Raunhæft að ljúka viðræðunum fyrir kosningar Magnús Halldórsson skrifar 25. maí 2012 19:20 Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segist telja að öll spilin í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins muni verða á borðinu fyrir þingkosningar á næsta ári. Það sé vel raunhæft á ljúka viðræðum á því ári sem sé til stefnu. Stækkunarstjóri Evrópusambandsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og fundað með ráðamönnum þjóðarinnar um ýmis álitamál er tengjast umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hann segist sjálfur vonast til þess að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar fyrir þingkosningar í maí á næsta ári, og spilin í helstu álitamálunum liggi þá á borðinu. „Við erum ekki komin með öll spilin á borðið. Það er mikið um getgátur og ranghugmyndir um þessi mál en ég vona að þegar ferlið heldur áfram, og það er ætlun mín að fyrir þingkosningarnar verði öll spilin komin á borðið, þar á meðal erfiðustu kaflarnir og fiskveiðikaflinn er sá sem Íslendingar hafa mestan áhuga á," sagði Füle. Hann sagðist vel hafa gert sér grein fyrir því í stuttri heimsókn að Evrópusambandið væri mikið hitamál hér á landi. Hvort skreytingar á veggjum skrifstofu Evrópusambandsins, í gömlum höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Austurstræti, endurspegla þær að einhverju leyti, skal ósagt látið, en í það minnsta sjá menn ástæðu til þess að hafa þessa skopmynd Halldórs Baldurssonar, teiknara, sem var til marks um stirt ástand innan ríkisstjórnarinnar, m.a vegna Evrópusambandsins, innrammaða upp á vegg. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segist telja að öll spilin í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins muni verða á borðinu fyrir þingkosningar á næsta ári. Það sé vel raunhæft á ljúka viðræðum á því ári sem sé til stefnu. Stækkunarstjóri Evrópusambandsins hefur verið hér á landi undanfarna daga og fundað með ráðamönnum þjóðarinnar um ýmis álitamál er tengjast umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Hann segist sjálfur vonast til þess að aðildarviðræðurnar verði til lykta leiddar fyrir þingkosningar í maí á næsta ári, og spilin í helstu álitamálunum liggi þá á borðinu. „Við erum ekki komin með öll spilin á borðið. Það er mikið um getgátur og ranghugmyndir um þessi mál en ég vona að þegar ferlið heldur áfram, og það er ætlun mín að fyrir þingkosningarnar verði öll spilin komin á borðið, þar á meðal erfiðustu kaflarnir og fiskveiðikaflinn er sá sem Íslendingar hafa mestan áhuga á," sagði Füle. Hann sagðist vel hafa gert sér grein fyrir því í stuttri heimsókn að Evrópusambandið væri mikið hitamál hér á landi. Hvort skreytingar á veggjum skrifstofu Evrópusambandsins, í gömlum höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Austurstræti, endurspegla þær að einhverju leyti, skal ósagt látið, en í það minnsta sjá menn ástæðu til þess að hafa þessa skopmynd Halldórs Baldurssonar, teiknara, sem var til marks um stirt ástand innan ríkisstjórnarinnar, m.a vegna Evrópusambandsins, innrammaða upp á vegg.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira