REI - Hvað, hvenær, hvernig ... og hver 9. október 2007 13:10 Blaðamannafundur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna 8. október 2007. Saga Reykjavik Energy Invest er stutt en afar átakamikil síðustu daga. Miklar deilur spruttu upp innan borgarstjórnar vegna ákvörðunar um sameiningu REI og Geysir Green Energy. Farið hefur verið fram á að borgarstjóri og fulltrúi framsóknarflokks í borgarstjórn víki úr borgarstjórn vegna málsins. Stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur var látinn fjúka og borgarstjóri er sagður ljúga. T Í M A L Í N A 27. mars 2007 - Stjórn Orkuveitunnar samþykkir að stofna hlutafélag um útrásarstarfsemi Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson flytur tillöguna sem er samþykkt af öllum stjórnarmönnum. Stjórn REI skipuð stuttu síðar. Í henni sátu Björn Ársæll Pétursson stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi framsóknarflokksins og Haukur Leósson stjórnarformaður OR. Stjórnarlaun eru 120 þúsund og 240 þúsund fyrir stjórnarformann. 2. júlí 2007 - Stjórn Orkuveitunnar samþykkir samhljóma að kaupa hlut Grindavíkur og Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja. Haukur Leósson býður Birni Ársæli forstjórastól REI. Hann afþakkar ræður sig til Landsbankans í Hong Kong. Ágúst/september 2007 - Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunnar tekur við forstjórastarfi REI í sjö mánuði og fær til þess launalaust leyfi frá forstjórastarfi sínu hjá OR. Stjórnin samþykkir að Hjörleifur B. Kvaran verði forstjóri OR á meðan. Guðmundur þarf að gegna starfi forstjóra REI í tvö ár til að fá að eiga hlut sinn í REI. 3. september 2007 - Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri Glitnis tekur við sem stjórnarformaður Reykjavik Energy invest. Björn Ársæll Pétursson víkur. Launakjör voru rædd með vitund borgarstjóra og Hjörleifur B. Kvaran handhafi hlutabréfa OR í REI samþykkti þau. 25 september 2007 - Rúnar Hreinsson fyrrverandi kosningastjóri Björns Inga er ráðinn verkefnastjóri hjá REI. Formaður starfsmannafélags orkuveitunnar sendir stjórn REI bréf og biður um að starfsmenn fái að kaupa hlut í REI. Þeim voru boðin sömu kjör og öðrum hafði boðist. Stjórn REI ákveður að nokkrir starfsmenn Orkuveitunnar fái að kaupa hluti á sérkjörum. Til hliðsjónar var listi yfir starfsmenn og beiðni þeirra um kaup. 3. október 2007 - Jón Diðrik Jónsson stjórnarmaður í Geysir Green Energy og samherji Bjarna Ármannssonar er ráðinn til REI með samskonar heimild og Bjarni um að kaupa hlut í fyrirtækinu á genginu 1,3. Jón er ráðinn af forstjóra eða stjórnaformanni og er ekki starfsmaður heldur ráðgjafi. Jón mun ekki hafa viljað koma að fyrirtækinu án þess að eiga hlut í því. Verkefni hans er tímabundið til áramóta, en hlutinn má hann ekki selja fyrr en eftir tvö ár. 3. október 2007 - Sameining REI og Geysir Green Energy tilkynnt á blaðamannafundi. Ákveðið að nýjir starfsmenn REI fái að kaupa hluti á 2,77 enda hafi virði fyrirtækisins aukist við sameiininguna. Rúnar Hreinsson, kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar er meðal kaupenda. Rúnar var ráðinn kynningarstjóri og á að "hanna atburði" í kringum gesti og á fundum. Bjarni Ármannsson eykur hlutafé sitt um milljarð. 5. október 2007 - Fulltrúar minnihlutans mótmæla hvernig staðið hefur verið að málum og boð til fundar um sameiningu félaganna er gagnrýnt. 5. október 2007 - Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ganga á fund Geirs H. Haarde formanns flokksins og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns og greina frá óánægju með vinnubrögð borgarstjóra. Mikil ólga hafði verið innan borgarstjórnarflokksins meðal annars yfir því hvernig borgarstjóri stóð að kynningu málsins og ákvarðanatöku. Borgarstjóri beinir tilmælum til Bjarna Ármannssonar að eitt gangi yfir alla í kaupum á hlutum í fyrirtækinu. 7. október 2007 - Stjórn REI tilkynnir að 11 útvaldir starfsmenn REI og Orkuveitunnar fái ekki að kaupa stóra hluti í REI á sérkjörum. Þeir fá að kaupa 300 þúsund krónur að nafnvirði, eins og aðrir starfsmenn REI og OR. Hlutabréfakaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns og Jóns Diðriks Jónssonar ráðgjafa eru frágengin og verða ekki bakfærð 7. október 2007 - Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur lýsir því yfir að eðlilegast sé að Vilhjálmur og Björn Ingi víki úr borgarstjórn vegna vantrausts. 8. október 2007 - Svandís ákveður að kæra boðun eigendafundar í orkuveitunni þar sem REI og GGE voru sameinuð. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður tekur málið að sér. 8. október 2007 - Sáttafundur hjá Sjálfstæðismönnum. Á blaðamannafundi er tilkynnt að hluturinn í REI verði seldur, trúnaðarbrestur hafi orðið milli borgarstjórnarfulltrúa og lykilstarfsmanna OR og að Haukur Leósson verði látinn víkja sem stjórnarformaður OR. Borgarstjóri sagðist ekki hafa vitað af kaupréttarsamningum nokkurra starfsmanna OR og REI. 8. október 2007 - Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar í borgarstjórn undrast ákvörðun um að selja hlut OR í REI nú. Hluturinn gæti orðið tugmilljörðum verðmætari eftir nokkur ár og Reykvíkingar ættu að njóta þess. 8. október 2007 - Björn Ingi Hrafnsson undrast að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af kaupréttarsamningunum og bendir á að Haukur Leóson sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 9. október 2007 - Sáttafundur borgarstjornarflokks Sjálfstæðismanna. Haukur Leósson rekinn og ákveðið selja hlut Orkuveitunnar í REI. 9. október 2007 - Svandís Svavarsdóttir fulltrúi VG í stjórn OR segir borgarstjóra ljúga um að hafa ekki vitað um kaupréttarsamningana. Þeir hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar OR 3. október. 10. október 2007 - Borgarstjórnarfundur. Björn Ingi Hrafnsson og minnihluti borgarstjórnar sammála um að selja ekki hlut OR í REI. Sjálfstæðismenn vildu selja strax. 11. október 2007 - Umboðsmaður Alþingis fer fram á ýmsar upplýsingar um tilurð REI og sameiningu þess og OR. Upplýsingarnar snúast um meðferð valds sveitarstjórna sem eignaraðila að Orkuveitunni. 11. október 2007 - Borgarstjórnarmeirihluti fundar í Höfða um málefni REI. Björn Ingi Hrafnsson mætir ekki á fundinn. 11. október 2007 - Gísli Marteinn Baldursson segist ekki kannast við að meirihlutinn sé að springa 11. október 2007 - Björn Ingi Hrafnsson lýsir því yfir að meirihlutasamstarfi D og B sé lokið og myndaður hafi verið nýr meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra. Dagur B. Eggertsson er nýr borgarstjóri nýja meirihlutans. 11. október 2007 - Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur blaðamannafund að heimili Vilhjálms fráfarandi borgarstjóra. Björn Ingi harðlega gagnrýndur. 12. október 2007 - Í ljós kemur að OR samþykkti að veita REI forgangsrétt að öllum erlendum verkefnum sem OR kunni að bjóðast á næstu 20 árum. 12. október 2007 - Björn Ingi heldur tilfinningaþrunginn fund með Framsóknarmönnum þar sem hann útskýrir að bakland Vilhjálms hafi brostið og ekkert annað hafi verið í stöðunni. Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna segir Sjálfstæðismenn sjálfa hafa verið búna að koma borgarstjóra sínum fyrir kattarnef og gamli meirihlutinn hafi verið ónýtur. 13. október 2007 - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson neitar að hafa haft upplýsingar um 20 ára samninginn. 13. október 2007 - Í fundargerð stjórnar og eigendafundar í OR frá 3. október, kemur fram að 5 stjórnarmenn samþykktu að Orkuveitan setti hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja inn í REI. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. 13. október 2007 - Forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins vilja láta kanna eignarhlut framsóknarmanna í REI. 13. október 2007 - Talið að eignir REI áttfaldist á næstu tveimur árum og verði á bilinu 180 til 300 milljarðar króna þegar félagið fer á markað árið 2009 ef áætlanir fyrirtækisins standast. 14. október 2007 - Björn Ingi segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst. Hann hafi séð SMS sem sagði „Til í allt - án Villa" 15. október 2007 - Fundað um framtíð Hitaveitu Suðurnesja af helstu eigendum; Reykjanesbæ, GGE, OR og Hafnarfjarðarbæ. Ákveðið að bíða með ákvarðanir þar til komi í ljós hvernig málum REI vindur fram undir stjórn nýs meirihluta. 15. október 2007 - Bjarni Ármannsson, Haukur Leósson og Hjörleifur Kvaran senda frá sér greinargerð. Þar segir að Vilhjálmi hafi verið gerð grein fyrir 20 ára samningnum á fundi á heimili hans og hann haf lýst sig samþykkan samningnum. 15. október 2007 - Vilhjálmur segist ekki hafa séð minnisblað um 20 ára samninginn sem Bjarni og Haukur segjast hafa lagt fram á heimili hans. Bjarni staðhæfir að Vilhjálmi hafi verið afhent minnisblaðið. Hér fyrir neðan má sjá fréttir um málið og myndasafn þar sem persónuleg tengsl helstu framámanna REI eru skýrð. Heimildir: Vísir,Fréttablaðið, OR, REI, RUV og DV. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson – Borgarstjóri og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur.Haukur Leósson vinur borgarstjóra – var ráðinn í stöðu stjórnarformanns REI sem fagmaður en ekki pólitíkus. Var rekinn af því hann var fagmaður, en ekki pólitíkus. Borgarstjóri réð góðvin sinn Hauk. Borgarstjóri Rak góðvin sinn Hauk.Vilhjálmur Skúlason, frændi borgarstjóra. Var ráðinn til REI sem verkefnastjóri.Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og stjórnarmaður í OR og REI.Rúnar Hreinsson (til vinstri) ráðinn sem kynningarstjóri af góðvini sínum Birni Inga. Rúnar var áður kosningastjóri Björns en kosningastjóri framsóknarflokksins í síðustu þingkosningum.Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunnar tekur tímabundið launalaust leyfi á meðan hann gegnir forstjórastöðu REI. Guðmundur er ráðinn af Hauki.Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri Glitnis var ráðinn af Hauki Leóssyni sem stjórnarformaður REI. Bjarni fékk kauprétt á genginu 1,3.Jón Diðrik Jónsson fyrrverandi forstjóri Glitnis og góðvinur Bjarna. Bjarni réði hann til að sinna afmörkuðum verkefnum fram að áramótum. Jón Diðrik fékk kauprétt á genginu 1,3. Tengdar fréttir Borgarstjóri klagaður Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í fréttum sínum í kvöld að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi gengið á fund formanns flokksins, Geirs H. Haarde og varaformanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til þess að greina þeim frá óánægju sinni með vinnubrögð Vilhjálms við sameiningu REI og GGE. 5. október 2007 19:06 Sátt í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum Heimildir fréttastofu Vísis herma að sátt hafi náðst um málefni Reykjavík Energy Invest á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 8. október 2007 14:40 Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. 25. september 2007 11:39 Samsuða á borð við REI gengur ekki upp Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ekkert hæft í því að sjálfstæðismenn í borginni hyggist í dag ákveða hvernig bregðast skuli við ákvörðun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar varðandi samruna REI og Geysir Green Energy. Fréttavefurinn dv.is greinir frá þessu í dag. „Það er bara tóm vitleysa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi. Hann er hins vegar efins um að borgin eigi að taka þátt í verfefnum á borð við REI. 5. október 2007 14:42 Orkuveita Reykjavíkur dregin út úr REI á næstu mánuðum Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. 8. október 2007 15:03 Pólitísk spilling einkennir REI málið Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki vera andsnúinn sameiningu REI og Geysis green energy eða útrás íslenskra orkufyrirtækja yfirleitt. Hann segist hins vegar gera athugasemdir við feril málsins sem einkennist af pólitískri spillingu að hans mati. Bjarni segir að sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hafi verið mistök sem séu að reynast dýrkeypt. 8. október 2007 20:54 Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. 4. október 2007 09:06 REI: Kaupsamningum Bjarna og Jóns Diðriks ekki breytt Kaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns REI og Jón Diðriks Jónssonar, ráðgjafa hjá fyrirtækinu, í hlutum í REI á genginu 1,3 verða ekki aftur tekin þrátt fyrir að stjórnin hafi í dag ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða lykistarfsmönnum að kaupa á sérkjörum. 6. október 2007 17:15 Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI. 9. október 2007 12:11 Orkuveitan selji hluti í REI upp að því marki sem hún setti í fyrirtækið Björn Ingi Hrafnsson ,formaður borgarráðs, vill að Orkuveita Reykjavíkur selji hluti í Reykjavik Energy Invest upp að því marki sem hún setti upphaflega í fyrirtækið. Hann segir að einnig sé ljóst að setja þurfi lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnismarkaði. 8. október 2007 12:01 REI fjárfestir fyrir 9 milljarða í Afríku Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI) kynnti í dag, ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrum Bandarikjaforseta ákvörðun REI að fjárfesta 150 milljónum dollara til jarðvarmaverkefna í Afriku a næstu 5 árum. 28. september 2007 21:13 REI ætlar að verða leiðandi á heimsvísu Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest. Félagið ætlar að einbeita sér að verkefnum er byggja á nýtingu jarðvarma. Gríðarleg tækifæri á þessu sviði, segir Guðmundur Þóroddsson. 12. september 2007 02:30 Reykjanesbær vill meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja Reykjanesbær stefnir að því að eignast meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar sameiningar Reykjavik energy invest og Geysir green energy. „Samhliða sameiningu stærstu útrásafyrirtækja landsins í jarðvarmanýtingu á erlendri grund, skapast tækifæri til að vinna í anda hugmynda um uppskiptingu á innlendum orkufyritækjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjabesbæ. 4. október 2007 13:13 Aukafundur í borgarstjórn á morgun vegna málefna REI Forseti borgarstjórnar varð í dag við óskum minnihlutans í borgarstjórn að boðað yrði til aukafundar vegna málefna Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur. 9. október 2007 15:57 REI á eignir í þremur heimsálfum Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. 4. október 2007 12:26 Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. 4. október 2007 13:28 Sameining í orkugeiranum Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag. 3. október 2007 14:14 Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI. 8. október 2007 21:28 Dagur segir fráleitt að selja REI „Sú þrautalending borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að ætla að selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavik Invest er fráleit. Hún felur í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu arum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni. 8. október 2007 17:47 Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. 6. október 2007 06:30 Einkageirinn er með áhættufjármagnið Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. 6. október 2007 09:00 Björn Ingi undrast að Vilhjálmur hafi ekki vitað af kaupréttarsamningum Björn Ingi Hrafnsson, segir að það komi sér verulega á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af þeim kaupréttarsamningum sem gerðir voru í tengslum við sameiningu REI og Geysir green energy. Hann bendir á að Haukur Leóson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 8. október 2007 18:31 Björgólfur hafnar því að hafa þrýst á borgarstjóra vegna REI Björgólfur Guðmundsson hafnar því að hafa þrýst á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um að flýta sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy 8. október 2007 15:47 Óorði komið á útrásina Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. 6. október 2007 00:01 REI: Hlutabréfasala til starfsmanna endurskoðuð Á fundi stjórnar Reykjavík Energy Invest sem haldinn var fyrr í dag var ákveðið að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI til starfsmanna REI og Orkuveitunnar þannig að öllum starfsmönnum standi sama til boða. Sama magn hlutabréfa á sömu kjörum, eða allt að 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 1.28. Tillagan var samþykkt af öllum stjórnarmönnum. 6. október 2007 16:21 Framsóknarmenn reiðir og sárir vegna framgöngu í REI málinu Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksin skrifar á bloggi sínu í dag að margir framsóknarmenn séu reiðir og sárir vegna viðskiptanna sem átt hafa sér stað með þekkingu og auðlindir Orkuveitu Reykjavíkur. 6. október 2007 16:44 Bjarni græðir tæpa milljón á hvern starfsmann OR Hluturinn sem Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fékk að kaupa í dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, á genginu 1,28, er nú metinn af REI á 1082 milljónir. 7. október 2007 10:56 Björn biðst undan því að vera bendlaður við REI Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, biðst undan því á bloggsíðu sinni að nafn hans sé „nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI síðustu daga.“ Björn Ingi Hrafnsson benti á það í Kastljósi Ríkisútvarpsins að Björn hafi setið í stjórn Orkuveitunnar þegar ákvörðanir voru teknar um ENEX. 8. október 2007 23:14 Bjarni Ármannsson láti kaup sín í REI ganga til baka Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar telur að kaup Bjarna Ármannssonar á hlut í Reykjavík Energy Invest séu algerlega siðlaus og hann skorar á stjórnarformanninn að láta kaupin ganga til baka. Hann er einnig mjög ósáttur við kaup Jóns Diðriks Jónssonar á hlutum í félaginu. 7. október 2007 18:15 Bjarni fundar með stærstu bönkum Englands Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum. Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley. 18. september 2007 14:19 Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fundar um helgina Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna mun hittast um helgina til að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við sameingunu REI við Geysir Green Energy. Samkvæmt heimildum Vísis eru allir borgarfulltrúar flokksins ósáttir við störf borgarstjóra innan stjórnar OR. 5. október 2007 17:05 Reykjavík Energy ætlar að nota 50 milljarða kr. í útrásarverkefni Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Eftir að hóf starfsemi hefur fjöldi erlendra og innlendra fjárfesta lýst yfir áhuga á þátttöku í fyrirtækinu. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í fyrirtækinu og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár. 11. september 2007 15:41 Segir borgarstjóra ljúga um kaupréttarsamninga Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn OR, staðfestir í samtali við Vísi að kaupréttarsamningar vegna REI hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Þetta er þvert á það sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur haldið fram. Á fundinum tekin var ákvörðun um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy. 9. október 2007 13:41 Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið „Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. 5. október 2007 16:04 Klók viðskipti Klaufagangur, baktjaldamakk og græðgi í aðdraganda að samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE), hefur orðið til að skyggja á mikilvægasta grundvallarmálið að baki hinu sameinaða félagi. Að minnsta kosti þá hlið sem snýr að eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, íbúum höfuðborgarinnar og nágrannasveitarfélögunum. 7. október 2007 00:01 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Saga Reykjavik Energy Invest er stutt en afar átakamikil síðustu daga. Miklar deilur spruttu upp innan borgarstjórnar vegna ákvörðunar um sameiningu REI og Geysir Green Energy. Farið hefur verið fram á að borgarstjóri og fulltrúi framsóknarflokks í borgarstjórn víki úr borgarstjórn vegna málsins. Stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur var látinn fjúka og borgarstjóri er sagður ljúga. T Í M A L Í N A 27. mars 2007 - Stjórn Orkuveitunnar samþykkir að stofna hlutafélag um útrásarstarfsemi Orkuveitunnar. Guðlaugur Þór Þórðarson flytur tillöguna sem er samþykkt af öllum stjórnarmönnum. Stjórn REI skipuð stuttu síðar. Í henni sátu Björn Ársæll Pétursson stjórnarformaður, Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi framsóknarflokksins og Haukur Leósson stjórnarformaður OR. Stjórnarlaun eru 120 þúsund og 240 þúsund fyrir stjórnarformann. 2. júlí 2007 - Stjórn Orkuveitunnar samþykkir samhljóma að kaupa hlut Grindavíkur og Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja. Haukur Leósson býður Birni Ársæli forstjórastól REI. Hann afþakkar ræður sig til Landsbankans í Hong Kong. Ágúst/september 2007 - Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunnar tekur við forstjórastarfi REI í sjö mánuði og fær til þess launalaust leyfi frá forstjórastarfi sínu hjá OR. Stjórnin samþykkir að Hjörleifur B. Kvaran verði forstjóri OR á meðan. Guðmundur þarf að gegna starfi forstjóra REI í tvö ár til að fá að eiga hlut sinn í REI. 3. september 2007 - Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri Glitnis tekur við sem stjórnarformaður Reykjavik Energy invest. Björn Ársæll Pétursson víkur. Launakjör voru rædd með vitund borgarstjóra og Hjörleifur B. Kvaran handhafi hlutabréfa OR í REI samþykkti þau. 25 september 2007 - Rúnar Hreinsson fyrrverandi kosningastjóri Björns Inga er ráðinn verkefnastjóri hjá REI. Formaður starfsmannafélags orkuveitunnar sendir stjórn REI bréf og biður um að starfsmenn fái að kaupa hlut í REI. Þeim voru boðin sömu kjör og öðrum hafði boðist. Stjórn REI ákveður að nokkrir starfsmenn Orkuveitunnar fái að kaupa hluti á sérkjörum. Til hliðsjónar var listi yfir starfsmenn og beiðni þeirra um kaup. 3. október 2007 - Jón Diðrik Jónsson stjórnarmaður í Geysir Green Energy og samherji Bjarna Ármannssonar er ráðinn til REI með samskonar heimild og Bjarni um að kaupa hlut í fyrirtækinu á genginu 1,3. Jón er ráðinn af forstjóra eða stjórnaformanni og er ekki starfsmaður heldur ráðgjafi. Jón mun ekki hafa viljað koma að fyrirtækinu án þess að eiga hlut í því. Verkefni hans er tímabundið til áramóta, en hlutinn má hann ekki selja fyrr en eftir tvö ár. 3. október 2007 - Sameining REI og Geysir Green Energy tilkynnt á blaðamannafundi. Ákveðið að nýjir starfsmenn REI fái að kaupa hluti á 2,77 enda hafi virði fyrirtækisins aukist við sameiininguna. Rúnar Hreinsson, kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar er meðal kaupenda. Rúnar var ráðinn kynningarstjóri og á að "hanna atburði" í kringum gesti og á fundum. Bjarni Ármannsson eykur hlutafé sitt um milljarð. 5. október 2007 - Fulltrúar minnihlutans mótmæla hvernig staðið hefur verið að málum og boð til fundar um sameiningu félaganna er gagnrýnt. 5. október 2007 - Allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ganga á fund Geirs H. Haarde formanns flokksins og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns og greina frá óánægju með vinnubrögð borgarstjóra. Mikil ólga hafði verið innan borgarstjórnarflokksins meðal annars yfir því hvernig borgarstjóri stóð að kynningu málsins og ákvarðanatöku. Borgarstjóri beinir tilmælum til Bjarna Ármannssonar að eitt gangi yfir alla í kaupum á hlutum í fyrirtækinu. 7. október 2007 - Stjórn REI tilkynnir að 11 útvaldir starfsmenn REI og Orkuveitunnar fái ekki að kaupa stóra hluti í REI á sérkjörum. Þeir fá að kaupa 300 þúsund krónur að nafnvirði, eins og aðrir starfsmenn REI og OR. Hlutabréfakaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns og Jóns Diðriks Jónssonar ráðgjafa eru frágengin og verða ekki bakfærð 7. október 2007 - Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur lýsir því yfir að eðlilegast sé að Vilhjálmur og Björn Ingi víki úr borgarstjórn vegna vantrausts. 8. október 2007 - Svandís ákveður að kæra boðun eigendafundar í orkuveitunni þar sem REI og GGE voru sameinuð. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður tekur málið að sér. 8. október 2007 - Sáttafundur hjá Sjálfstæðismönnum. Á blaðamannafundi er tilkynnt að hluturinn í REI verði seldur, trúnaðarbrestur hafi orðið milli borgarstjórnarfulltrúa og lykilstarfsmanna OR og að Haukur Leósson verði látinn víkja sem stjórnarformaður OR. Borgarstjóri sagðist ekki hafa vitað af kaupréttarsamningum nokkurra starfsmanna OR og REI. 8. október 2007 - Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar í borgarstjórn undrast ákvörðun um að selja hlut OR í REI nú. Hluturinn gæti orðið tugmilljörðum verðmætari eftir nokkur ár og Reykvíkingar ættu að njóta þess. 8. október 2007 - Björn Ingi Hrafnsson undrast að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af kaupréttarsamningunum og bendir á að Haukur Leóson sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 9. október 2007 - Sáttafundur borgarstjornarflokks Sjálfstæðismanna. Haukur Leósson rekinn og ákveðið selja hlut Orkuveitunnar í REI. 9. október 2007 - Svandís Svavarsdóttir fulltrúi VG í stjórn OR segir borgarstjóra ljúga um að hafa ekki vitað um kaupréttarsamningana. Þeir hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar OR 3. október. 10. október 2007 - Borgarstjórnarfundur. Björn Ingi Hrafnsson og minnihluti borgarstjórnar sammála um að selja ekki hlut OR í REI. Sjálfstæðismenn vildu selja strax. 11. október 2007 - Umboðsmaður Alþingis fer fram á ýmsar upplýsingar um tilurð REI og sameiningu þess og OR. Upplýsingarnar snúast um meðferð valds sveitarstjórna sem eignaraðila að Orkuveitunni. 11. október 2007 - Borgarstjórnarmeirihluti fundar í Höfða um málefni REI. Björn Ingi Hrafnsson mætir ekki á fundinn. 11. október 2007 - Gísli Marteinn Baldursson segist ekki kannast við að meirihlutinn sé að springa 11. október 2007 - Björn Ingi Hrafnsson lýsir því yfir að meirihlutasamstarfi D og B sé lokið og myndaður hafi verið nýr meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra. Dagur B. Eggertsson er nýr borgarstjóri nýja meirihlutans. 11. október 2007 - Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur blaðamannafund að heimili Vilhjálms fráfarandi borgarstjóra. Björn Ingi harðlega gagnrýndur. 12. október 2007 - Í ljós kemur að OR samþykkti að veita REI forgangsrétt að öllum erlendum verkefnum sem OR kunni að bjóðast á næstu 20 árum. 12. október 2007 - Björn Ingi heldur tilfinningaþrunginn fund með Framsóknarmönnum þar sem hann útskýrir að bakland Vilhjálms hafi brostið og ekkert annað hafi verið í stöðunni. Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna segir Sjálfstæðismenn sjálfa hafa verið búna að koma borgarstjóra sínum fyrir kattarnef og gamli meirihlutinn hafi verið ónýtur. 13. október 2007 - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson neitar að hafa haft upplýsingar um 20 ára samninginn. 13. október 2007 - Í fundargerð stjórnar og eigendafundar í OR frá 3. október, kemur fram að 5 stjórnarmenn samþykktu að Orkuveitan setti hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja inn í REI. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. 13. október 2007 - Forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins vilja láta kanna eignarhlut framsóknarmanna í REI. 13. október 2007 - Talið að eignir REI áttfaldist á næstu tveimur árum og verði á bilinu 180 til 300 milljarðar króna þegar félagið fer á markað árið 2009 ef áætlanir fyrirtækisins standast. 14. október 2007 - Björn Ingi segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst. Hann hafi séð SMS sem sagði „Til í allt - án Villa" 15. október 2007 - Fundað um framtíð Hitaveitu Suðurnesja af helstu eigendum; Reykjanesbæ, GGE, OR og Hafnarfjarðarbæ. Ákveðið að bíða með ákvarðanir þar til komi í ljós hvernig málum REI vindur fram undir stjórn nýs meirihluta. 15. október 2007 - Bjarni Ármannsson, Haukur Leósson og Hjörleifur Kvaran senda frá sér greinargerð. Þar segir að Vilhjálmi hafi verið gerð grein fyrir 20 ára samningnum á fundi á heimili hans og hann haf lýst sig samþykkan samningnum. 15. október 2007 - Vilhjálmur segist ekki hafa séð minnisblað um 20 ára samninginn sem Bjarni og Haukur segjast hafa lagt fram á heimili hans. Bjarni staðhæfir að Vilhjálmi hafi verið afhent minnisblaðið. Hér fyrir neðan má sjá fréttir um málið og myndasafn þar sem persónuleg tengsl helstu framámanna REI eru skýrð. Heimildir: Vísir,Fréttablaðið, OR, REI, RUV og DV. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson – Borgarstjóri og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur.Haukur Leósson vinur borgarstjóra – var ráðinn í stöðu stjórnarformanns REI sem fagmaður en ekki pólitíkus. Var rekinn af því hann var fagmaður, en ekki pólitíkus. Borgarstjóri réð góðvin sinn Hauk. Borgarstjóri Rak góðvin sinn Hauk.Vilhjálmur Skúlason, frændi borgarstjóra. Var ráðinn til REI sem verkefnastjóri.Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og stjórnarmaður í OR og REI.Rúnar Hreinsson (til vinstri) ráðinn sem kynningarstjóri af góðvini sínum Birni Inga. Rúnar var áður kosningastjóri Björns en kosningastjóri framsóknarflokksins í síðustu þingkosningum.Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitunnar tekur tímabundið launalaust leyfi á meðan hann gegnir forstjórastöðu REI. Guðmundur er ráðinn af Hauki.Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri Glitnis var ráðinn af Hauki Leóssyni sem stjórnarformaður REI. Bjarni fékk kauprétt á genginu 1,3.Jón Diðrik Jónsson fyrrverandi forstjóri Glitnis og góðvinur Bjarna. Bjarni réði hann til að sinna afmörkuðum verkefnum fram að áramótum. Jón Diðrik fékk kauprétt á genginu 1,3.
Tengdar fréttir Borgarstjóri klagaður Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í fréttum sínum í kvöld að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi gengið á fund formanns flokksins, Geirs H. Haarde og varaformanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til þess að greina þeim frá óánægju sinni með vinnubrögð Vilhjálms við sameiningu REI og GGE. 5. október 2007 19:06 Sátt í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum Heimildir fréttastofu Vísis herma að sátt hafi náðst um málefni Reykjavík Energy Invest á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 8. október 2007 14:40 Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. 25. september 2007 11:39 Samsuða á borð við REI gengur ekki upp Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ekkert hæft í því að sjálfstæðismenn í borginni hyggist í dag ákveða hvernig bregðast skuli við ákvörðun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar varðandi samruna REI og Geysir Green Energy. Fréttavefurinn dv.is greinir frá þessu í dag. „Það er bara tóm vitleysa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi. Hann er hins vegar efins um að borgin eigi að taka þátt í verfefnum á borð við REI. 5. október 2007 14:42 Orkuveita Reykjavíkur dregin út úr REI á næstu mánuðum Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. 8. október 2007 15:03 Pólitísk spilling einkennir REI málið Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki vera andsnúinn sameiningu REI og Geysis green energy eða útrás íslenskra orkufyrirtækja yfirleitt. Hann segist hins vegar gera athugasemdir við feril málsins sem einkennist af pólitískri spillingu að hans mati. Bjarni segir að sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hafi verið mistök sem séu að reynast dýrkeypt. 8. október 2007 20:54 Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. 4. október 2007 09:06 REI: Kaupsamningum Bjarna og Jóns Diðriks ekki breytt Kaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns REI og Jón Diðriks Jónssonar, ráðgjafa hjá fyrirtækinu, í hlutum í REI á genginu 1,3 verða ekki aftur tekin þrátt fyrir að stjórnin hafi í dag ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða lykistarfsmönnum að kaupa á sérkjörum. 6. október 2007 17:15 Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI. 9. október 2007 12:11 Orkuveitan selji hluti í REI upp að því marki sem hún setti í fyrirtækið Björn Ingi Hrafnsson ,formaður borgarráðs, vill að Orkuveita Reykjavíkur selji hluti í Reykjavik Energy Invest upp að því marki sem hún setti upphaflega í fyrirtækið. Hann segir að einnig sé ljóst að setja þurfi lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnismarkaði. 8. október 2007 12:01 REI fjárfestir fyrir 9 milljarða í Afríku Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI) kynnti í dag, ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrum Bandarikjaforseta ákvörðun REI að fjárfesta 150 milljónum dollara til jarðvarmaverkefna í Afriku a næstu 5 árum. 28. september 2007 21:13 REI ætlar að verða leiðandi á heimsvísu Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest. Félagið ætlar að einbeita sér að verkefnum er byggja á nýtingu jarðvarma. Gríðarleg tækifæri á þessu sviði, segir Guðmundur Þóroddsson. 12. september 2007 02:30 Reykjanesbær vill meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja Reykjanesbær stefnir að því að eignast meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar sameiningar Reykjavik energy invest og Geysir green energy. „Samhliða sameiningu stærstu útrásafyrirtækja landsins í jarðvarmanýtingu á erlendri grund, skapast tækifæri til að vinna í anda hugmynda um uppskiptingu á innlendum orkufyritækjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjabesbæ. 4. október 2007 13:13 Aukafundur í borgarstjórn á morgun vegna málefna REI Forseti borgarstjórnar varð í dag við óskum minnihlutans í borgarstjórn að boðað yrði til aukafundar vegna málefna Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur. 9. október 2007 15:57 REI á eignir í þremur heimsálfum Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. 4. október 2007 12:26 Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. 4. október 2007 13:28 Sameining í orkugeiranum Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag. 3. október 2007 14:14 Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI. 8. október 2007 21:28 Dagur segir fráleitt að selja REI „Sú þrautalending borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að ætla að selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavik Invest er fráleit. Hún felur í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu arum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni. 8. október 2007 17:47 Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. 6. október 2007 06:30 Einkageirinn er með áhættufjármagnið Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. 6. október 2007 09:00 Björn Ingi undrast að Vilhjálmur hafi ekki vitað af kaupréttarsamningum Björn Ingi Hrafnsson, segir að það komi sér verulega á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af þeim kaupréttarsamningum sem gerðir voru í tengslum við sameiningu REI og Geysir green energy. Hann bendir á að Haukur Leóson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 8. október 2007 18:31 Björgólfur hafnar því að hafa þrýst á borgarstjóra vegna REI Björgólfur Guðmundsson hafnar því að hafa þrýst á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um að flýta sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy 8. október 2007 15:47 Óorði komið á útrásina Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. 6. október 2007 00:01 REI: Hlutabréfasala til starfsmanna endurskoðuð Á fundi stjórnar Reykjavík Energy Invest sem haldinn var fyrr í dag var ákveðið að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI til starfsmanna REI og Orkuveitunnar þannig að öllum starfsmönnum standi sama til boða. Sama magn hlutabréfa á sömu kjörum, eða allt að 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 1.28. Tillagan var samþykkt af öllum stjórnarmönnum. 6. október 2007 16:21 Framsóknarmenn reiðir og sárir vegna framgöngu í REI málinu Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksin skrifar á bloggi sínu í dag að margir framsóknarmenn séu reiðir og sárir vegna viðskiptanna sem átt hafa sér stað með þekkingu og auðlindir Orkuveitu Reykjavíkur. 6. október 2007 16:44 Bjarni græðir tæpa milljón á hvern starfsmann OR Hluturinn sem Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fékk að kaupa í dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, á genginu 1,28, er nú metinn af REI á 1082 milljónir. 7. október 2007 10:56 Björn biðst undan því að vera bendlaður við REI Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, biðst undan því á bloggsíðu sinni að nafn hans sé „nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI síðustu daga.“ Björn Ingi Hrafnsson benti á það í Kastljósi Ríkisútvarpsins að Björn hafi setið í stjórn Orkuveitunnar þegar ákvörðanir voru teknar um ENEX. 8. október 2007 23:14 Bjarni Ármannsson láti kaup sín í REI ganga til baka Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar telur að kaup Bjarna Ármannssonar á hlut í Reykjavík Energy Invest séu algerlega siðlaus og hann skorar á stjórnarformanninn að láta kaupin ganga til baka. Hann er einnig mjög ósáttur við kaup Jóns Diðriks Jónssonar á hlutum í félaginu. 7. október 2007 18:15 Bjarni fundar með stærstu bönkum Englands Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum. Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley. 18. september 2007 14:19 Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fundar um helgina Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna mun hittast um helgina til að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við sameingunu REI við Geysir Green Energy. Samkvæmt heimildum Vísis eru allir borgarfulltrúar flokksins ósáttir við störf borgarstjóra innan stjórnar OR. 5. október 2007 17:05 Reykjavík Energy ætlar að nota 50 milljarða kr. í útrásarverkefni Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Eftir að hóf starfsemi hefur fjöldi erlendra og innlendra fjárfesta lýst yfir áhuga á þátttöku í fyrirtækinu. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í fyrirtækinu og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár. 11. september 2007 15:41 Segir borgarstjóra ljúga um kaupréttarsamninga Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn OR, staðfestir í samtali við Vísi að kaupréttarsamningar vegna REI hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Þetta er þvert á það sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur haldið fram. Á fundinum tekin var ákvörðun um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy. 9. október 2007 13:41 Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið „Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. 5. október 2007 16:04 Klók viðskipti Klaufagangur, baktjaldamakk og græðgi í aðdraganda að samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE), hefur orðið til að skyggja á mikilvægasta grundvallarmálið að baki hinu sameinaða félagi. Að minnsta kosti þá hlið sem snýr að eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, íbúum höfuðborgarinnar og nágrannasveitarfélögunum. 7. október 2007 00:01 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Borgarstjóri klagaður Fréttastofa Sjónvarps greindi frá því í fréttum sínum í kvöld að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hafi gengið á fund formanns flokksins, Geirs H. Haarde og varaformanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til þess að greina þeim frá óánægju sinni með vinnubrögð Vilhjálms við sameiningu REI og GGE. 5. október 2007 19:06
Sátt í sjónmáli hjá sjálfstæðismönnum Heimildir fréttastofu Vísis herma að sátt hafi náðst um málefni Reykjavík Energy Invest á fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir í Ráðhúsinu. 8. október 2007 14:40
Kosningasstjóri til Reykjavík Energy Invest Rúnar Hreinsson, sem starfaði sem kosningastjóri Framsóknarflokksins í síðustu kosningum og þar áður sem kosningastjóri Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Reykjavík Energy Invest. REI er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Ármannsson er stjórnarformaður en í stjórn fyrirtækisins situr góðvinur Rúnar, Björn Ingi Hrafnsson sem situr í stjórninnni fyrir hönd OR. 25. september 2007 11:39
Samsuða á borð við REI gengur ekki upp Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ekkert hæft í því að sjálfstæðismenn í borginni hyggist í dag ákveða hvernig bregðast skuli við ákvörðun Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar varðandi samruna REI og Geysir Green Energy. Fréttavefurinn dv.is greinir frá þessu í dag. „Það er bara tóm vitleysa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi. Hann er hins vegar efins um að borgin eigi að taka þátt í verfefnum á borð við REI. 5. október 2007 14:42
Orkuveita Reykjavíkur dregin út úr REI á næstu mánuðum Orkuveita Reykjavíkur verður dregin út úr Reykjavik Energy Invest á næstu mánuðum og Haukur Leósson hættir sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. 8. október 2007 15:03
Pólitísk spilling einkennir REI málið Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki vera andsnúinn sameiningu REI og Geysis green energy eða útrás íslenskra orkufyrirtækja yfirleitt. Hann segist hins vegar gera athugasemdir við feril málsins sem einkennist af pólitískri spillingu að hans mati. Bjarni segir að sala ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja hafi verið mistök sem séu að reynast dýrkeypt. 8. október 2007 20:54
Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára. 4. október 2007 09:06
REI: Kaupsamningum Bjarna og Jóns Diðriks ekki breytt Kaup Bjarna Ármannssonar stjórnarformanns REI og Jón Diðriks Jónssonar, ráðgjafa hjá fyrirtækinu, í hlutum í REI á genginu 1,3 verða ekki aftur tekin þrátt fyrir að stjórnin hafi í dag ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða lykistarfsmönnum að kaupa á sérkjörum. 6. október 2007 17:15
Glitnir hvorki játar né neitar að bankinn hafi áhuga á REI-hlut Oddviti Samfylkingarinnar í borginni furðar sig á því að meirihlutinn hafi stofnað til brunaútsölu á eignarhlut Orkuveitunnar í REI í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins. Talsmaður Glitnis hvorki játar því né neitar að bankinn hafi þegar lýst áhuga á að kaupa hlut Orkuveitunnar í REI. 9. október 2007 12:11
Orkuveitan selji hluti í REI upp að því marki sem hún setti í fyrirtækið Björn Ingi Hrafnsson ,formaður borgarráðs, vill að Orkuveita Reykjavíkur selji hluti í Reykjavik Energy Invest upp að því marki sem hún setti upphaflega í fyrirtækið. Hann segir að einnig sé ljóst að setja þurfi lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnismarkaði. 8. október 2007 12:01
REI fjárfestir fyrir 9 milljarða í Afríku Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI) kynnti í dag, ásamt foseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Bill Clinton fyrrum Bandarikjaforseta ákvörðun REI að fjárfesta 150 milljónum dollara til jarðvarmaverkefna í Afriku a næstu 5 árum. 28. september 2007 21:13
REI ætlar að verða leiðandi á heimsvísu Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er nýr stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest. Félagið ætlar að einbeita sér að verkefnum er byggja á nýtingu jarðvarma. Gríðarleg tækifæri á þessu sviði, segir Guðmundur Þóroddsson. 12. september 2007 02:30
Reykjanesbær vill meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja Reykjanesbær stefnir að því að eignast meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja hf. í kjölfar sameiningar Reykjavik energy invest og Geysir green energy. „Samhliða sameiningu stærstu útrásafyrirtækja landsins í jarðvarmanýtingu á erlendri grund, skapast tækifæri til að vinna í anda hugmynda um uppskiptingu á innlendum orkufyritækjum,“ segir í tilkynningu frá Reykjabesbæ. 4. október 2007 13:13
Aukafundur í borgarstjórn á morgun vegna málefna REI Forseti borgarstjórnar varð í dag við óskum minnihlutans í borgarstjórn að boðað yrði til aukafundar vegna málefna Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur. 9. október 2007 15:57
REI á eignir í þremur heimsálfum Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. 4. október 2007 12:26
Níu milljarða fjárhættuspil Reykjavíkurborgar Gangi áætlanir Reykjavík Energy Invest eftir mun Orkuveita Reykjavíkur hafa skuldbundið sig í um 9,5 milljarða króna fjárfestingu á Filippseyjum í lok nóvember. REI hefur skuldbundið sig til þess að taka þátt í hlutafjárútboði á 40% hlut í jarðvarmafyrirtækinu PNOC-EDC sem er í meirihlutaeigu ríkisrekna olíufyritækisins PNOC. 4. október 2007 13:28
Sameining í orkugeiranum Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag. 3. október 2007 14:14
Heimdellingar fagna sátt og samstöðu í borgarstjórn Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík lýsir yfir ánægju með þá „sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Stjórn félagsins fagnar þeirri niðurstöðu að stefnt skuli að sölu á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í REI. 8. október 2007 21:28
Dagur segir fráleitt að selja REI „Sú þrautalending borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að ætla að selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavik Invest er fráleit. Hún felur í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu arum,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borginni. 8. október 2007 17:47
Forstjóri OR leyfði kaup Bjarna í REI Hjörleifur B. Kvaran forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, samþykkti laun Bjarna Ármannssonar og heimild hans til kaupa á 500 milljóna króna hlut á sérkjörum. 6. október 2007 06:30
Einkageirinn er með áhættufjármagnið Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Reykjavik Energy Invest og Hannes Smárason forstjóri FL Group, fyrrum stjórnarformaður Geysir Green Energy, segja skynsemina hafa ráðið í að búa til öflugt fyrirtæki sem reiðubúið sé til stórra hluta í orkuiðnaði um heim allan. 6. október 2007 09:00
Björn Ingi undrast að Vilhjálmur hafi ekki vitað af kaupréttarsamningum Björn Ingi Hrafnsson, segir að það komi sér verulega á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri hafi ekki vitað af þeim kaupréttarsamningum sem gerðir voru í tengslum við sameiningu REI og Geysir green energy. Hann bendir á að Haukur Leóson, stjórnarformaður Orkuveitunnar og stjórnarmaður í REI sé náinn samstarfsmaður Vilhjálms. 8. október 2007 18:31
Björgólfur hafnar því að hafa þrýst á borgarstjóra vegna REI Björgólfur Guðmundsson hafnar því að hafa þrýst á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson um að flýta sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy 8. október 2007 15:47
Óorði komið á útrásina Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. 6. október 2007 00:01
REI: Hlutabréfasala til starfsmanna endurskoðuð Á fundi stjórnar Reykjavík Energy Invest sem haldinn var fyrr í dag var ákveðið að endurskoða sölu á hlutabréfum í REI til starfsmanna REI og Orkuveitunnar þannig að öllum starfsmönnum standi sama til boða. Sama magn hlutabréfa á sömu kjörum, eða allt að 300 þúsund krónur að nafnverði á genginu 1.28. Tillagan var samþykkt af öllum stjórnarmönnum. 6. október 2007 16:21
Framsóknarmenn reiðir og sárir vegna framgöngu í REI málinu Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksin skrifar á bloggi sínu í dag að margir framsóknarmenn séu reiðir og sárir vegna viðskiptanna sem átt hafa sér stað með þekkingu og auðlindir Orkuveitu Reykjavíkur. 6. október 2007 16:44
Bjarni græðir tæpa milljón á hvern starfsmann OR Hluturinn sem Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fékk að kaupa í dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, á genginu 1,28, er nú metinn af REI á 1082 milljónir. 7. október 2007 10:56
Björn biðst undan því að vera bendlaður við REI Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, biðst undan því á bloggsíðu sinni að nafn hans sé „nefnt í tengslum við þessar uppákomur hjá OR og REI síðustu daga.“ Björn Ingi Hrafnsson benti á það í Kastljósi Ríkisútvarpsins að Björn hafi setið í stjórn Orkuveitunnar þegar ákvörðanir voru teknar um ENEX. 8. október 2007 23:14
Bjarni Ármannsson láti kaup sín í REI ganga til baka Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar telur að kaup Bjarna Ármannssonar á hlut í Reykjavík Energy Invest séu algerlega siðlaus og hann skorar á stjórnarformanninn að láta kaupin ganga til baka. Hann er einnig mjög ósáttur við kaup Jóns Diðriks Jónssonar á hlutum í félaginu. 7. október 2007 18:15
Bjarni fundar með stærstu bönkum Englands Bjarni Ármannsson er nú í London ásamt föruneyti sínu að kynna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavík Energy Invest, fyrir fjárfestum. Bjarni er stjórnarformaður REI. Samkvæmt heimildum Vísis mun Bjarni meðal annars hitta fulltrúa Barclay´s, Kaupþing, JP Morgan, Royal Bank of Scotland og Morgan Stanley. 18. september 2007 14:19
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna fundar um helgina Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna mun hittast um helgina til að ræða þá stöðu sem upp er komin í tengslum við sameingunu REI við Geysir Green Energy. Samkvæmt heimildum Vísis eru allir borgarfulltrúar flokksins ósáttir við störf borgarstjóra innan stjórnar OR. 5. október 2007 17:05
Reykjavík Energy ætlar að nota 50 milljarða kr. í útrásarverkefni Reykjavik Energy Invest hyggst búa yfir um 50 milljarða króna hlutafé til að hefja fjármögnun alþjóðlegra jarðhitaverkefna. Eftir að hóf starfsemi hefur fjöldi erlendra og innlendra fjárfesta lýst yfir áhuga á þátttöku í fyrirtækinu. Stefnt er að því að gefa út nýtt hlutafé í fyrirtækinu og að Orkuveita Reykjavíkur verði kjölfestufjárfestir með um 40% hlutafjár. 11. september 2007 15:41
Segir borgarstjóra ljúga um kaupréttarsamninga Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri - grænna í stjórn OR, staðfestir í samtali við Vísi að kaupréttarsamningar vegna REI hafi verið lagðir fram á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Þetta er þvert á það sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur haldið fram. Á fundinum tekin var ákvörðun um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy. 9. október 2007 13:41
Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið „Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. 5. október 2007 16:04
Klók viðskipti Klaufagangur, baktjaldamakk og græðgi í aðdraganda að samruna Reykjavik Energy Invest (REI) og Geysis Green Energy (GGE), hefur orðið til að skyggja á mikilvægasta grundvallarmálið að baki hinu sameinaða félagi. Að minnsta kosti þá hlið sem snýr að eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, íbúum höfuðborgarinnar og nágrannasveitarfélögunum. 7. október 2007 00:01