Viðskipti innlent

Reginn hækkar um ríflega fjögur prósent

Magnús Halldórsson skrifar
Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
Fasteignafélagið Reginn hefur hækkað um 4,05 prósent í dag, og er gengi bréfa félagsins nú 12,38. Gengi bréfa félagsins við skráningu á sumarmánuðum 2012 var 8,2.

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, keypti í utanþingsviðskiptum í gær 47 milljónir hluta í Reginn fyrir rúmar 500 milljónir króna, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun. Kaupunum var flaggað í dag. Sjóðir Stefnis eiga nú samtals ríflega átta prósent hlut í Reginn.

Sjá má ítarupplýsingar um gang mála á íslenska hlutabréfamarkaðnum hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×