ekki hafa neina heimild í lögum til að veita neina afslætti," segir Geir í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Presturinn sér ekki annað ráð en það að ráðast í gerð eigin fráveitu í haust og rjúfa skolplögn kirkjunnar úr tengslum við lögn Orkuveitunnar. Þá gæti farið svo að kirkjan sæki sjálf sitt kalda vatn. Hann segir að kirkjan hafi mátt þola ýmislegt frá stjórnvöldum. „Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. „Við erum vanir þessu. Við erum vanir því að gera samkomulag við ríkisvaldið, - og það er haldið svona um hríð. En svo þegar árar eins og árað hefur í samfélaginu núna þá er náttúrlega mjög auðvelt að ganga að kirkjunni." Að tveir þriðju tekna safnaðarins fari í vatns- og fráveitugjald sé komið út yfir öll mörk. Það þurfi einnig að kaupa hluti til viðhalds og annars slíks. „Við höfum ekki peninga til þess. Það eru engir peningar eftir hjá kirkjunni. Hvergi. Allra síst út um sveitirnar þar sem fámennið veldur mjög lágum sóknargjöldum."
Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira