Reglustika lögð yfir Reykjavík: „Þetta er kuldaleg kveðja“ 4. febrúar 2011 13:25 Ingibjörg Kristleifsdóttir segir afleiðingar óvissunnar um sameiningarnar jafnast á við að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Starfsfólk á leiksólum sé andlega úrvinda „Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún. Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún.
Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41
Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24