Ræddi ofbeldið við embættismenn páfa Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. desember 2013 07:30 Martin Eyjólfsson, nýskipaður sendiherra Íslands í Páfagarði, afhendir Frans fyrsta trúnaðarbréf sitt í gær. "Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
"Þetta var mjög hátíðleg stund í mínu lífi. Það geislaði mikilli hlýju af Frans fyrsta páfa. Hann er greinilega hlýr maður, léttur í lund og skemmtilegur," segir Martin Eyjólfsson, fastafulltrúi Íslands í Genf og nýskipaður sendiherra Íslands í Vatíkaninu. Hann er fyrsti íslenski kaþólikkinn sem er skipaður sendiherra í Páfagarði. Martin afhenti páfa trúnaðarbréf sitt í gær ásamt sautján öðrum nýskipuðum sendiherrum. "Um leið og ég afhenti páfa trúnaðarbréfið sagði ég nokkur orð við hann. Ég bar honum kveðju forseta Íslands og íslensku þjóðarinnar og sagði honum að þetta væri mikill heiður fyrir mig. Jafnframt sagði ég páfa að ég myndi biðja fyrir honum. Hann brosti út að eyrum enda leggur páfi mikið upp úr bæninni og mætti hennar," segir Martin. Þegar hinir nýskipuðu sendiherrar höfðu afhent trúnaðarbréf sín hélt Frans fyrsti stutta ræðu þar sem hann hvatti heimaríki sendiherranna til að berjast gegn mansali með öllum tiltækum ráðum, það væri svartur blettur í samfélagi þjóðanna. "Þegar páfi hafði lokið máli sínu gafst mér tækifæri til að skiptast á nokkrum orðum við hann. Ég færði honum Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að gjöf og sagði honum frá verkefninu, sem hann blessaði," segir Martin. Martin hefur þegar átt fundi með háttsettum embættismönnum Páfagarðs. Þar lýsti hann yfir ánægju með að Frans páfi hefði fært boðskap kirkjunnar í átt að grunngildum hennar og lagt áherslu á þau málefni sem sameina mannkyn. Á fundunum ræddi Martin meðal annars hörmulegt kynferðisofbeldi sem nemendur í Landakotsskóla sættu á síðari hluta síðustu aldar. "Ég lýsti yfir mikill hryggð yfir því hvernig kaþólska kirkjan á Íslandi virðist ætla að taka á þeim málum og var meðal annars að vísa til nýlegrar umfjöllunar um sanngirnisbætur til þolenda," segir Martin og hvetur kaþólsku kirkjuna til að finna viðunandi lausn á þessum málum. Langalangafi Martins, Gunnar Einarsson, var annar tveggja tólf ára íslenskra drengja sem fóru utan árið 1870 til náms hjá jesúítum í Kaupmannahöfn. Hinn var Jón Sveinsson, Nonni, sem hélt áfram til Frakklands. Gunnar tók kaþólska trú í Kaupmannahöfn en sneri að því loknu heim aftur. Fjölskylda Gunnars varð síðan kjarninn í starfi kaþólska safnaðarins á Íslandi fyrstu áratugina. Jóhannes Gunnarsson, sonur Gunnars, var fyrsti íslenski biskupinn í Landakoti, en hann var langömmubróðir Martins
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira