Ráða ekki við meðferð kynferðisbrotamanna 27. febrúar 2012 06:00 Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð fanga svo vel sé, enda eru þeir tveir á meðan fangarnir eru á annað hundrað. fréttablaðið/stefán fréttablaðið/stefán Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Sálfræðingar Fangelsismálastofnunar ná ekki að sinna meðferð kynferðisbrotamanna svo vel sé. Tveir sálfræðingar starfa hjá stofnuninni og sinna þeir föngum í öllum fangelsum landsins. Þórarinn Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að fangar sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot gegn börnum séu í forgangshópi varðandi meðferð. „Okkur hefur ekki tekist nægilega vel að komast til móts við það,“ segir hann. „Hér þyrfti að bæta við sálfræðingi sem hefði fyrst og fremst það verkefni að sinna meðferð á þessu sviði.“ Ákvæði um meðferð brotamanna og eftirlit með þeim er að finna í samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun, svokölluðum Lanzarote-samningi. Þingsályktunartillaga um fullgildingu samningsins er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sat í sérfræðinganefnd sem samdi Lanzarote-samninginn. Á fundi um meðferð kynferðisbrotamála í janúar vakti Bragi athygli á því að Ísland uppfylli ekki enn þær kröfur sem samningurinn geri um aðgengi meðferðar fyrir gerendur. Bragi tekur í sama streng og Þórarinn. „Það væri mjög æskilegt að efla þennan þátt í starfsemi Fangelsismálastofnunar.“ Í samningnum er lögð áhersla á að bæði áhættumat og meðferð sé veitt meðan á afplánun stendur. Meðferðir eru líka háðar vilja brotamanna, segir Þórarinn. Enginn er þvingaður í meðferð og ákveðinn hópur neitar að hafa framið þau brot sem þeir eru dæmdir fyrir. Yfirleitt er óskað eftir áhættumati á föngum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi af þessu tagi þegar þeir komast á skilorð. „Við erum með eftirlit, sem tengist skilyrðum reynslulausnar þeirra. Eftir því sem þeir koma hærra út á áhættumati þeim mun meira eftirlit er haft, þeir þurfa að koma oftar hingað í Fangelsismálastofnun, ræða við skilorðsfulltrúa og koma í viðtöl til okkar sálfræðinga.“ Miðað við hvernig eftirliti er háttað í nágrannalöndum Íslands erum við talsvert eftir á, segir Þórarinn. „En svo vill maður ekki heldur hafa þetta eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem menn fara á brotalista við minnsta brot og komast aldrei af honum aftur. Menn upplifa þá að þeir hafi enga útgönguleið og með því aukast líkur á að þeir brjóti af sér. Þeir upplifa að þeir séu króaðir af og til hvers þá að vera að berjast við þetta.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira