Ráðherra ætlar að feta nýjar slóðir í fíknefnamálum Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2014 11:31 Pétur Þorsteinsson segir tímamót að fjöldi fyrrverandi þjóðarleiðtoga kveði jafn skýrt að orði um böl bannhyggjunnar og ráðherra vill leita nýrra leiða. Ný skýrsla Alþjóðaráðs um fíkniefnamál, sem gjarnan er kennt er við Kofi Annan − birtist á sama tíma um allan heim – og var kynnt í nótt á netinu. Niðurstaðan er afdráttarlaus og það kemur Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ekki á óvart.Niðurstaðan er afdráttarlaus: Leggja verður áherslu á heilsu, velferð og mannréttindi þeirra sem ánetjast hafa fíkniefnum og lagt er til að horfið verði frá refsistefnu sem einkennt hefur baráttuna gegn fíkniefnum; hún sé óumdeilanlega skaðleg í sjálfu sér. Skorað er á ríkisstjórnir um heim allan að feta braut afglæpavæðingar. Þá vekur athygli að í skýrslunni er lagt til að ríkisstjórnir stefni að því að lögleiða fíkniefni með það fyrir augum að sparka fótum undan starfsemi skipulagðra glæpasamtaka.TímamótaplaggPétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, er formaður Snarrótar – samtök um borgaraleg réttindi og hefur lengi fjallað um skaðsemi refsistefnunnar, sem hann kallar svo. Pétur segir um tímamótaplagg að ræða. „Ég hef ekki haft tíma til að lesa skýrsluna í heild, enda fékk ég hana ekki hendur fyrr en skömmu áður en embargói var létt af henni á miðnætti.“ En, Pétur segir þó að tillögur nefndarinnar séu afdráttarlausari en í fyrri skýrslu og við bætist áhersla nefndarinnar á að nýta sérstakt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2016, UNGASS2016, til að breyta fíkniefnasáttmálum Sameinuðu þjóðanna í átt að upphaflegum hugjónum samtakanna um bætta heilsu og aukna réttarvernd almennings í veröldinni. „Útskúfunar- og refsimódel alþjóðasáttmálanna hefur unnið gegn þessum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og leitt spillingu, hörmungar og dauða yfir heimsbyggðina,“ segir Pétur. „Það eru tímamót að fjöldi fyrrverandi þjóðarleiðtoga kveði jafn skýrt að orði um böl bannhyggjunnar og nefnd Kofi Annan gerir.“Ráðherra staðráðinn í að leita nýrra leiðaKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skýrsluna í sjálfu sér ekki koma á óvart þó vissulega sæti hún tíðindum. „Menn eru að horfast í augu við það um allan heim að þær aðferðir sem verið hefur beitt hafa ekki verið að virka sem skyldi,“ segir Kristján Þór. Afdráttarleysið kemur honum því í sjálfu sér ekki á óvart. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, eins og áður hefur komið fram, að okkur beri að leita allra þeirra leiða sem færar eru til að vinna betur gegn þeim vágesti sem eiturlyfjanotkun er.“ Kristján Þór setti nefnd á laggirnar, sem nýlega er komin til starfa. „Henni er ætlað að skoða sem flesta fleti á þessu máli og ég vænti þess að geta gefið þinginu skýrslu um stöðu þessa máls nú í haust.“ Nefndin hefur vítt umboð og mun leita álits annarra ráðuneyta. Og á ríkislögreglustjóri fulltrúa í nefndinni, og á hann að koma með sjónarmið þeim megin frá. Þetta mál hefur reynst erfitt pólitískt, þó Kristján Þór vilji ekki gera mikið úr því. „Eðlilega eru uppi gagnrýnisraddir og viðbúið að það komi upp þegar við erum að stíga inn á nýjar brautir. Ég hef fullkominn skilning á því. En ég er í hjarta mínu sannfærður um að okkur beri og við verðum að taka skref út á einhverjar nýjar lendur til að vinna gegn þessu böli.“ Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. 27. febrúar 2014 06:00 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin hittist í fyrsta sinn í vikunni. 6. september 2014 14:11 Refsistefna í fíkniefnamálum endurskoðuð Afglæpavæðing rædd á Alþingi í dag. 26. mars 2014 13:29 Afglæpavæðing og skaðaminnkun Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi 11. apríl 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ný skýrsla Alþjóðaráðs um fíkniefnamál, sem gjarnan er kennt er við Kofi Annan − birtist á sama tíma um allan heim – og var kynnt í nótt á netinu. Niðurstaðan er afdráttarlaus og það kemur Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra ekki á óvart.Niðurstaðan er afdráttarlaus: Leggja verður áherslu á heilsu, velferð og mannréttindi þeirra sem ánetjast hafa fíkniefnum og lagt er til að horfið verði frá refsistefnu sem einkennt hefur baráttuna gegn fíkniefnum; hún sé óumdeilanlega skaðleg í sjálfu sér. Skorað er á ríkisstjórnir um heim allan að feta braut afglæpavæðingar. Þá vekur athygli að í skýrslunni er lagt til að ríkisstjórnir stefni að því að lögleiða fíkniefni með það fyrir augum að sparka fótum undan starfsemi skipulagðra glæpasamtaka.TímamótaplaggPétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, er formaður Snarrótar – samtök um borgaraleg réttindi og hefur lengi fjallað um skaðsemi refsistefnunnar, sem hann kallar svo. Pétur segir um tímamótaplagg að ræða. „Ég hef ekki haft tíma til að lesa skýrsluna í heild, enda fékk ég hana ekki hendur fyrr en skömmu áður en embargói var létt af henni á miðnætti.“ En, Pétur segir þó að tillögur nefndarinnar séu afdráttarlausari en í fyrri skýrslu og við bætist áhersla nefndarinnar á að nýta sérstakt Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2016, UNGASS2016, til að breyta fíkniefnasáttmálum Sameinuðu þjóðanna í átt að upphaflegum hugjónum samtakanna um bætta heilsu og aukna réttarvernd almennings í veröldinni. „Útskúfunar- og refsimódel alþjóðasáttmálanna hefur unnið gegn þessum markmiðum Sameinuðu þjóðanna og leitt spillingu, hörmungar og dauða yfir heimsbyggðina,“ segir Pétur. „Það eru tímamót að fjöldi fyrrverandi þjóðarleiðtoga kveði jafn skýrt að orði um böl bannhyggjunnar og nefnd Kofi Annan gerir.“Ráðherra staðráðinn í að leita nýrra leiðaKristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir skýrsluna í sjálfu sér ekki koma á óvart þó vissulega sæti hún tíðindum. „Menn eru að horfast í augu við það um allan heim að þær aðferðir sem verið hefur beitt hafa ekki verið að virka sem skyldi,“ segir Kristján Þór. Afdráttarleysið kemur honum því í sjálfu sér ekki á óvart. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, eins og áður hefur komið fram, að okkur beri að leita allra þeirra leiða sem færar eru til að vinna betur gegn þeim vágesti sem eiturlyfjanotkun er.“ Kristján Þór setti nefnd á laggirnar, sem nýlega er komin til starfa. „Henni er ætlað að skoða sem flesta fleti á þessu máli og ég vænti þess að geta gefið þinginu skýrslu um stöðu þessa máls nú í haust.“ Nefndin hefur vítt umboð og mun leita álits annarra ráðuneyta. Og á ríkislögreglustjóri fulltrúa í nefndinni, og á hann að koma með sjónarmið þeim megin frá. Þetta mál hefur reynst erfitt pólitískt, þó Kristján Þór vilji ekki gera mikið úr því. „Eðlilega eru uppi gagnrýnisraddir og viðbúið að það komi upp þegar við erum að stíga inn á nýjar brautir. Ég hef fullkominn skilning á því. En ég er í hjarta mínu sannfærður um að okkur beri og við verðum að taka skref út á einhverjar nýjar lendur til að vinna gegn þessu böli.“
Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 „Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54 Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. 27. febrúar 2014 06:00 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin hittist í fyrsta sinn í vikunni. 6. september 2014 14:11 Refsistefna í fíkniefnamálum endurskoðuð Afglæpavæðing rædd á Alþingi í dag. 26. mars 2014 13:29 Afglæpavæðing og skaðaminnkun Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi 11. apríl 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36
„Refsistefnan býr til fleiri vandamál en hún leysir“ "Við hljótum að þurfa endurskoða stefnuna. Það eru til leiðir sem virka eins og öflugt forvarnarstarf en það er ekki síður mikilvægt að hjálpa þeim á fætur sem fara sér að voða," sagði Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, í ræðu sinni á Alþingi í dag þegar hann gagnrýndi refsistefnu stjórnvalda varðandi fíkniefnaneyslu. 19. febrúar 2014 16:54
Glæpasamtök helstu stuðningsmenn fíkniefnabannsins Síðustu ár hefur verið mikil umræða um hvernig best sé að koma í veg fyrir að skipulögð erlend glæpastarfsemi nái rótum hér á landi. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram í þeirri umræðu, en Heimdellingar hafa lagt fram þá tillögu, að afglæpavæðing fíkniefna sé skilvirkasta aðferðin til að grafa undan skipulagðri glæpastarfsemi. 27. febrúar 2014 06:00
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44
Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin hittist í fyrsta sinn í vikunni. 6. september 2014 14:11
Afglæpavæðing og skaðaminnkun Umræðan um afglæpavæðingu vímuefna hefur verið áberandi það sem af er ári. Ég er í þeim hópi sem fagnar þeirri umræðu og bind vonir við að um sé að ræða upphaf stefnumótunar í vímuefnalöggjöf á Íslandi 11. apríl 2014 07:00