Reið yfir því að vera þjófkennd á Alþingi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. desember 2014 07:00 Olga Lísa Garðarsdóttir. „Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. Helgi Hrafn vildi vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Orðrétt sagði Helgi Hrafn: „Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100 prósent niður í 50 prósent, í fullkomnu trássi við vilja löggjafans sem fer með fjárveitingarvaldið. Þetta fjármagn var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms. Það er óþolandi. Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tilgreint að fara eigi til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu eins og Alþingi hefur reyndar þegar ákveðið.“ Olga Lísa segir rangt að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. „Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn,“ segir Olga Lísa.Tegund af þjófnaði Helgi Hrafn Gunnarsson sagði ókurteisa menn gætu kallað niðurskurð FSu tegund af þjófnaði. FRéttablaðið/GVA„Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt. Ég er ósátt við vinnubrögð hans og að hann hafi ekki haft samband við okkur sem höfum með þetta fjármagn að gera. Fjárlög eru okkar lög númer eitt, auðvitað var það með trega að við gerðum þetta. En við urðum að vera réttum megin.“ Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik. Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ Nú hefur málaflokkurinn fengið aukafjárveitingu og Olga Lísa segir útlitið bjartara. „Það er verið að skoða námsráðgjafastarf heildstætt í tengslum við Fangelsismálastofnun.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira
„Þetta er fjarstæða,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, um ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi á föstudaginn í síðustu viku. Helgi Hrafn vildi vekja athygli á því að Fjölbrautaskóli Suðurlands hefði skorið niður um helming námsráðgjafastöðu sem löggjafinn ætlaði sérstaklega fyrir fanga, og notað fjármagnið í annan rekstur skólans. Orðrétt sagði Helgi Hrafn: „Nú hefur Fjölbrautaskóli Suðurlands ákveðið það hjá sjálfum sér að skera niður þessa stöðu úr 100 prósent niður í 50 prósent, í fullkomnu trássi við vilja löggjafans sem fer með fjárveitingarvaldið. Þetta fjármagn var sérstaklega veitt í þessa stöðu til að bæta möguleika fanga til náms. Það er óþolandi. Síðast en ekki síst felst í því ákveðin kaldhæðni að menntastofnun taki til sín fjármagn sem löggjafinn hefur tilgreint að fara eigi til menntunar fanga. Ókurteisari menn gætu kallað þetta tegund af þjófnaði. Því legg ég til að Alþingi rétti þetta ranglæti og tryggi að námsráðgjöf fanga verði aftur að 100% stöðu eins og Alþingi hefur reyndar þegar ákveðið.“ Olga Lísa segir rangt að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi notað fé löggjafans til annars en fangelsismála og segist reið yfir því að vera þjófkennd. Hún segir Helga Hrafn ekki hafa leitað upplýsinga um málefnið. Hefði hann gert það hefði hann fengið upplýst að málefni fanga eru á sérlið og ekki hægt að ráðstafa því í annan rekstur skólans. „Hann hafði aldrei samband við okkur og mér finnst það ömurleg vinnubrögð. Það var einfaldlega halli á rekstrinum á þessum lið. Þetta er algjör sérliður í fjármálum skólans. Það fé sem við fáum er aðeins nýtt í námsráðgjöf og kennslustjórn og ekki í nokkuð annað eins og Helgi Hrafn gefur í skyn,“ segir Olga Lísa.Tegund af þjófnaði Helgi Hrafn Gunnarsson sagði ókurteisa menn gætu kallað niðurskurð FSu tegund af þjófnaði. FRéttablaðið/GVA„Ég er búin að ræða við Helga Hrafn og hann segist ekki hafa sagt neitt rangt. Ég er ósátt við vinnubrögð hans og að hann hafi ekki haft samband við okkur sem höfum með þetta fjármagn að gera. Fjárlög eru okkar lög númer eitt, auðvitað var það með trega að við gerðum þetta. En við urðum að vera réttum megin.“ Helgi Hrafn segist í samtali við Fréttablaðið ekki hafa ætlað sér að þjófkenna Olgu Lísu. „Mér þykir miður að ræðan skiljist þannig. Hins vegar hef ég ekki fengið að sjá nein gögn sem eru í andstöðu við það sem ég sagði. Ræðan er efnislega rétt. Ég er ekki í löggu- og bófaleik. Ég vil bara laga þetta. Helst í góðu samstarfi við skólameistara FSu.“ Nú hefur málaflokkurinn fengið aukafjárveitingu og Olga Lísa segir útlitið bjartara. „Það er verið að skoða námsráðgjafastarf heildstætt í tengslum við Fangelsismálastofnun.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Sjá meira