Rannsaka morðhótun í garð Salmanns Tamimi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. janúar 2016 07:00 Salmann Tamimi gleðst yfir því að loks standi til að rannsaka alvarlegar morðhótanir í hans garð einu og hálfu ári eftir að þær bárust, eftir ítrekun frá ríkissaksóknara. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann. Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
„Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann.
Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira