Ráðning fyrrverandi sveitarstjóra til PCC: „Skyldi hann ekki skammast sín neitt?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 14:08 Bergur Elías tekur fyrir að nokkuð samkomulag hafi verið gert um ráðningu hans til PCC í tíð hans sem sveitarstjóri Noðrurþings. Bergur var sveitarstjóri frá 2006 til 2014. Vísir Ráðning Bergs Elíasar Ágústssonar, fyrrverandi sveitarstjóra Norðurþings, til þýska fyrirtækisins PCC sætir töluverðri gagnrýni. Bergur var ötull stuðningsmaður kísilversins (eins og dæmin sýna hér, hér, hér og hér) og undirritaði meðal annars sameiginlega viljayfirlýsingu PCC og Norðurþings árið 2011 um byggingu kísilsversins. Rúmt ár er síðan Bergur Elías hætti störfum sem sveitarstjóri en hann fór að vinna hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um síðustu áramót. Aðspurður um ráðningu sína til PCC segir Bergur í samtali við RÚV að ekkert samkomulag hafi legið fyrir á milli hans og PCC um að hann myndi vinna fyrir þýska fyrirtækið þegar hann hætti störfum hjá Norðurþingi. „Málið er nátturulega bara það að þetta er samfélagsverkefni, sem mun hafa staðið yfir í 10 ár fyrir norðan og það er bara þannig að þarna leggja allir hönd á plóg. Ef að ég get með einhverjum hætti gert að verkum að það gangi vel er það bæði sjálfsagt og eðlilegt, þetta snýst um samfélagið og áætlanir þess að byggja upp iðnað á þessu svæði,“ segir Bergur Elías við RÚV. Hann muni sinna ýmsum verkfefnum á meðan kísilverið sé í byggingu.John Perkins.Skjáskot úr DraumalandinuRifja upp fleyg orð úr Draumalandinu Illugi Jökulsson spyr á Facebook hvort Bergur Elías muni ekki skammast sín þegar hann haldi heim á leið í kvöld í ljósi nýja starfsins. Fjölmiðlamaðurinn setur greinilega stórt spurningamerki við ráðninguna. Þá rifjar fólk upp orð John Perkins, sem oft er kenndur við bók sína Confessions of an Economic Hit Man, í kvikmyndinni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnússon og Þorfinn Guðnason. Í myndinni lýsir Perkins því hvernig stórfyrirtæki, sem vilja komast með stóriðju sína og tilheyrandi verksmiðjur inn í ný samfélög, kaupa opinbera starfsmenn - veiði fólk í net. Hann var sjálfur í því hlutverki og er fjallað um það í fyrrnefndri bók. „Ein besta aðferðin er að finna opinberan starfsmann, bæjarstjóra eða eitthvað svoleiðis, sem hjálpar þér. Þú lætur hann vita að þegar hans tíð í embættinu ljúki munir þú ráða hann og greiða honum mjög há laun með miklum fríðindum,“ segir Perkins.Þegar þessi maður fer heim til sín í kvöld, skyldi hann ekki skammast sín neitt?Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, August 25, 2015 Ekki til mikils ætlast „Það er ekki til mikils ætlast af þeim. Líklega verða þeir hvattir til að ræða við önnur sveitarfélög og sannfæra þá um ágæti næstu verkefna.“ Í Draumalandinu er ráðning Guðmundar heitins Bjarnasonar, fyrrum bæjarstjóra í Fjarðabyggð, tekin sem dæmi um slíka ráðningu í tengslum við umfjöllun Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði. Að loknu starfi sem bæjarstjóri var Guðmundur ráðinn verkefnastjóri hjá Alcoa. Bútinn úr myndinni má sjá hér að neðan í klippingu Láru Hönnu Einarsdóttur. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC Fyrrum bæjarstjóri Norðurþings hefur verið ráðinn til PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka. 25. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Ráðning Bergs Elíasar Ágústssonar, fyrrverandi sveitarstjóra Norðurþings, til þýska fyrirtækisins PCC sætir töluverðri gagnrýni. Bergur var ötull stuðningsmaður kísilversins (eins og dæmin sýna hér, hér, hér og hér) og undirritaði meðal annars sameiginlega viljayfirlýsingu PCC og Norðurþings árið 2011 um byggingu kísilsversins. Rúmt ár er síðan Bergur Elías hætti störfum sem sveitarstjóri en hann fór að vinna hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) um síðustu áramót. Aðspurður um ráðningu sína til PCC segir Bergur í samtali við RÚV að ekkert samkomulag hafi legið fyrir á milli hans og PCC um að hann myndi vinna fyrir þýska fyrirtækið þegar hann hætti störfum hjá Norðurþingi. „Málið er nátturulega bara það að þetta er samfélagsverkefni, sem mun hafa staðið yfir í 10 ár fyrir norðan og það er bara þannig að þarna leggja allir hönd á plóg. Ef að ég get með einhverjum hætti gert að verkum að það gangi vel er það bæði sjálfsagt og eðlilegt, þetta snýst um samfélagið og áætlanir þess að byggja upp iðnað á þessu svæði,“ segir Bergur Elías við RÚV. Hann muni sinna ýmsum verkfefnum á meðan kísilverið sé í byggingu.John Perkins.Skjáskot úr DraumalandinuRifja upp fleyg orð úr Draumalandinu Illugi Jökulsson spyr á Facebook hvort Bergur Elías muni ekki skammast sín þegar hann haldi heim á leið í kvöld í ljósi nýja starfsins. Fjölmiðlamaðurinn setur greinilega stórt spurningamerki við ráðninguna. Þá rifjar fólk upp orð John Perkins, sem oft er kenndur við bók sína Confessions of an Economic Hit Man, í kvikmyndinni Draumalandið eftir Andra Snæ Magnússon og Þorfinn Guðnason. Í myndinni lýsir Perkins því hvernig stórfyrirtæki, sem vilja komast með stóriðju sína og tilheyrandi verksmiðjur inn í ný samfélög, kaupa opinbera starfsmenn - veiði fólk í net. Hann var sjálfur í því hlutverki og er fjallað um það í fyrrnefndri bók. „Ein besta aðferðin er að finna opinberan starfsmann, bæjarstjóra eða eitthvað svoleiðis, sem hjálpar þér. Þú lætur hann vita að þegar hans tíð í embættinu ljúki munir þú ráða hann og greiða honum mjög há laun með miklum fríðindum,“ segir Perkins.Þegar þessi maður fer heim til sín í kvöld, skyldi hann ekki skammast sín neitt?Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, August 25, 2015 Ekki til mikils ætlast „Það er ekki til mikils ætlast af þeim. Líklega verða þeir hvattir til að ræða við önnur sveitarfélög og sannfæra þá um ágæti næstu verkefna.“ Í Draumalandinu er ráðning Guðmundar heitins Bjarnasonar, fyrrum bæjarstjóra í Fjarðabyggð, tekin sem dæmi um slíka ráðningu í tengslum við umfjöllun Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði. Að loknu starfi sem bæjarstjóri var Guðmundur ráðinn verkefnastjóri hjá Alcoa. Bútinn úr myndinni má sjá hér að neðan í klippingu Láru Hönnu Einarsdóttur.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC Fyrrum bæjarstjóri Norðurþings hefur verið ráðinn til PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka. 25. ágúst 2015 14:00 Mest lesið Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Bergur Elías til liðs við þýska fyrirtækið PCC Fyrrum bæjarstjóri Norðurþings hefur verið ráðinn til PCC sem stendur að uppbyggingu kísilverksmiðjunnar á Bakka. 25. ágúst 2015 14:00