Innlent

Rasistamálið í Smáralind: "Við látum hann svara fyrir þetta"

Björgvin Björgvinsson, lengst til hægri á myndinni.
Björgvin Björgvinsson, lengst til hægri á myndinni. Mynd/Stöð 2
„Ég held að það sé alveg ljóst að lögreglan kemur ekki til með að sitja auðum höndum yfir þessu. Okkur er skylt að kanna þetta og hefja rannsókn þó svo að það sé ekki komin kæra - þá skiptir það ekki máli hér gæti verið um refsiverða háttsemi að ræða," segir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Íslenskt myndband hefur vakið mikla athygli á Facebook í dag en þar sjást nokkrir íslenskir unglingar, af asísku bergi brotnu, deila við mann í Smáralindinni. Maðurinn sakaði unglingana meðal annars um að hafa komið með svínaflensuna til landsins og kallaði þau Kínverja sem ættu að koma sér út úr verslunarmiðstöðinni.

Björgvin segir að lögreglan muni ræða við manninn. „Við munum gera það, ekki síður af því fólki sem hann hafið þessi niðrandi orð um. Síðan sjáum við hverju framvindur, við köllum hann fyrir og látum hann svara fyrir þetta," segir Björgvin.

Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30 í kvöld.


Tengdar fréttir

"Þið komuð með svínaflensuna“

Íslenskt myndband hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook í dag. Þar sjást nokkrir íslenskir unglingar, með asískt útlit, deila við mann í Smáralindinni. Maðurinn sakaði unglingana um að hafa komið með svínaflensuna til Íslands en þau saka hann um fordóma á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×