Ráðuneyti lista og menningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Í aðdraganda þingkosninga hefur Bandalag íslenskra listamanna boðið frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til samtals um málefni lista og menningar, með það að markmiði að byggja brýr milli sjónarmiða þeirra sem eiga stærstan þátt í eflingu skapandi atvinnugreina og þeirra sem bjóða sig fram til að stýra sameiginlegum málefnum þjóðarinnar næstu fjögur árin. Ég leyfi mér að fullyrða að samtalið hafi verið gagnlegt og gefandi fyrir báða aðila. Flókið starfsumhverfi Þær áherslur sem BÍL talar fyrir hafa mótast af reynslu listamanna og hönnuða af starfsumhverfinu sem bíður þeirra að loknu þriggja til fimm ára háskólanámi, ef frá eru taldir þeir sem afla sér doktorsgráðu, en þeim fer fjölgandi. Það umhverfi er nokkuð flókið fyrir margra hluta sakir. Skapandi störf eru í eðli sínu frábrugðin störfum sem hægt er að mæla í viðveru starfsmanns á tilteknum vinnustað, eða í magni framleiðslu sem skilað er að loknum starfsdegi. Oft starfa listamenn og hönnuðir sem launþegar, t.d. hjá samfélagslega reknum menningarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Oft eru þeir sjálfstætt starfandi, einir sér eða sem hluti af hóp, t.d. leikhóp eða hljómsveit. Stundum reka þeir starfsemi undir eigin fyrirtæki og hafa þá fleiri starfsmenn á launum við sín listrænu störf. Raunar er ekki óalgengt að listamenn séu allt í senn; launþegar, atvinnurekendur, verktakar og einyrkjar. Það er af ásetningi sem hér eru ekki nefndir „sjálfboðaliðar“ en það er efni í aðra grein hvernig oft er ætlast til þess að listamenn leggi fram krafta sína án þess að greiðslur komi fyrir. Tvístruð stjórnsýsla Eins og aðrar atvinnugreinar þurfa listirnar stjórnsýslulegt umhverfi til að styðja sig við, enda um að ræða þann geira atvinnulífsins sem vex hvað hraðast í samfélagi á borð við okkar. Stjórnsýsla lista og skapandi greina hefur því miður ekki fylgt eðlilegri þróun í átt til nútímalegri stjórnarhátta. Til marks um það eru stjórnvaldsákvarðanir síðustu ára sem hafa tvístrað málaflokknum á fimm ráðuneyti. Flestar menningarstofnanir, launasjóðir listamanna og flestir verkefnatengdir sjóðir heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, skapandi atvinnugreinar heyra undir iðnaðar- viðskiptaráðuneyti, kynning á listum og menningu erlendis heyrir undir utanríkisráðuneyti, menningararfurinn heyrir undir forsætisráðuneyti og menningarsamningar við landshlutasamtök sveitarfélaga heyra undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn Hugmyndin sem BÍL leggur mesta áherslu á nú er að stofnað verði sjálfstætt menningarmálaráðuneyti og málaflokknum verði safnað saman undir forystu ráðherra, sem sé frjáls undan málamiðlunum við annan krefjandi málaflokk. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum eru listir og menning oftar en ekki í sjálfstæðu ráðuneyti, oft í sambýli við lýðræðismál, mannréttindamál, æskulýðsmál og málefni trúfélaga. Það er samdóma álit fagfélaga listamanna að sjálfstæður menningarmálaráðherra hafi meira svigrúm til að berjast fyrir auknu vægi lista og menningar, í nánu samstarfi við ráðherra atvinnumála, sem eðli málsins samkvæmt fer með tiltekin málefni skapandi greina. Við teljum að sjálfstætt menningarmálaráðuneyti gæti jafnvel blásið lífi í staðnaða stjórnsýslu og lagt lið þverfaglegri nálgun í málefnum stjórnarráðsins almennt. Við teljum að sjálfstæður talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn verði bandamaður í baráttunni fyrir eflingu menningarstofnana og akademíu lista og hönnunar, fyrir þróun sjóðakerfis listanna og fyrir auknum skilningi á rannsóknarstarfi og nýsköpun innan geirans. Auk þess sem ráðherra lista og menningar myndi hafa svigrúm til að gera átak í skráningu menningartölfræði, útfærslu aðgerðaáætlunar á grundvelli menningarstefnu Alþingis, þróun miðstöðva lista og hönnunar auk stórátaks í fjölgun starfa í skapandi atvinnugreinum um land allt. Þessar hugmyndir eru nú ræddar af fullri alvöru innan stjórnmálaflokkanna og BÍL treystir því að niðurstaðan verði listum og skapandi atvinnugreinum í hag. PS. Rétt er að taka það fram að hugmyndin kallar ekki á fjölgun ráðherra þar sem um þessar mundir starfa tveir ráðherrar í atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður var stýrt af einum ráðherra atvinnumála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þingkosninga hefur Bandalag íslenskra listamanna boðið frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til samtals um málefni lista og menningar, með það að markmiði að byggja brýr milli sjónarmiða þeirra sem eiga stærstan þátt í eflingu skapandi atvinnugreina og þeirra sem bjóða sig fram til að stýra sameiginlegum málefnum þjóðarinnar næstu fjögur árin. Ég leyfi mér að fullyrða að samtalið hafi verið gagnlegt og gefandi fyrir báða aðila. Flókið starfsumhverfi Þær áherslur sem BÍL talar fyrir hafa mótast af reynslu listamanna og hönnuða af starfsumhverfinu sem bíður þeirra að loknu þriggja til fimm ára háskólanámi, ef frá eru taldir þeir sem afla sér doktorsgráðu, en þeim fer fjölgandi. Það umhverfi er nokkuð flókið fyrir margra hluta sakir. Skapandi störf eru í eðli sínu frábrugðin störfum sem hægt er að mæla í viðveru starfsmanns á tilteknum vinnustað, eða í magni framleiðslu sem skilað er að loknum starfsdegi. Oft starfa listamenn og hönnuðir sem launþegar, t.d. hjá samfélagslega reknum menningarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Oft eru þeir sjálfstætt starfandi, einir sér eða sem hluti af hóp, t.d. leikhóp eða hljómsveit. Stundum reka þeir starfsemi undir eigin fyrirtæki og hafa þá fleiri starfsmenn á launum við sín listrænu störf. Raunar er ekki óalgengt að listamenn séu allt í senn; launþegar, atvinnurekendur, verktakar og einyrkjar. Það er af ásetningi sem hér eru ekki nefndir „sjálfboðaliðar“ en það er efni í aðra grein hvernig oft er ætlast til þess að listamenn leggi fram krafta sína án þess að greiðslur komi fyrir. Tvístruð stjórnsýsla Eins og aðrar atvinnugreinar þurfa listirnar stjórnsýslulegt umhverfi til að styðja sig við, enda um að ræða þann geira atvinnulífsins sem vex hvað hraðast í samfélagi á borð við okkar. Stjórnsýsla lista og skapandi greina hefur því miður ekki fylgt eðlilegri þróun í átt til nútímalegri stjórnarhátta. Til marks um það eru stjórnvaldsákvarðanir síðustu ára sem hafa tvístrað málaflokknum á fimm ráðuneyti. Flestar menningarstofnanir, launasjóðir listamanna og flestir verkefnatengdir sjóðir heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, skapandi atvinnugreinar heyra undir iðnaðar- viðskiptaráðuneyti, kynning á listum og menningu erlendis heyrir undir utanríkisráðuneyti, menningararfurinn heyrir undir forsætisráðuneyti og menningarsamningar við landshlutasamtök sveitarfélaga heyra undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn Hugmyndin sem BÍL leggur mesta áherslu á nú er að stofnað verði sjálfstætt menningarmálaráðuneyti og málaflokknum verði safnað saman undir forystu ráðherra, sem sé frjáls undan málamiðlunum við annan krefjandi málaflokk. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum eru listir og menning oftar en ekki í sjálfstæðu ráðuneyti, oft í sambýli við lýðræðismál, mannréttindamál, æskulýðsmál og málefni trúfélaga. Það er samdóma álit fagfélaga listamanna að sjálfstæður menningarmálaráðherra hafi meira svigrúm til að berjast fyrir auknu vægi lista og menningar, í nánu samstarfi við ráðherra atvinnumála, sem eðli málsins samkvæmt fer með tiltekin málefni skapandi greina. Við teljum að sjálfstætt menningarmálaráðuneyti gæti jafnvel blásið lífi í staðnaða stjórnsýslu og lagt lið þverfaglegri nálgun í málefnum stjórnarráðsins almennt. Við teljum að sjálfstæður talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn verði bandamaður í baráttunni fyrir eflingu menningarstofnana og akademíu lista og hönnunar, fyrir þróun sjóðakerfis listanna og fyrir auknum skilningi á rannsóknarstarfi og nýsköpun innan geirans. Auk þess sem ráðherra lista og menningar myndi hafa svigrúm til að gera átak í skráningu menningartölfræði, útfærslu aðgerðaáætlunar á grundvelli menningarstefnu Alþingis, þróun miðstöðva lista og hönnunar auk stórátaks í fjölgun starfa í skapandi atvinnugreinum um land allt. Þessar hugmyndir eru nú ræddar af fullri alvöru innan stjórnmálaflokkanna og BÍL treystir því að niðurstaðan verði listum og skapandi atvinnugreinum í hag. PS. Rétt er að taka það fram að hugmyndin kallar ekki á fjölgun ráðherra þar sem um þessar mundir starfa tveir ráðherrar í atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður var stýrt af einum ráðherra atvinnumála.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun