Ráðherra gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri Sólheima Valur Grettisson skrifar 15. desember 2010 16:35 Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra. „Ég skil ekki þessa nálgun þeirra," segir Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, um þá ákvörðun fulltrúaráðs Sólheima að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða. Þá hefur áfallateymi verið skipað til þess að aðstoða íbúa Sólheima við að takast á við breyttar aðstæður. Guðbjartur segist ekki vita til þess að þjónustan við Sólheima verði með breyttu sniði og bætir hann við að Sólheimar hafi ekki viljað setjast að samningaborðinu með Árborg um málið. Til stendur að færa þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna og það á einnig við um Sólheima. Guðbjartur segir ekki ástæðu til þess að taka Sólheima sérstaklega út fyrir sviga og halda þeim innan fjárlaga ríkisins. „Þessi gagnrýni kom flatt upp á okkur," segir Guðbjartur spurður út í blaðamannafundinn með fulltrúaráðinu í dag. Fram kom á fundinum að öllum tilraunum Sólheima til lausnar á vandanum hefði verið hafnað af stjórnvöldum. „Ég átta mig ekki á því hvaðan þetta upphlaup kemur," segir Guðbjartur, sem segir fulltrúaráðið vera að spá um framtíðina varðandi afkomu Sólheima, enda hafi ekki verið samið um málið. Hann segist ekki búast við neinu öðru en að Sólheimar verði reknir með óbreyttum hætti. Tengdar fréttir Segir forráðamenn Sólheima á hálum ís „Þetta er ótrúleg framkoma við fólk – við skjólstæðinga,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. 15. desember 2010 16:02 Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að heimila framkvæmdastjórn heimilsins að ssegja upp þjónustu við fatlaða. 15. desember 2010 15:10 Óttast lokun Sólheima Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. 15. desember 2010 13:13 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
„Ég skil ekki þessa nálgun þeirra," segir Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, um þá ákvörðun fulltrúaráðs Sólheima að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða. Þá hefur áfallateymi verið skipað til þess að aðstoða íbúa Sólheima við að takast á við breyttar aðstæður. Guðbjartur segist ekki vita til þess að þjónustan við Sólheima verði með breyttu sniði og bætir hann við að Sólheimar hafi ekki viljað setjast að samningaborðinu með Árborg um málið. Til stendur að færa þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna og það á einnig við um Sólheima. Guðbjartur segir ekki ástæðu til þess að taka Sólheima sérstaklega út fyrir sviga og halda þeim innan fjárlaga ríkisins. „Þessi gagnrýni kom flatt upp á okkur," segir Guðbjartur spurður út í blaðamannafundinn með fulltrúaráðinu í dag. Fram kom á fundinum að öllum tilraunum Sólheima til lausnar á vandanum hefði verið hafnað af stjórnvöldum. „Ég átta mig ekki á því hvaðan þetta upphlaup kemur," segir Guðbjartur, sem segir fulltrúaráðið vera að spá um framtíðina varðandi afkomu Sólheima, enda hafi ekki verið samið um málið. Hann segist ekki búast við neinu öðru en að Sólheimar verði reknir með óbreyttum hætti.
Tengdar fréttir Segir forráðamenn Sólheima á hálum ís „Þetta er ótrúleg framkoma við fólk – við skjólstæðinga,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. 15. desember 2010 16:02 Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að heimila framkvæmdastjórn heimilsins að ssegja upp þjónustu við fatlaða. 15. desember 2010 15:10 Óttast lokun Sólheima Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. 15. desember 2010 13:13 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Sjá meira
Segir forráðamenn Sólheima á hálum ís „Þetta er ótrúleg framkoma við fólk – við skjólstæðinga,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsvæði sitt á Eyjunni. 15. desember 2010 16:02
Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að heimila framkvæmdastjórn heimilsins að ssegja upp þjónustu við fatlaða. 15. desember 2010 15:10
Óttast lokun Sólheima Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. 15. desember 2010 13:13