Innlent

Rasistamálið í Smáralind: Rannsókn enn í fullum gangi

Hajar Anbari tók atvikið upp á símann sinn en því hefur verið deilt tæplega 5000 sinnum á Facebook.
Hajar Anbari tók atvikið upp á símann sinn en því hefur verið deilt tæplega 5000 sinnum á Facebook. Mynd/Stöð 2
Rannsókn lögreglunnar á kynþáttaníðsmáli í Smáralind í síðustu viku er enn í fullum gangi, að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns. Stefnt er að því að ljúka málinu innan skamms.

Maðurinn sagði meðal annars við krakkana, sem voru í anddyri Smáralindar í Kópavogi, að þau hefðu komið með svínaflensuna til Íslands og kallaði þau Kínverja. Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum, og sagði Hajar Anbari, stúlka sem tók atvikið upp á símann sinn, í viðtali við fréttastofu að margir hafi staðið þétt við bakið á þeim. „Það er enginn munur á okkur og öðrum, við tölum alveg íslensku," sagði hún.

Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Bylgjuna í síðustu viku að maðurinn sem um ræðir verði látinn svara fyrir framkomu sína.


Tengdar fréttir

"Þið komuð með svínaflensuna“

Íslenskt myndband hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook í dag. Þar sjást nokkrir íslenskir unglingar, með asískt útlit, deila við mann í Smáralindinni. Maðurinn sakaði unglingana um að hafa komið með svínaflensuna til Íslands en þau saka hann um fordóma á móti.

Rasistamálið í Smáralind: "Við látum hann svara fyrir þetta"

"Ég held að það sé alveg ljóst að lögreglan kemur ekki til með að sitja auðum höndum yfir þessu. Okkur er skylt að kanna þetta og hefja rannsókn þó svo að það sé ekki komin kæra - þá skiptir það ekki máli hér gæti verið um refsiverða háttsemi að ræða,“ segir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×