Innlent

Ráðstöfun óskilamuna breytt

Uppboð lögreglu Fyrir nokkrum árum fundust hundrað þúsund krónur í tösku í Öskjuhlíð. Peningarnir runnu til lögreglunnar, en taskan var þó ekki boðin upp.
fréttablaðið/stefán
Uppboð lögreglu Fyrir nokkrum árum fundust hundrað þúsund krónur í tösku í Öskjuhlíð. Peningarnir runnu til lögreglunnar, en taskan var þó ekki boðin upp. fréttablaðið/stefán

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, segist ætla að beita sér fyrir því að ráðstöfun peninga, sem fást fyrir óskilamuni í vörslu lögreglu, verði gagnsærri en hún er, og hún sett í lög.

„Mér sýnist full þörf á að endurskoða þessar reglur og setja hreinlega í lög. Um er að ræða ráðstöfun á fjármunum sem á að vera gagnsæ og ég mun beita mér fyrir því að það verði gert,“ segir Ragna.

Lögreglan hefur aflað fjár með uppboði á óskilamunum í gegnum tíðina. Réttarheimild fyrir geymslu og sölu þeirra er að finna í kansellí­bréfi frá árinu 1767. Samkvæmt því skulu óskilamunir geymdir í eitt ár og einn dag. Kansellíbréf komu á sínum tíma frá skrifstofu í Danmörku, sem annaðist dagleg stjórnunarstörf.

Lögreglan hefur nýtt peningana í félagsstarf sitt, svo sem starfsemi Lögreglukórsins. Heimild fyrir ráðstöfun fjárins er úr öðru kansellíbréfi, frá árinu 1811, sem var nánar útfærð 1938 og síðast breytt árið 2001.

Ráðherra telur þó ekki að núverandi fyrirkomulag letji lögregluna til að koma eigunum aftur til réttra eigenda: „Ég held að vandamálið snúi frekar að því að erfitt sé að finna eigendur að þeim munum sem finnast, beri þeir sig ekki sjálfir upp við lögreglu um týnda muni.“- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×