Rannsóknarlögreglan enn við störf í íbúð hins grunaða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2015 07:00 Rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. vísir/valli Nágrannar nígeríska karlmannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlismanni í fjölbýlishúsi í eigu Reykjavíkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smitaður af HIV-veirunni. Hann segist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkniefna. Haraldur BriemUpp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalæknis. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnalæknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að tilkynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. Malsor Tafa Nágranni„Við hjónin kvörtuðum nokkrum sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og alltaf mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælisleitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Nágrannar nígeríska karlmannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlismanni í fjölbýlishúsi í eigu Reykjavíkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smitaður af HIV-veirunni. Hann segist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkniefna. Haraldur BriemUpp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalæknis. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnalæknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að tilkynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvarlegum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. Malsor Tafa Nágranni„Við hjónin kvörtuðum nokkrum sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og alltaf mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælisleitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lögmaður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira