Ráðgáta um goshlé í hinni síminnkandi Surtsey leyst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 09:30 Surtsey hefur minnkað um helming síðan þessi mynd var tekin árið 1967. Útlínur eyjarinnar eins og hún er nú má sjá á myndinni. Mynd/Landmælingar Íslands Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira