Erlent

Ræninginn sem kunni að skammast sín - flýði eftir að börn buðu sparifé

Myndin er að sjálfsögðu úr safni.
Myndin er að sjálfsögðu úr safni.
Ræningi vopnaður skammbyssu dinglaði á bjöllu á heimili í þýska bænum Schwanewede nærri Bremen á mánudaginn. Barnapía á heimilinu kom til dyra og ræninginn þröngvaði sér inn og ógnaði stúlkunni með skammbyssu.

Samkvæmt þýska miðlinum The local voru tvö börn, yngri en sjö ára, á efri hæðinni. Þau komu niður með allt spariféð sitt og buðu þjófinum í staðinn fyrir að hann sleppti barnapíunni.

Svo virðist sem ræninginn hafi kunnað að skammast sín því hann yfirgaf heimilið án þess að taka spariféð af börnunum né meiða nokkurn. Lögreglan leitar ræningjans sem var líklega tæplega tvítugur að aldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×