Ráðherrar og níumenningarnir Birna Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2010 06:00 Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis. Áhugaverður samanburðurÞað er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan! Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni. Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust. Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis. Áhugaverður samanburðurÞað er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan! Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni. Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust. Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun