Ráðherrann engin súkkulaðikleina Brjánn Jónasson skrifar 14. janúar 2014 13:35 Katrín Julíusdóttir spurði Ragnheiði Elínu Árnadóttur um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Vísir/GVA „Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Þar hafði hún spurt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áform hennar um að funda um ákvæði laga um að hvort kyn skuli ekki vera undir 40 prósentum stjórnarmanna stærri fyrirtækja. Hún vísaði í orð Ragnheiðar á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. Þá sagði hún: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“ Katrín benti á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt við myndun ríkisstjórnarinnar að hann myndi tryggja að konur yrðu helmingur ráðherra flokksins. Þrátt fyrir það detti henni ekki í hug að kalla Ragnheiði Elínu súkkulaðikleinu. Katrín vísaði í umfjöllun Fréttablaðsins og Vísis um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað úr 22 prósentum í 23 prósent á síðasta rúmu ári. Hún spurði Ragnheiði í því samhengi hvort hún teldi að þær konur sem hafi tekið sæti í stjórnum frá því lögin tóku gili væru súkkulaðikleinur, og hvort endurskoða þyrfti lögin vegna þess að þessar súkkulaðikleinur væru nú komnar inn í stjórnirnar. Ragnheiður svaraði þeirri spurningu ekki beint, en ítrekaði það sem fram kom í Fréttablaðinu í dag að ekki stæði til að endurskoða lögin. Hún sagði að til standi að halda fund í næstu viku þar sem rætt verði um kosti og galla laganna, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeim. Ragnheiður sagði að henni hefði sjálfri verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi síðasta haust, en hún hafi ekki gert það. Þess í stað hafi hún rætt við fólk í viðskiptalífinu sem hafi viljað gefa lögunum tíma, og það hafi hún gert. Nú sé spurning hvort eitthvað þurfi að laga. Ekki standi til að breyta lögunum á vorþinginu heldur eigi að skoða málið í rólegheitum. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
„Mér dettur ekki í hug að segja að hæstvirtur ráðherra sé súkkulaðikleina,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag. Þar hafði hún spurt Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um áform hennar um að funda um ákvæði laga um að hvort kyn skuli ekki vera undir 40 prósentum stjórnarmanna stærri fyrirtækja. Hún vísaði í orð Ragnheiðar á Alþingi þegar lögin voru samþykkt. Þá sagði hún: „Þrátt fyrir að vera mikill jafnréttissinni vil ég ekki sjá það að ég fái sæti í stjórn eða þingsæti eða hvað það sem ég er að sækjast eftir eingöngu á grundvelli þess að ég er kona. Mér finnst það vera það sem við í Keflavík kölluðum að vera súkkulaðikleina.“ Katrín benti á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi sagt við myndun ríkisstjórnarinnar að hann myndi tryggja að konur yrðu helmingur ráðherra flokksins. Þrátt fyrir það detti henni ekki í hug að kalla Ragnheiði Elínu súkkulaðikleinu. Katrín vísaði í umfjöllun Fréttablaðsins og Vísis um að konum í stjórnum fyrirtækja hafi fjölgað úr 22 prósentum í 23 prósent á síðasta rúmu ári. Hún spurði Ragnheiði í því samhengi hvort hún teldi að þær konur sem hafi tekið sæti í stjórnum frá því lögin tóku gili væru súkkulaðikleinur, og hvort endurskoða þyrfti lögin vegna þess að þessar súkkulaðikleinur væru nú komnar inn í stjórnirnar. Ragnheiður svaraði þeirri spurningu ekki beint, en ítrekaði það sem fram kom í Fréttablaðinu í dag að ekki stæði til að endurskoða lögin. Hún sagði að til standi að halda fund í næstu viku þar sem rætt verði um kosti og galla laganna, en engin ákvörðun hafi verið tekin um að breyta þeim. Ragnheiður sagði að henni hefði sjálfri verið í lófa lagið að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi síðasta haust, en hún hafi ekki gert það. Þess í stað hafi hún rætt við fólk í viðskiptalífinu sem hafi viljað gefa lögunum tíma, og það hafi hún gert. Nú sé spurning hvort eitthvað þurfi að laga. Ekki standi til að breyta lögunum á vorþinginu heldur eigi að skoða málið í rólegheitum.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira