Erlent

Rauðklædd lið vinna frekar

Íslenska handboltalandsliðið kannast við áhrif rauða litarins, enda spilar það sífellt oftar í rauðu varabúningunum.Fréttablaðið/Valli
Íslenska handboltalandsliðið kannast við áhrif rauða litarins, enda spilar það sífellt oftar í rauðu varabúningunum.Fréttablaðið/Valli
Að horfa á rauðan lit gefur aukinn kraft og snerpu, en eykur jafnframt áhyggjur og dregur úr einbeitingu, samkvæmt niðurstöðum vísindamanna sem birtar eru í vísindaritinu Emotion.

Þannig eru þeir sem keppa í íþróttum á móti rauðklæddum liðum líklegri til að tapa, því aukinn styrkur og snerpa vega ekki upp á móti neikvæðum áhrifum af rauða litnum.

Ástæðuna rekja vísindamenn til þess að árásargirni valdi því að fólk roðni í framan. Þess vegna tengi fólk ómeðvitað rauðan lit við hættu, og viðbrögðin séu eftir því. - bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×