Ráðist á heilsuhæli segja Hvergerðingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2013 08:15 Í Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins dvelja meðal annarra sjúklingar í krabbameinsendurhæfingu, gigtarendurhæfingu, geðendurhæfingu og liðskipta-, hjarta-, æða- og lungnaendurhæfingu. Fréttablaðið/GVA „Það er óskiljanlegt í ljósi þeirrar mikilvægu meðferðar sem fram fer á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands að ítrekað sé ráðist að stofnuninni með þeim hætti sem hér hefur verið gert,“ segir bæjarstjórn Hveragerðis í ályktun. Eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag telur Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ), ríkið hafa þverbrotið þjónustusamninga sína við stofnunina. Bæjarstjórn segist mótmæla harðlega áformum um niðurskurð á framlögum til HNLFÍ í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Þar sé lagt til að HNLFÍ taki ein á sig allan niðurskurð endurhæfingarstofnana þrátt fyrir að fá einungis fimmtung fjárveitinganna. Niðurskurðurinn sé 27,4 milljóni sem sé um 5 prósent af fjárveitingu ársins.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.„Þessi tillaga vekur sérstaka athygli þar sem nýr þjónustusamningur var undirritaður í lok árs 2011 og því áttu forsvarsmenn stofnunarinnar ekki von á öðru en að hann yrði efndur. Í þeim samningi var HNLFÍ gert að bæta á sig kostnaði vegna 20 sjúklinga í þungri endurhæfingu. Allt starfsárið 2012 fór í að aðlaga stofnunina að nýjum samningi en kostnaður vegna þessara breytinga nam rúmum 50 milljónum króna,“ segir bæjarstjórnin. Aðspurð hvaða hagsmuni Hveragerði hafi í málinu svarar Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri að ekki síst sé þetta gríðarlegt hagsmunamál fyrir þá fjölmörgu sem þurfi að nýta og hafi notið mikilvægrar þjónustu Heilsustofnun veitir. „Það er með öllu óskiljanlegt að ekki skuli vera ríkur skilningur á þeirri staðreynd í ráðuneytinu,“ segir Aldís. Bæjarstjórnin segir orðalag í fjárlögum lýsa vanþekkingu á starfsemi HNLFÍ. „Um 100-120 sjúklingar eru á hverjum tíma í þungri eða meðalþungri endurhæfingu á HNLFÍ í einu ódýrasta legurými landsins,“ segir í bæjarstjórnin sem kveður ljóst að verði ekki gerð breyting muni veruleg skerðing verða á þjónustunni með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið þar sem endurhæfing þurfi þá að fara fram í dýrari úrræðum en í þeim sem í boði séu hjá HNLFÍ. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það er óskiljanlegt í ljósi þeirrar mikilvægu meðferðar sem fram fer á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands að ítrekað sé ráðist að stofnuninni með þeim hætti sem hér hefur verið gert,“ segir bæjarstjórn Hveragerðis í ályktun. Eins og fram kom í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag telur Gunnlaugur K. Jónsson, formaður stjórnar Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ), ríkið hafa þverbrotið þjónustusamninga sína við stofnunina. Bæjarstjórn segist mótmæla harðlega áformum um niðurskurð á framlögum til HNLFÍ í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Þar sé lagt til að HNLFÍ taki ein á sig allan niðurskurð endurhæfingarstofnana þrátt fyrir að fá einungis fimmtung fjárveitinganna. Niðurskurðurinn sé 27,4 milljóni sem sé um 5 prósent af fjárveitingu ársins.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.„Þessi tillaga vekur sérstaka athygli þar sem nýr þjónustusamningur var undirritaður í lok árs 2011 og því áttu forsvarsmenn stofnunarinnar ekki von á öðru en að hann yrði efndur. Í þeim samningi var HNLFÍ gert að bæta á sig kostnaði vegna 20 sjúklinga í þungri endurhæfingu. Allt starfsárið 2012 fór í að aðlaga stofnunina að nýjum samningi en kostnaður vegna þessara breytinga nam rúmum 50 milljónum króna,“ segir bæjarstjórnin. Aðspurð hvaða hagsmuni Hveragerði hafi í málinu svarar Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri að ekki síst sé þetta gríðarlegt hagsmunamál fyrir þá fjölmörgu sem þurfi að nýta og hafi notið mikilvægrar þjónustu Heilsustofnun veitir. „Það er með öllu óskiljanlegt að ekki skuli vera ríkur skilningur á þeirri staðreynd í ráðuneytinu,“ segir Aldís. Bæjarstjórnin segir orðalag í fjárlögum lýsa vanþekkingu á starfsemi HNLFÍ. „Um 100-120 sjúklingar eru á hverjum tíma í þungri eða meðalþungri endurhæfingu á HNLFÍ í einu ódýrasta legurými landsins,“ segir í bæjarstjórnin sem kveður ljóst að verði ekki gerð breyting muni veruleg skerðing verða á þjónustunni með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkið þar sem endurhæfing þurfi þá að fara fram í dýrari úrræðum en í þeim sem í boði séu hjá HNLFÍ.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira