Ráðherrar víki af þingi 3. júní 2010 12:39 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar vill að strax verði gengið í að ráðherrar sitji ekki á Alþingi og varamenn þeirra taki sæti á þingi. Stjórnarflokkarnir leggja mikla áherslu á að frumvarp um stjórnlagaþing verði afgreitt fyrir sumarleyfi Alþingis. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að ef þingmaður sé skipaður ráðherra skuli hann víkja úr þingsæti á meðan hann gegnir ráðherradómi og varamaður hans taki sætið á meðan. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður en auk framsóknarmanna eru Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, meðflutningsmenn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekki sé eftir neinu að bíða og hægt væri að færa ráðherrana út af þingi strax í næsta mánuði. „Ég hef frá því ég settist á þing verið þeirra skoðunar að ráðherrarnir ættu ekki að sitja á þingi og stend fyllilega við það og tel það tímabært," segir Sigríður. Með þessari breytingu kæmu við núverandi aðstæður tíu nýir þingmenn sem Sigríður segir að ekki veiti af í nefndarstörf, til að afgreiða öll þau mikilvægu mál sem bíði afgreiðslu.Frumvarp um stjórnlagaþing verði afgreitt fyrir sumarleyfi Hún eins og aðrir stjórnarliðar leggur líka mikla áherslu á að frumvarp um stjórnlagaþing verði afgreitt fyrir sumarleyfi þingmanna í þessum mánuði. „Ég held það séu ákveðin vonbrigði hjá almenningi með það að höfum ekki náð að keyra fyrr í gegn stjórnlagaþingið. Þrátt fyrir að það hafi verið full eining um það í Samfylkingunni þá hefur það ekki gengið í gegn. Ég tel mjög mikilvægt að við lögfestum frumvarpið núna í vor þannig að það verði hægt að kjósa í það í haust." En síðasta vor dagaði frumvarp um stjórnlagaþing uppi í málþófi á Alþingi vegna andstöðu Sjálfstæðismanna. Hvort það endurtekur sig á eftir að koma í ljós. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar vill að strax verði gengið í að ráðherrar sitji ekki á Alþingi og varamenn þeirra taki sæti á þingi. Stjórnarflokkarnir leggja mikla áherslu á að frumvarp um stjórnlagaþing verði afgreitt fyrir sumarleyfi Alþingis. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að ef þingmaður sé skipaður ráðherra skuli hann víkja úr þingsæti á meðan hann gegnir ráðherradómi og varamaður hans taki sætið á meðan. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður en auk framsóknarmanna eru Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, meðflutningsmenn. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekki sé eftir neinu að bíða og hægt væri að færa ráðherrana út af þingi strax í næsta mánuði. „Ég hef frá því ég settist á þing verið þeirra skoðunar að ráðherrarnir ættu ekki að sitja á þingi og stend fyllilega við það og tel það tímabært," segir Sigríður. Með þessari breytingu kæmu við núverandi aðstæður tíu nýir þingmenn sem Sigríður segir að ekki veiti af í nefndarstörf, til að afgreiða öll þau mikilvægu mál sem bíði afgreiðslu.Frumvarp um stjórnlagaþing verði afgreitt fyrir sumarleyfi Hún eins og aðrir stjórnarliðar leggur líka mikla áherslu á að frumvarp um stjórnlagaþing verði afgreitt fyrir sumarleyfi þingmanna í þessum mánuði. „Ég held það séu ákveðin vonbrigði hjá almenningi með það að höfum ekki náð að keyra fyrr í gegn stjórnlagaþingið. Þrátt fyrir að það hafi verið full eining um það í Samfylkingunni þá hefur það ekki gengið í gegn. Ég tel mjög mikilvægt að við lögfestum frumvarpið núna í vor þannig að það verði hægt að kjósa í það í haust." En síðasta vor dagaði frumvarp um stjórnlagaþing uppi í málþófi á Alþingi vegna andstöðu Sjálfstæðismanna. Hvort það endurtekur sig á eftir að koma í ljós.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira