Ráðherra vill höggva á hnútinn Svavar Hávarðsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lagt fram þá hugmynd að legu Hringvegarins á Austurlandi verði breytt. Hugmynd ráðherra snertir á deilumáli milli sveitarfélaga í fjórðungnum um áratuga skeið. Þessa hugmynd lagði innanríkisráðherra fram til kynningar í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins á föstudag. Þar segir: „Um langa hríð hefur verið uppi umræða um legu Hringvegarins á Austurlandi og hvort breyta eigi núverandi skilgreiningu þannig að Hringvegurinn, þjóðvegur 1, milli Fljótsdalshéraðs og fjarðanna liggi ekki eins og nú er um Skriðdal og Breiðdalsheiði heldur um Norðfjarðarveg og Suðurfjarðaveg. Ólöf Nordal innanríkisráðherra leggur hér fram til kynningar þessa hugmynd. Vegagerðin ákveður legu Hringvegarins á þessu svæði jafnt sem á öðrum svæðum en hann er jafnan skilgreindur sem aðalleið, það er greiðfærasta leið og þá með sem mestri vetrarþjónustu. Ákvörðun Vegagerðarinnar yrði tekin í samráði við innanríkisráðherra.“ Um er að ræða þá breytingu að færa legu þjóðvegar eitt, eins og hún hefur verið um langan tíma – frá leiðinni til Fljótsdalshéraðs um Breiðdalsheiði og Skriðdal. Þess í stað verði hún um Suðurfirði og um Fagradal.Byggðapólitískt álitamál Allir sem þekkja til vita að þessi tiltekna breyting hefur verið byggðapólitískt álitamál á Austurlandi um langt árabil. Hagsmunir Fjarðabyggðar eru augljósir með því að leiða umferðina að þéttbýlinu á Suðurfjörðunum í stað þess að hún fari fram hjá. Rökum um umferðaröryggi og nýtingu á nýjum og góðum umferðarmannvirkjum, eins og Fáskrúðsfjarðargöngum og vegum með bundnu slitlagi, er einnig mjög haldið á lofti. Mótrökin virðast helst vera þau að hluti vegarins um firðina standi illa undir meiri umferð, en ekki verður litið fram hjá hagsmunum verslunar og þjónustu á Egilsstöðum að fá ferðalanga beint til sín – án viðkomu á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Vegagerðin mun hafa unnið fyrir innanríkisráðherra minnisblað um helstu rök fyrir því að skilgreina Hringveginn um Austurland upp á nýtt. Uppruni plaggsins er tveggja ára gömul samþykkt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um að Vegagerðin ynni faglegt mat á legu hringvegarins á svæðinu, enda er ríkur vilji sveitarstjórnarmanna í Fjarðabyggð, og að nokkru leyti SSA, að málið verði klárað á annan hvorn veginn – og þá lagt til hvílu í framhaldinu. Þá hefur það legið fyrir lengi að Vegagerðin tekur það ekki upp hjá sjálfri sér að gera þessar breytingar án þess að vilji ráðherra fyrir slíkum breytingum sé skýr og liggi fyrir.Vegurinn um Breiðdalsheiði barn síns tíma Hugmyndin er sett fram á vef ráðuneytisins til að höggva á þann hnút sem málið hefur verið í. Nú geti sveitarfélögin fyrir austan og aðrir hagsmunaaðilar komið með sín rök og mótrök fyrir að þetta verði gert. Það sem mun vega þyngst hjá ráðherra er umferðaröryggi, enda vegurinn um Breiðdalsheiði barn síns tíma og lokaður stóran hluta ársins. Vandræði erlendra ferðamanna eru vel kynnt í fréttum, sem telja að Hringvegurinn – þjóðvegur 1 - veiti þeim öryggi þar sem um bestu leiðina hljóti að vera að ræða. Það síðasta sem var skrifað um málið opinberlega var opið bréf Sigurðar Gunnarssonar, sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Seyðisfirði. Bréfið birtist á vef Austurfréttar og þar spyr Sigurður hver sjái sér hag í óbreyttu ástandi og hvaða rök séu fyrir því að þjóðvegur 1 sé um Breiðdalsheiði. Hann spyr vegna þess að vetrargestir hans koma „dauðþreyttir og nánast skelkaðir til Seyðisfjarðar“, eftir að hafa glímt við Breiðdalsheiði. „Þó svo þetta sé aðeins annað starfsár fyrirtækis okkar hafa tugir gesta okkar lent í erfiðleikum við Breiðdalsheiði á sama tíma og færð var ágæt um firðina og yfir Fjarðarheiði. Þegar þessir gestir koma heim þá munu þeir ekki ráðleggja væntanlegum Íslandsförum að fara austur á land yfir vetrartímann. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og veldur ferðaiðnaði á Austurlandi miklum skaða,“ skrifar Sigurður. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti var Breiðdalsheiði lokuð 621 dag árin 2010 til 2015 – eða 103 daga á ári að meðaltali. Lengst 156 daga í fyrra. Á sama tímabili var leiðin um Fagradal lokuð í tólf daga. Lengst í þrjá daga. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur lagt fram þá hugmynd að legu Hringvegarins á Austurlandi verði breytt. Hugmynd ráðherra snertir á deilumáli milli sveitarfélaga í fjórðungnum um áratuga skeið. Þessa hugmynd lagði innanríkisráðherra fram til kynningar í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins á föstudag. Þar segir: „Um langa hríð hefur verið uppi umræða um legu Hringvegarins á Austurlandi og hvort breyta eigi núverandi skilgreiningu þannig að Hringvegurinn, þjóðvegur 1, milli Fljótsdalshéraðs og fjarðanna liggi ekki eins og nú er um Skriðdal og Breiðdalsheiði heldur um Norðfjarðarveg og Suðurfjarðaveg. Ólöf Nordal innanríkisráðherra leggur hér fram til kynningar þessa hugmynd. Vegagerðin ákveður legu Hringvegarins á þessu svæði jafnt sem á öðrum svæðum en hann er jafnan skilgreindur sem aðalleið, það er greiðfærasta leið og þá með sem mestri vetrarþjónustu. Ákvörðun Vegagerðarinnar yrði tekin í samráði við innanríkisráðherra.“ Um er að ræða þá breytingu að færa legu þjóðvegar eitt, eins og hún hefur verið um langan tíma – frá leiðinni til Fljótsdalshéraðs um Breiðdalsheiði og Skriðdal. Þess í stað verði hún um Suðurfirði og um Fagradal.Byggðapólitískt álitamál Allir sem þekkja til vita að þessi tiltekna breyting hefur verið byggðapólitískt álitamál á Austurlandi um langt árabil. Hagsmunir Fjarðabyggðar eru augljósir með því að leiða umferðina að þéttbýlinu á Suðurfjörðunum í stað þess að hún fari fram hjá. Rökum um umferðaröryggi og nýtingu á nýjum og góðum umferðarmannvirkjum, eins og Fáskrúðsfjarðargöngum og vegum með bundnu slitlagi, er einnig mjög haldið á lofti. Mótrökin virðast helst vera þau að hluti vegarins um firðina standi illa undir meiri umferð, en ekki verður litið fram hjá hagsmunum verslunar og þjónustu á Egilsstöðum að fá ferðalanga beint til sín – án viðkomu á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði. Vegagerðin mun hafa unnið fyrir innanríkisráðherra minnisblað um helstu rök fyrir því að skilgreina Hringveginn um Austurland upp á nýtt. Uppruni plaggsins er tveggja ára gömul samþykkt á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um að Vegagerðin ynni faglegt mat á legu hringvegarins á svæðinu, enda er ríkur vilji sveitarstjórnarmanna í Fjarðabyggð, og að nokkru leyti SSA, að málið verði klárað á annan hvorn veginn – og þá lagt til hvílu í framhaldinu. Þá hefur það legið fyrir lengi að Vegagerðin tekur það ekki upp hjá sjálfri sér að gera þessar breytingar án þess að vilji ráðherra fyrir slíkum breytingum sé skýr og liggi fyrir.Vegurinn um Breiðdalsheiði barn síns tíma Hugmyndin er sett fram á vef ráðuneytisins til að höggva á þann hnút sem málið hefur verið í. Nú geti sveitarfélögin fyrir austan og aðrir hagsmunaaðilar komið með sín rök og mótrök fyrir að þetta verði gert. Það sem mun vega þyngst hjá ráðherra er umferðaröryggi, enda vegurinn um Breiðdalsheiði barn síns tíma og lokaður stóran hluta ársins. Vandræði erlendra ferðamanna eru vel kynnt í fréttum, sem telja að Hringvegurinn – þjóðvegur 1 - veiti þeim öryggi þar sem um bestu leiðina hljóti að vera að ræða. Það síðasta sem var skrifað um málið opinberlega var opið bréf Sigurðar Gunnarssonar, sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Seyðisfirði. Bréfið birtist á vef Austurfréttar og þar spyr Sigurður hver sjái sér hag í óbreyttu ástandi og hvaða rök séu fyrir því að þjóðvegur 1 sé um Breiðdalsheiði. Hann spyr vegna þess að vetrargestir hans koma „dauðþreyttir og nánast skelkaðir til Seyðisfjarðar“, eftir að hafa glímt við Breiðdalsheiði. „Þó svo þetta sé aðeins annað starfsár fyrirtækis okkar hafa tugir gesta okkar lent í erfiðleikum við Breiðdalsheiði á sama tíma og færð var ágæt um firðina og yfir Fjarðarheiði. Þegar þessir gestir koma heim þá munu þeir ekki ráðleggja væntanlegum Íslandsförum að fara austur á land yfir vetrartímann. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og veldur ferðaiðnaði á Austurlandi miklum skaða,“ skrifar Sigurður. Eins og sjá má á meðfylgjandi korti var Breiðdalsheiði lokuð 621 dag árin 2010 til 2015 – eða 103 daga á ári að meðaltali. Lengst 156 daga í fyrra. Á sama tímabili var leiðin um Fagradal lokuð í tólf daga. Lengst í þrjá daga.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira