Priyanka sækir um ríkisfang hér á landi 2. apríl 2011 06:00 Að öðru óbreyttu verður Priyönku gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Hennar gæti beðið erfitt líf í Nepal.Fréttablaðið/vilhelm sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
sigurður örn Hilmarsson Velunnarar Priyönku Thapa hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda henni hér á landi. Útlendingastofnun synjaði henni um dvalarleyfi í vikunni. Priyanka er 23 ára gömul nepölsk stúlka en í Nepal bíður hennar ókunnur fertugur karlmaður sem hefur keypt hönd hennar af fátækri fjölskyldunni. Ákveðið hefur verið að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hana. „Við ætlum að leita allra leiða til að gera henni kleift að vera hér á landi áfram,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður Priyönku. „Við teljum aðstæður hennar vera svo sérstakar að hún eigi í fyrsta lagi rétt á því að fá dvalarleyfi hér en jafnframt að þær réttlæti það að hún fái einfaldlega ríkisborgararétt frá Alþingi.“ Almennt er gerð krafa um að umsækjendur um ríkisborgararétt hafi búið hér á landi í sjö ár og hafi dvalarleyfi frá Útlendingastofnun. Ljóst er að Priyanka uppfyllir ekki þau skilyrði en fólk í hennar stöðu getur komist hjá þeim með því að sækja um ríkisborgararétt til Alþingis. „Þá setur Alþingi einfaldlega lög um að einhverjir tilteknir einstaklingar hljóti ríkisfang en það hefur Alþingi gert tvisvar á ári undanfarna áratugi,“ segir Sigurður Örn. Priyanka hefur starfað sem barnfóstra hjá fjölskyldu á Suðurnesjum undanfarin misseri. Fjölskyldan hefur tekið ástfóstri við Priyönku og boðið henni að búa áfram hjá sér. Priyanka hefur auk þess stundað nám við háskólabrú Keilismeð mjög góðum árangri, en hún útskrifast þaðan í maí. Priyanka er óttaslegin um framtíðina en að öllu óbreyttu verður henni gert að yfirgefa Ísland á næstu mánuðum. Útlendingastofnun úrskurðaði að Priyanka uppfyllti ekki skilyrði um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og taldi ekki sannað að hennar biði hjónaband sem hún yrði neydd í. Priyanka, fjölskylda hennar og lögmaður afla nú frekari sönnunargagna um stöðu hennar í Nepal. Líklegast verður farið fram á að málið verði tekið upp aftur af hálfu Útlendingastofnunar. Ása Guðný Ásgeirsdóttir mannfræðingur hefur rannsakað stöðu kvenna í Nepal. Hún segir að Pryönku gæti beðið erfitt líf í Nepal. Landið sé meðal þeirra fátækustu í heimi og þar njóti konur almennt lítilla réttinda. Á fimmtudag var stofnaður hópur á Facebook til stuðnings Pryönku en á tíunda tímanum í gærkvöldi höfðu rúmlega 6.000 manns gengið í hópinn. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira