Ráðherrar úthluta tugum milljóna í eigin kjördæmi 28. október 2009 20:13 Núverandi ríkisstjórn. Frá bankahruninu hafa setið þrjár ríkisstjórnir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, minnihlutastjórn Samfylkingar og VG og núverandi meirihlutastjórn sömu flokka. Mynd/Valgarður Gíslason Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Í þættinum var meðal annars fjallað um úthlutanir Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns Möller, samgönguráðherra. Tekið var sem dæmi 500 þúsund krónu styrkur Jóns til Háskólans á Hólum en þar var hann eitt sinn rektor. Frá bankahruninu hefur Kristján úthlutað 4,6 milljónum og hefur helmingurinn farið í kjördæmi hans, Norðausturkjördæmi. Fram kom að kórtónleikar hafi verið fyrirferðamiklir í styrkveitingum hans. Þá fékk grunnskólinn á Siglufirði styrk til að taka þátt í Skólahreysti og presturinn í bæjarfélaginu fékk auk þess 200 þúsund krónur í styrk frá ráðuneytinu vegna mastersritgerðar. Í þá fimm mánuði sem Árni Mathiesen starfaði sem fjármálaráðherra eftir hrunið fóru nánast allar úthlutanir hans til verkefna í Suðurkjördæmi. Þá kom fram í umfjöllun Kastljóss að hvorki Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, né Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa nýtt sér liðinn ráðstöfunarfé ráðherra eftir að þau tóku við embættum sínum fyrr á þessu ári. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn halla í ríkisrekstri úthluta einstakir ráðherrar enn til tónleikahalds og íþróttafélaga í heimabæjum og kjördæmum sínum. Frá bankahruninu hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu. Oftar en ekki virðast þessar úthlutanir lítið sem ekkert koma málaflokkum ráðherranna við. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. Ráðstöfunarfé ráðherra hefur verið liður á fjárlögum til fjölda ára og ætlað að bregðast við óvæntum útgjöldum. Frá aldamótum hafa ráðherra úthlutað tæplega 800 milljónum króna í ýmis verkefni. Í þættinum var meðal annars fjallað um úthlutanir Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns Möller, samgönguráðherra. Tekið var sem dæmi 500 þúsund krónu styrkur Jóns til Háskólans á Hólum en þar var hann eitt sinn rektor. Frá bankahruninu hefur Kristján úthlutað 4,6 milljónum og hefur helmingurinn farið í kjördæmi hans, Norðausturkjördæmi. Fram kom að kórtónleikar hafi verið fyrirferðamiklir í styrkveitingum hans. Þá fékk grunnskólinn á Siglufirði styrk til að taka þátt í Skólahreysti og presturinn í bæjarfélaginu fékk auk þess 200 þúsund krónur í styrk frá ráðuneytinu vegna mastersritgerðar. Í þá fimm mánuði sem Árni Mathiesen starfaði sem fjármálaráðherra eftir hrunið fóru nánast allar úthlutanir hans til verkefna í Suðurkjördæmi. Þá kom fram í umfjöllun Kastljóss að hvorki Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, né Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafa nýtt sér liðinn ráðstöfunarfé ráðherra eftir að þau tóku við embættum sínum fyrr á þessu ári.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira