Ráð að huga strax að flóðavörnum Svavar Hávarðsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Ástæða þess að Kvosin í Reykjavík er sérstaklega viðkvæm fyrir sjávarflóðum er fjölþætt. Á Reykjavíkursvæðinu á sér stað landsig en sjávarstaða fer einnig hækkandi. Kvosin er sérstaklega láglend og á þessu svæði er mikið af mikilvægum byggingum og menningarrminjum. Myndin gerir ráð fyrir aðstæðum/flóðahæð líkum þeim sem voru í Básendaflóðinu í janúar 1799. Mynd/Studio Granda Tímabært er að huga að því hvernig standa á að flóðavörnum fyrir þau landsvæði sem viðkvæm eru fyrir sjávarflóðum. Þetta á ekki síst við um Kvosina í Reykjavík sem fyrir margra hluta sakir er sérstaklega berskjölduð. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingu Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík.Þarf ekki að hlaupa tilReynir Sævarsson, fagstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu, segir ekkert benda til að menn þurfi að hlaupa til og grípa til aðgerða vegna þeirrar hættu sem sjávarflóðum fylgir – enda sé fólki ekki hætta búin. Rannsóknin hafi hins vegar leitt í ljós að taka þurfi tillit til hættunnar við alla skipulagsvinnu vegna uppbyggingar í Kvosinni. „Niðurstaðan er í einfaldaðri mynd að ekki eigi að ráðast í að byggja einhverja veggi eða annað slíkt til að verjast flóðum. Lausnin er að hækka landið sem byggt verður á á næstu árum og áratugum. Svæðið sem er viðkvæmast er allt í gerjun og nú væri lag að byggja þennan ósýnilega vegg sem í hækkuðu landi fælist,“ segir Reynir og vísar til uppbyggingar við Miðbakkann, Vestur- og Austurbugt. Þegar uppbyggingu verður lokið þar er mun flóknara, eða ógerlegt, að hækka svæðið eftir að byggingar eru komnar alveg upp að bakkanum.Tvíþætt ógn staðreyndÓgnin sem stafar af sjávarflóðum í Kvosinni er tvíþætt; annars vegar vegna aftakaflóða í ætt við Básendaflóðið árið 1799, sem ættu að vera mjög ólíkleg, og hins vegar vegna minni en tíðari flóða. Meðalstórstraumsflóð er í dag 2,18 metrar en hæsta flóð sem mælt hefur verið var 3,27 metrar. Mat á langtímaþróun sjávarstöðu í Reykjavík fram til ársins 2100 gerir ráð fyrir að sjávarstaða muni hækka um 0,6-1,2 metra. Líklegt er því að meðalstórstraumsflóð verði um 2,8-3,4 metrar árið 2100 og framreiknaður atburður á borð við Básendaflóðið yrði árið 2100 í kringum 5,8-6,4 metrar. Núverandi hæð hafnarbakkanna við Mið- og Austurbakkann er hins vegar 3,53 metrar. Í skýrslunni segir að eðlilegast væri að leggja áherslu á að verja Kvosina gegn minni flóðunum sem hafa tíðan endurkomutíma en ekki að reyna að verjast aftakaflóðum á borð við Básendaflóðið. Í dag eru flóð sem talin eru stór rúmlega 3 metrar og flóðaannálar sýna að þessi stærðargráða á flóðum er alls ekki óalgeng, með endurkomutíma í kringum tíu ár. Þetta eru flóðin sem skynsamlegast þykir að verjast en miðað við væntanlega langtímaþróun sjávarstöðu má gera ráð fyrir að flóð af þessari stærðargráðu verði í kringum 3,8-4,4 metrar í lok aldarinnar.Ódýrara en ætla máÞað kom Reyni sem verkefnisstjóra og aðalhöfundi skýrslunnar, Önnu Heiði Eydísardóttur, á óvart að tjónið við alvarlegustu stöðu sem upp getur komið yrði ekki eins mikið og vænta mætti. Flóð í kringum 3,8-4,4 metrar myndi valda þó nokkru tjóni í Kvosinni ef tekið er mið af núverandi aðstæðum á svæðinu. Um 120 byggingar fengju á sig vatn en einnig yrði tjón á ýmsum veitukerfum, götum og yfirborðsfrágangi. Rekstrarstopp ylli einnig miklu tjóni fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana. Talið er að kostnaður vegna tjóns af þessari stærðargráðu gæti legið á bilinu 300 til 700 milljónir króna.Ef flóð næði hins vegar sex metra hæð næði það til um 140 bygginga og næði hærra á byggingarnar. Tjón á veitukerfum yrði einnig umfangsmeira og er talið að kostnaður vegna slíks flóðs gæti legið á bilinu 500 til þúsund milljónir króna. Til samanburðar er vátryggingafjárhæð allra þeirra bygginga sem sex metra flóðið myndi ná til um 80 milljarðar króna. Skýringarmyndin á forsíðu blaðsins og hér til hliðar gerir ráð fyrir þeim aðstæðum sem sköpuðust í Básendaflóðinu árið 1799. Hins vegar segir Reynir að vísindamenn greini á um hvort slíkar aðstæður séu líklegar til að skapast að nýju – svo fordæmalaus var sá atburður. „Aðrir benda á að þetta gerðist fyrir rúmlega 200 árum og muni því gerast aftur.“ Það mun blotna í Örfirisey Örfirisey er kapítuli út af fyrir sig, eins og skýrt kemur fram í rannsókn Eflu. Verði sá kostur valinn að hækka land, eins og mælt er með, er Örfirisey óvarin fyrir sjávarflóðum. Lausnin sem verja myndi Örfirisey, eða lokun innsiglingarinnar í höfnina, er rándýr og því ekki mælt með slíku. Hins vegar er mælt með að frekari uppbygging í Örfirisey taki mið af aukinni tíðni sjávarflóða á svæðinu. „Svæðið liggur lágt og er manngert. Það verður ofboðslega dýrt að tryggja að það blotni aldrei og menn verða líklega að sætta sig við að í framtíðinni muni flæða um svæðið, líkt og á vissum svæðum í Evrópu,“ segir Reynir en á sama tíma er mikil uppbygging að eiga sér stað á Örfiriseyjarsvæðinu – þar rísa verslanir, verkstæði listamanna sem var ekki fyrirséð lengi vel. Eins var áætlað að byggja þar íbúðahverfi fyrir hrun. Gögnin sem liggja fyrir eru nú til skoðunar hjá skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Tímabært er að huga að því hvernig standa á að flóðavörnum fyrir þau landsvæði sem viðkvæm eru fyrir sjávarflóðum. Þetta á ekki síst við um Kvosina í Reykjavík sem fyrir margra hluta sakir er sérstaklega berskjölduð. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingu Íslands og ýmis fyrirtæki sem hagsmuna eiga að gæta í Reykjavík.Þarf ekki að hlaupa tilReynir Sævarsson, fagstjóri hjá verkfræðistofunni Eflu, segir ekkert benda til að menn þurfi að hlaupa til og grípa til aðgerða vegna þeirrar hættu sem sjávarflóðum fylgir – enda sé fólki ekki hætta búin. Rannsóknin hafi hins vegar leitt í ljós að taka þurfi tillit til hættunnar við alla skipulagsvinnu vegna uppbyggingar í Kvosinni. „Niðurstaðan er í einfaldaðri mynd að ekki eigi að ráðast í að byggja einhverja veggi eða annað slíkt til að verjast flóðum. Lausnin er að hækka landið sem byggt verður á á næstu árum og áratugum. Svæðið sem er viðkvæmast er allt í gerjun og nú væri lag að byggja þennan ósýnilega vegg sem í hækkuðu landi fælist,“ segir Reynir og vísar til uppbyggingar við Miðbakkann, Vestur- og Austurbugt. Þegar uppbyggingu verður lokið þar er mun flóknara, eða ógerlegt, að hækka svæðið eftir að byggingar eru komnar alveg upp að bakkanum.Tvíþætt ógn staðreyndÓgnin sem stafar af sjávarflóðum í Kvosinni er tvíþætt; annars vegar vegna aftakaflóða í ætt við Básendaflóðið árið 1799, sem ættu að vera mjög ólíkleg, og hins vegar vegna minni en tíðari flóða. Meðalstórstraumsflóð er í dag 2,18 metrar en hæsta flóð sem mælt hefur verið var 3,27 metrar. Mat á langtímaþróun sjávarstöðu í Reykjavík fram til ársins 2100 gerir ráð fyrir að sjávarstaða muni hækka um 0,6-1,2 metra. Líklegt er því að meðalstórstraumsflóð verði um 2,8-3,4 metrar árið 2100 og framreiknaður atburður á borð við Básendaflóðið yrði árið 2100 í kringum 5,8-6,4 metrar. Núverandi hæð hafnarbakkanna við Mið- og Austurbakkann er hins vegar 3,53 metrar. Í skýrslunni segir að eðlilegast væri að leggja áherslu á að verja Kvosina gegn minni flóðunum sem hafa tíðan endurkomutíma en ekki að reyna að verjast aftakaflóðum á borð við Básendaflóðið. Í dag eru flóð sem talin eru stór rúmlega 3 metrar og flóðaannálar sýna að þessi stærðargráða á flóðum er alls ekki óalgeng, með endurkomutíma í kringum tíu ár. Þetta eru flóðin sem skynsamlegast þykir að verjast en miðað við væntanlega langtímaþróun sjávarstöðu má gera ráð fyrir að flóð af þessari stærðargráðu verði í kringum 3,8-4,4 metrar í lok aldarinnar.Ódýrara en ætla máÞað kom Reyni sem verkefnisstjóra og aðalhöfundi skýrslunnar, Önnu Heiði Eydísardóttur, á óvart að tjónið við alvarlegustu stöðu sem upp getur komið yrði ekki eins mikið og vænta mætti. Flóð í kringum 3,8-4,4 metrar myndi valda þó nokkru tjóni í Kvosinni ef tekið er mið af núverandi aðstæðum á svæðinu. Um 120 byggingar fengju á sig vatn en einnig yrði tjón á ýmsum veitukerfum, götum og yfirborðsfrágangi. Rekstrarstopp ylli einnig miklu tjóni fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana. Talið er að kostnaður vegna tjóns af þessari stærðargráðu gæti legið á bilinu 300 til 700 milljónir króna.Ef flóð næði hins vegar sex metra hæð næði það til um 140 bygginga og næði hærra á byggingarnar. Tjón á veitukerfum yrði einnig umfangsmeira og er talið að kostnaður vegna slíks flóðs gæti legið á bilinu 500 til þúsund milljónir króna. Til samanburðar er vátryggingafjárhæð allra þeirra bygginga sem sex metra flóðið myndi ná til um 80 milljarðar króna. Skýringarmyndin á forsíðu blaðsins og hér til hliðar gerir ráð fyrir þeim aðstæðum sem sköpuðust í Básendaflóðinu árið 1799. Hins vegar segir Reynir að vísindamenn greini á um hvort slíkar aðstæður séu líklegar til að skapast að nýju – svo fordæmalaus var sá atburður. „Aðrir benda á að þetta gerðist fyrir rúmlega 200 árum og muni því gerast aftur.“ Það mun blotna í Örfirisey Örfirisey er kapítuli út af fyrir sig, eins og skýrt kemur fram í rannsókn Eflu. Verði sá kostur valinn að hækka land, eins og mælt er með, er Örfirisey óvarin fyrir sjávarflóðum. Lausnin sem verja myndi Örfirisey, eða lokun innsiglingarinnar í höfnina, er rándýr og því ekki mælt með slíku. Hins vegar er mælt með að frekari uppbygging í Örfirisey taki mið af aukinni tíðni sjávarflóða á svæðinu. „Svæðið liggur lágt og er manngert. Það verður ofboðslega dýrt að tryggja að það blotni aldrei og menn verða líklega að sætta sig við að í framtíðinni muni flæða um svæðið, líkt og á vissum svæðum í Evrópu,“ segir Reynir en á sama tíma er mikil uppbygging að eiga sér stað á Örfiriseyjarsvæðinu – þar rísa verslanir, verkstæði listamanna sem var ekki fyrirséð lengi vel. Eins var áætlað að byggja þar íbúðahverfi fyrir hrun. Gögnin sem liggja fyrir eru nú til skoðunar hjá skipulagsráði Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira