Innlent

Ráðuneytum fækkar í byrjun september

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnarráð Íslands, eins og það lítur út í dag.
Stjórnarráð Íslands, eins og það lítur út í dag.
Ráðuneytum verður fækkað formlega í átta þann 4. september næstkomandi. Þá verða nokkur ráðuneyti sameinuð í ný ráðuneyti.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fól þremur ráðherrum í gær að hefja stofnun nýju ráðuneytanna. Samkvæmt nýjum forsetaúrskurði er Steingrími J. Sigfússyni er fer með ráðherrastörf í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti, falið að undirbúa stofnun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Oddnýju G. Harðardóttur fjármálaráðherra er falið að undirbúa stofnun fjármála- og efnahagsráðuneytis og Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra er falið að undirbúa stofnun umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Samkvæmt upplýsingum Vísis felur þessi forsetaúrskurður í sér að nú geta ráðherrarnir farið að undirbúa ýmis hagnýt atriði sem varða nýju ráðuneytin. Svo sem að undirbúa starfsmannaskiptingu, ráðningu ráðuneytisstjóra og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×