Ráðherra vill meira frelsi á leigubílamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. júlí 2015 07:00 Ólöf Nordal vísir/ernir „Mér finnst æskilegt að huga að því hvort það sé ekki hægt að auka frelsi á þessum markaði. Ég er talsmaður þess en hef þó ekki tekið neina ákvörðun,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um leigubílamarkaðinn. Fyrr á árinu var greint frá því að nýsköpunarfyrirtækið Uber hefði safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Engin beiðni þess efnis hefur þó borist Samgöngustofu. Uber er snjallsímaforrit sem býður upp á óhefðbundna leigubílaþjónustu. Setji snjallsímaeigendur upp Uber-appið geta þeir fundið næsta bílstjóra og sýnir appið hversu langt er í hann. Greiðsla fer svo fram í gegnum appið. „Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert,“ segir Ólöf og bætir við að reglur á leigubílamarkaði á Íslandi séu mjög stífar. Verðið á Uber-þjónustu hefur reynst lægra en á hefðbundinni leigubílaþjónustu. Fyrirtækið starfrækir þjónustu sína í 250 borgum og hefur vaxið hratt að undanförnu. „Þetta er nýtt fyrirbæri sem mér finnst sjálfsagt að skoða,“ segir Ólöf sem lagði fram frumvarp á Alþingi fyrr á árinu um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Það náði ekki fram að ganga. „Það frumvarp tók ekki á þessu en við munum endurskoða frumvarpið á næstunni,“ segir Ólöf sem útilokar ekki að hún muni skoða hvort ástæða sé til að auka frelsi á umræddum markaði. Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
„Mér finnst æskilegt að huga að því hvort það sé ekki hægt að auka frelsi á þessum markaði. Ég er talsmaður þess en hef þó ekki tekið neina ákvörðun,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra um leigubílamarkaðinn. Fyrr á árinu var greint frá því að nýsköpunarfyrirtækið Uber hefði safnað nægilega mörgum undirskriftum til þess að hefja þjónustu sína í Reykjavík. Engin beiðni þess efnis hefur þó borist Samgöngustofu. Uber er snjallsímaforrit sem býður upp á óhefðbundna leigubílaþjónustu. Setji snjallsímaeigendur upp Uber-appið geta þeir fundið næsta bílstjóra og sýnir appið hversu langt er í hann. Greiðsla fer svo fram í gegnum appið. „Ég hef fylgst með Uber-flæðinu í útlöndum og er hrifin af því. Ég er þó ekki komin neitt af stað með að skoða það og veit ekki hvort það verði gert,“ segir Ólöf og bætir við að reglur á leigubílamarkaði á Íslandi séu mjög stífar. Verðið á Uber-þjónustu hefur reynst lægra en á hefðbundinni leigubílaþjónustu. Fyrirtækið starfrækir þjónustu sína í 250 borgum og hefur vaxið hratt að undanförnu. „Þetta er nýtt fyrirbæri sem mér finnst sjálfsagt að skoða,“ segir Ólöf sem lagði fram frumvarp á Alþingi fyrr á árinu um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni. Það náði ekki fram að ganga. „Það frumvarp tók ekki á þessu en við munum endurskoða frumvarpið á næstunni,“ segir Ólöf sem útilokar ekki að hún muni skoða hvort ástæða sé til að auka frelsi á umræddum markaði.
Alþingi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira