Rannsaka vinnubrögð siðanefndar HÍ í máli Vantrúar 13. maí 2011 05:15 Háskóli Íslands Talsverðrar ólgu hefur gætt í skólanum vegna málsins, ekki síst undanfarnar vikur og mánuði.fréttablaðið/stefán Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira