Rannsóknir – undirstaða framþróunar Vísindamenn skrifar 26. september 2013 06:00 Grunnrannsóknir á sviði tækni og vísinda gegna mikilvægu hlutverki í nútíma samfélagi og mynda þá kjölfestu sem þekkingarleit og nýsköpun eru byggðar á. Sá sjóður sem er einna mikilvægastur fyrir fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi er Rannsóknasjóður Rannís, sem fjármagnar stóran hluta allra rannsóknaverkefna hér á landi. Nú eru hins vegar blikur á lofti um fjármögnun sjóðsins og tvísýnt að hægt verði að fjármagna ný verkefni á næstu árum. Ef dregið verður úr stuðningi við grunnrannsóknir og því klippt á þekkingarsköpun í landinu niður við rót er nær öruggt að hagnýtar rannsóknir munu einnig bera mikinn skaða af. Fjárfestingar í grunnrannsóknum skila beinum arði til samfélagsins í réttu hlutfalli við þær fjárhæðir sem eru veittar þótt arðurinn skili sér hægt. Þess vegna hafa flestar vestrænar þjóðir lagt mikið upp úr því að efla grunnrannsóknir, þar sem opinberir aðilar gegna lykilhlutverki í að tryggja styrkveitingar til rannsókna og efla samkeppnisumhverfi í kringum þær. Tilgangurinn er oft háleitur, þar sem stórþjóðir hafa það að markmiði að takast á við helstu áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir. Ísland er vissulega í hópi þjóða sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar til þess að bæta lífskjör og stuðla að framförum í heiminum. Það þarf ekki nema að hugsa til þeirra sprotafyrirtækja sem hér hafa sprottið upp og náð miklum árangri á alþjóðavísu.Styðjast við nema Rannsóknir kosta fé en í hvað fer það fé? Í raun styðjast flest allar rannsóknir á háskólastigi að miklu leyti við nema í framhaldsnámi til þess að framkvæma þær. Styrkjafé fer því að mestu leyti í það að styrkja nemendur og búa þeim umhverfi til skapandi náms. Þannig hljóta vísindamenn mikilvæga þjálfun í upphafi ferils síns, þar sem þeir læra vinnubrögð, aðferðafræði og vísindalega hugsun, á meðan tryggt er að þekkingin sem skapast berist til næstu kynslóðar vísindamanna. Þannig eflist og vex þekkingin með hverri kynslóð og nemar koma vel undirbúnir úr framhaldsnámi og taka þátt í tækni- og þekkingariðnaðinum sem fer hratt vaxandi í landinu og stuðla þannig beint að auknum hagvexti. Einnig eru ungir vísindamenn, nýdoktorar og hópstjórar sem eru að hefja sjálfstæðan vísindaferil algerlega háðir styrkfé úr samkeppnissjóðum. Að spara fé til rannsókna er því sambærilegt því að éta útsæðið. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar. Algengur misskilningur er að íslenskir vísindamenn geti hreinlega bætt upp skort á rannsóknastyrkjum á Íslandi með styrkjasókn í erlenda sjóði. Sannleikurinn er sá að þegar sótt er um erlent styrkfé er lykilatriði að fyrir séu góðir innviðir og styrkir sem hafa verið veittir í heimalandinu. Þannig veita erlendir sjóðir ekki fé til rannsókna nema sýnt þyki að til staðar sé sá mannauður, tækjakostur og hugvit sem þarf til þess að fjárfesting í rannsóknum beri árangur. Þess vegna er fjárfesting í grunnstoðum íslensks vísindasamfélags forsenda þess að erlendir styrkir fáist til landsins.Skiptir sköpum Nýliðun á þeim mannauði sem verður til við grunnrannsóknir skiptir sköpum þegar viðhalda skal þekkingar- og nýsköpun. Flestir vísindamenn hljóta hluta þjálfunar sinnar í öðrum löndum og margir þeirra snúa til baka með mikla reynslu og þjálfun sem er undirstaða þess að rannsóknaumhverfið á landinu haldi í við strauma og stefnur erlendis. Þess vegna er lykilatriði að skapa skilyrði á Íslandi fyrir ungt vísindafólk að snúa aftur til landsins eftir þjálfun á doktors- og nýdoktorsstigi til þess að við fáum stöðugt blásið nýju lífi í það frjóa umhverfi sem grunnrannsóknir þrífast í. Þannig hámörkum við afköst þess mannauðs sem við höfum yfir að búa. Fyrstu árin eftir að vísindamaður lýkur grunnþjálfun er sá tími sem er einna viðkvæmastur á ferlinum og sker oft úr um það hvort einstaklingur hljóti tækifæri til þess að halda áfram rannsóknum. Falli nýjar styrkveitingar til grunnrannsókna niður, þrátt fyrir að staðið sé við eldri skuldbindingar, mun það hafa hrapalleg áhrif fyrir þá vísindamenn sem eru í þann mund að ljúka við grunnþjálfun og stefna að því að snúa aftur til landsins. Líklegt er einnig að við missum marga hæfileikaríka vísindamenn endanlega úr landi og þeir ungu vísindamenn sem fyrir eru muni snúa sér að öðrum störfum og áralöng fjárfesting í þjálfun þeirra muni fara í súginn. Andri Steinþór Björnsson (Sálfræðideild, HÍ) Arnar Pálsson (Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ) Ármann Gylfason (Tækni- og verkfræðideild, HR) Erna Magnúsdóttir (Læknadeild, HÍ) Eyjólfur Ingi Ásgeirsson (Tækni- og verkfræðideild, HR) Guðrún Valdimarsdóttir (Læknadeild, HÍ) Henning Úlfarsson (Tölvunarfræðideild, HR) Hlynur Stefánsson (Tækni- og verkfræðideild, HR) Hega Zoega (Læknadeild, HÍ) Jón Guðnason (Tækni- og verkfræðideild, HR) Jón Þór Bergþórsson (Læknadeild, HR) Leifur Þór Leifsson (Tækni- og verkfræðideild, HR) Magnús Örn Úlfarsson (Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, HÍ) Margrét Helga Ögmundsdóttir (Læknadeild, HÍ) Páll Melsted (Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, HÍ) Pétur Henry Petersen (Læknadeild, HÍ) Sigríður Rut Franzdóttir (Læknadeild, HÍ) Sigurður Yngvi Kristinsson (Læknadeild, HÍ) Stefán Sigurðsson (Læknadeild, HÍ) Valerie Meyer (Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ) Ýmir Vigfússon (Tölvunarfræðideild, HR) Zophonías O. Jónsson (Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ) Þorvarður Jón Löve (Læknadeild, HÍ) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Grunnrannsóknir á sviði tækni og vísinda gegna mikilvægu hlutverki í nútíma samfélagi og mynda þá kjölfestu sem þekkingarleit og nýsköpun eru byggðar á. Sá sjóður sem er einna mikilvægastur fyrir fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi er Rannsóknasjóður Rannís, sem fjármagnar stóran hluta allra rannsóknaverkefna hér á landi. Nú eru hins vegar blikur á lofti um fjármögnun sjóðsins og tvísýnt að hægt verði að fjármagna ný verkefni á næstu árum. Ef dregið verður úr stuðningi við grunnrannsóknir og því klippt á þekkingarsköpun í landinu niður við rót er nær öruggt að hagnýtar rannsóknir munu einnig bera mikinn skaða af. Fjárfestingar í grunnrannsóknum skila beinum arði til samfélagsins í réttu hlutfalli við þær fjárhæðir sem eru veittar þótt arðurinn skili sér hægt. Þess vegna hafa flestar vestrænar þjóðir lagt mikið upp úr því að efla grunnrannsóknir, þar sem opinberir aðilar gegna lykilhlutverki í að tryggja styrkveitingar til rannsókna og efla samkeppnisumhverfi í kringum þær. Tilgangurinn er oft háleitur, þar sem stórþjóðir hafa það að markmiði að takast á við helstu áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir. Ísland er vissulega í hópi þjóða sem lagt hafa lóð á vogarskálarnar til þess að bæta lífskjör og stuðla að framförum í heiminum. Það þarf ekki nema að hugsa til þeirra sprotafyrirtækja sem hér hafa sprottið upp og náð miklum árangri á alþjóðavísu.Styðjast við nema Rannsóknir kosta fé en í hvað fer það fé? Í raun styðjast flest allar rannsóknir á háskólastigi að miklu leyti við nema í framhaldsnámi til þess að framkvæma þær. Styrkjafé fer því að mestu leyti í það að styrkja nemendur og búa þeim umhverfi til skapandi náms. Þannig hljóta vísindamenn mikilvæga þjálfun í upphafi ferils síns, þar sem þeir læra vinnubrögð, aðferðafræði og vísindalega hugsun, á meðan tryggt er að þekkingin sem skapast berist til næstu kynslóðar vísindamanna. Þannig eflist og vex þekkingin með hverri kynslóð og nemar koma vel undirbúnir úr framhaldsnámi og taka þátt í tækni- og þekkingariðnaðinum sem fer hratt vaxandi í landinu og stuðla þannig beint að auknum hagvexti. Einnig eru ungir vísindamenn, nýdoktorar og hópstjórar sem eru að hefja sjálfstæðan vísindaferil algerlega háðir styrkfé úr samkeppnissjóðum. Að spara fé til rannsókna er því sambærilegt því að éta útsæðið. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar. Algengur misskilningur er að íslenskir vísindamenn geti hreinlega bætt upp skort á rannsóknastyrkjum á Íslandi með styrkjasókn í erlenda sjóði. Sannleikurinn er sá að þegar sótt er um erlent styrkfé er lykilatriði að fyrir séu góðir innviðir og styrkir sem hafa verið veittir í heimalandinu. Þannig veita erlendir sjóðir ekki fé til rannsókna nema sýnt þyki að til staðar sé sá mannauður, tækjakostur og hugvit sem þarf til þess að fjárfesting í rannsóknum beri árangur. Þess vegna er fjárfesting í grunnstoðum íslensks vísindasamfélags forsenda þess að erlendir styrkir fáist til landsins.Skiptir sköpum Nýliðun á þeim mannauði sem verður til við grunnrannsóknir skiptir sköpum þegar viðhalda skal þekkingar- og nýsköpun. Flestir vísindamenn hljóta hluta þjálfunar sinnar í öðrum löndum og margir þeirra snúa til baka með mikla reynslu og þjálfun sem er undirstaða þess að rannsóknaumhverfið á landinu haldi í við strauma og stefnur erlendis. Þess vegna er lykilatriði að skapa skilyrði á Íslandi fyrir ungt vísindafólk að snúa aftur til landsins eftir þjálfun á doktors- og nýdoktorsstigi til þess að við fáum stöðugt blásið nýju lífi í það frjóa umhverfi sem grunnrannsóknir þrífast í. Þannig hámörkum við afköst þess mannauðs sem við höfum yfir að búa. Fyrstu árin eftir að vísindamaður lýkur grunnþjálfun er sá tími sem er einna viðkvæmastur á ferlinum og sker oft úr um það hvort einstaklingur hljóti tækifæri til þess að halda áfram rannsóknum. Falli nýjar styrkveitingar til grunnrannsókna niður, þrátt fyrir að staðið sé við eldri skuldbindingar, mun það hafa hrapalleg áhrif fyrir þá vísindamenn sem eru í þann mund að ljúka við grunnþjálfun og stefna að því að snúa aftur til landsins. Líklegt er einnig að við missum marga hæfileikaríka vísindamenn endanlega úr landi og þeir ungu vísindamenn sem fyrir eru muni snúa sér að öðrum störfum og áralöng fjárfesting í þjálfun þeirra muni fara í súginn. Andri Steinþór Björnsson (Sálfræðideild, HÍ) Arnar Pálsson (Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ) Ármann Gylfason (Tækni- og verkfræðideild, HR) Erna Magnúsdóttir (Læknadeild, HÍ) Eyjólfur Ingi Ásgeirsson (Tækni- og verkfræðideild, HR) Guðrún Valdimarsdóttir (Læknadeild, HÍ) Henning Úlfarsson (Tölvunarfræðideild, HR) Hlynur Stefánsson (Tækni- og verkfræðideild, HR) Hega Zoega (Læknadeild, HÍ) Jón Guðnason (Tækni- og verkfræðideild, HR) Jón Þór Bergþórsson (Læknadeild, HR) Leifur Þór Leifsson (Tækni- og verkfræðideild, HR) Magnús Örn Úlfarsson (Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, HÍ) Margrét Helga Ögmundsdóttir (Læknadeild, HÍ) Páll Melsted (Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, HÍ) Pétur Henry Petersen (Læknadeild, HÍ) Sigríður Rut Franzdóttir (Læknadeild, HÍ) Sigurður Yngvi Kristinsson (Læknadeild, HÍ) Stefán Sigurðsson (Læknadeild, HÍ) Valerie Meyer (Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ) Ýmir Vigfússon (Tölvunarfræðideild, HR) Zophonías O. Jónsson (Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ) Þorvarður Jón Löve (Læknadeild, HÍ)
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun