Innlent

Ráðherra gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri Sólheima

Valur Grettisson skrifar
Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra.
Guðbjartur Hannesson, félagsmálaráðherra.

„Ég skil ekki þessa nálgun þeirra," segir Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, um þá ákvörðun fulltrúaráðs Sólheima að heimila framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða.

Þá hefur áfallateymi verið skipað til þess að aðstoða íbúa Sólheima við að takast á við breyttar aðstæður.

Guðbjartur segist ekki vita til þess að þjónustan við Sólheima verði með breyttu sniði og bætir hann við að Sólheimar hafi ekki viljað setjast að samningaborðinu með Árborg um málið. Til stendur að færa þjónustu við fatlaða til sveitarfélaganna og það á einnig við um Sólheima.

Guðbjartur segir ekki ástæðu til þess að taka Sólheima sérstaklega út fyrir sviga og halda þeim innan fjárlaga ríkisins.

„Þessi gagnrýni kom flatt upp á okkur," segir Guðbjartur spurður út í blaðamannafundinn með fulltrúaráðinu í dag. Fram kom á fundinum að öllum tilraunum Sólheima til lausnar á vandanum hefði verið hafnað af stjórnvöldum.

„Ég átta mig ekki á því hvaðan þetta upphlaup kemur," segir Guðbjartur, sem segir fulltrúaráðið vera að spá um framtíðina varðandi afkomu Sólheima, enda hafi ekki verið samið um málið. Hann segist ekki búast við neinu öðru en að Sólheimar verði reknir með óbreyttum hætti.




Tengdar fréttir

Segir forráðamenn Sólheima á hálum ís

„Þetta er ótrúleg framkoma við fólk – við skjólstæðinga,“ skrifar Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á bloggsvæði sitt á Eyjunni.

Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að heimila framkvæmdastjórn heimilsins að ssegja upp þjónustu við fatlaða.

Óttast lokun Sólheima

Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×