Ragnhildur Steinunn frumsýnir á Gay Pride 19. júní 2012 21:00 Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir. Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgjumst með öllum þeim sálarflækjum sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taka við," segir Ragnhildur , en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í rauninni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn." Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragnhildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára," segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps," greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarpinu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Transhópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá transhópnum. Í síðustu viku voru samþykkt lög sem eiga að tryggja þessum einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigðum. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira