Erlent

Pylsusali reyndist líka vera vopnasali

Má þér pylsu og haglabyssu?
Má þér pylsu og haglabyssu?
Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn af lögreglunni í San Jose í Bandaríkjunum í september ásamt meintum vitorðsmanni sínum, sem er rúmlega tvítugur, fyrir að selja vopn úr pylsuvagni.

Lögreglan lagði snöru fyrir manninn en leynilögreglumaður þóttist ætla að kaupa eina með öllu. Bókstaflega. Pylsusalinn bauð honum nefnilega afsagaða haglabyssu, hríðskotabyssu og metamfetamín.

Réttað verður yfir mönnunum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×