Ráðherra skýtur sendiboðann – "með eðlilegum hætti“ Ólafur Arnalds skrifar 14. janúar 2016 07:00 Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“. Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa fagfólk, Landgræðsla ríkisins og fleiri bent á að nauðsynlegt sé að friða ákveðin svæði fyrir búfjárbeit, ekki síst auðnir, rofsvæði og hálendissvæði þar sem framleiðslugeta gróðurs er ákaflega takmörkuð. Kjötframleiðsla á slíkum svæðum hefur eitt stærsta vistspor sem um getur og verður ekki talin annað en rányrkja. Slíkir búskaparhættir eru eigi að síður styrktir af skattfé þjóðarinnar og augljóst að því þarf að linna. Okkar ágæti landbúnaðarráðherra var í viðtali á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni um síðustu helgi. Þetta var um margt merkilegt samtal (sjá https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP42271 18:20 mín). Þar vitnaði Sigurjón í grein í Fréttablaðinu eftir undirritaðan, m.a. er varðar styrki til sauðfjárframleiðslu á þeim svæðum sem henta ekki til slíks (/g/2016160109693). Sigurjón endaði mál sitt þannig: „Það er enginn geislabaugur yfir okkur?“. Ráðherrann svaraði á þá leið að þeir sem „vinna landinu til góða séu sauðfjárbændur. Þeir leggja ótrúlega mikið á sig.“ Sigurjón: „Og það væri enn betra ef Landgræðslan bara væri ekki að ybba gogg?“ Ráðherra: „Nei, ekki það. Auðvitað þarf hún að koma fram með sín sjónarmið, en hún verður bara að passa sig á að setja þau fram með eðlilegum hætti“. Er málum virkilega svo komið að ráðherrar setja niður við ríkistofnanir í útvarpi fyrir að gegna hlutverki sínu? Satt best að segja minna þessi efnistök óþyrmilega á tilraunir íhaldssamra þingmanna og olíuhagsmunaðila í Bandaríkjunum til að þagga niður í Lofslagsstofnun og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NOVA og NASA) því þessi öfl trúa ekki að loftslag jarðar sé að breytast af mannavöldum. Á ráðherra að vera talsmaður hagsmunasamtaka? Væri ekki nær að ráðherrann stigi fram og viðurkenndi að við vanda væri að etja, svo menn gætu sest saman undir árar og leitað lausna? Árásir hagsmunasamtaka og ráðherra á Landgræðslu ríkisins eru ómaklegar. Í viðtalinu var ýmislegt sem túlka má sem svo að ráðherrann telji ekki að sum svæði landsins þurfi að njóta beitarfriðunar. Og hann telur að landið sé að gróa upp síðan 2004 vegna betra veðurfars, fækkunar sauðfjár og betra beitarskipulags. Vissulega eru sum svæði að verða betur gróin (meiri blaðgræna) en rannsóknir Raynold og starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands sýna þó að almennt er það ekki rétt (www.mdpi.com/2072-4292/7/8/9492/pdf). Landið grær þar sem dregið hefur verið úr beitarálagi, land friðað fyrir beit eða grætt upp, en annars staðar hefur uppskera jafnvel minnkað á þessu tímabili. Víða er land í góðu ástandi, en annars staðar á það ekki við og það er nauðsynlegt að skilja þar á milli. Afneitun á vanda er ekki rétt leið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun