Ráðherrar og níumenningarnir Birna Gunnarsdóttir skrifar 18. september 2010 06:00 Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis. Áhugaverður samanburðurÞað er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan! Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni. Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust. Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur hópur, sérstaklega hættuleg manngerð. Staðreyndin er sú að þau eru venjulegt allskonar fólk: fólk sem á börn og fjölskyldur og vini og þarf að verjast þeirri fráleitu ákæru að þau hafi gert aðför að sjálfræði Alþingis. Áhugaverður samanburðurÞað er áhugavert að bera fréttir af málinu gegn níumenningunum saman við fréttir af hugsanlegum ákærum á hendur ráðherrum í vanhæfu ríkisstjórninni sem hrökklaðist frá völdum í janúar 2009. Þar verður tilfinningabúskapur ráðherranna fyrrverandi fyrirferðarmikið umfjöllunarefni og jafnvel sjálfsvorkunnar-status Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins. Vesalings litla skjaldbakan! Tilfinningar systur minnar, sem er ein hinna ákærðu níumenninga, þykja ekki fréttnæmar né óttinn sem tíu ára dóttir hennar og þrettán ára sonur bera í brjósti, óttinn við að sjá á eftir móður sinni í fangelsi. Ein hinna ákærðu er barnshafandi. Alla meðgönguna hefur hún þurft að mæta í réttarsalinn þótt hvergi sé vísað til hennar í atvikalýsingu ákærunnar; Pétur Guðgeirsson dómari og Lára V. Júlíusdóttir saksóknari ætla að elta hana á fæðingadeild eða heim til nýfædds barns við aðalmeðferð máls sem enginn skilur hvaða aðild hún á að. Undrun hennar yfir ákærunni hefur ekki orðið fréttaefni. Stundum heyrist því haldið fram að ekkert sé athugavert við ákærurnar því auðvitað verði níumenningarnir sýknaðir og þá hafi þetta bara verið eins og hvert annað grín. En þetta er ekkert grín. Láru V. Júlíusdóttur er alvara með því að kæra níu manna handahófsúrtak úr 30 manna hópi skv. 100. grein hegningarlaga og fara fram á að þau verði dæmd til fangelsisvistar að lágmarki í eitt ár. Hún vill níumenningana dæmda í allt að sextán ára fangelsi fyrir að reyna það sem aðrir ungir mótmælendur, Össur og Ingibjörg Sólrún félagar hennar í stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir þrjátíu og fimm árum, og ýmsir síðan. Því alþingismönnum höfðu áður verið flutt skilaboð af þingpöllum með mismiklum stympingum við þingverði og engin eftirmál orðið. Það sem hin ákærðu reyndu 8. desember 2008 var alls ekki fordæmislaust. Árangur ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur er hins vegar fordæmislaus. Þau söngluðu öfugmælavísur sínar í fjölmiðlum hér heima og erlendis meðan þau og vinir þeirra í bönkunum sigldu öllu til andskotans. Skömm þeirra verður lengi uppi hvað sem dómum kann að líða. Kannski kemst Lára V. Júlíusdóttir varamaður í Landsdómi upp á aðalmannabekkinn. Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart gömlum félögum og sú sem hún sýnir níumenningunum sem vildu benda þinginu á hið augljósa og eiga að gjalda fyrir með frelsi sínu?
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun