Innlent

Regnið dró úr öskuskýinu

Áhrifanna frá eldgosinu í Eyjafjallajökli gætir enn.
Áhrifanna frá eldgosinu í Eyjafjallajökli gætir enn.
Ryk- og öskumengun í lofti á Suður- og Suðvesturlandi hefur hríðfallið frá því sem verst var í gærkvöldi, eftir að rigna tók á Suðurlandi í gærkvöldi.

Regnsvæðið gekk svo yfir Höfuðborgarsvæðið upp úr miðnætti og hvarf þá svifryksmengunin í borginni, en hún var komin vel yfir heilsuverndarmörk í gærkvöldi. Við þau skilyrði er astmasjúklingum hætt við að finna fyrir óþægindum. Svifrykið átti upptök í nágrenni eldsstöðvanna á Suðurlandi og á miðhálendinu.

Fleiri úrkomubakkar eru væntanlegir í dag, að sögn Veðurstofu og ættu þeir að binda rykið enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×