Reiði á Dalvík eftir að gæsin Goggur var lituð blá Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. maí 2014 15:08 Goggur er er meðal annars blár á augnlokunum og goggnum. Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Íbúar á Dalvík eru reiðir eftir að gæsin Goggur var lituð blá í friðlandi Svarfdæla á föstudagskvöld. Goggur er hvekktur og hefur myndum af honum verið dreift á samfélagsmiðlunum en eigendur gæsarinnar vita ekki hvað gerðist eða hverjir voru að verki. „Strákurinn minn fann egg í fyrrasumar,“ segir Ólafur Hauksson húsasmiður í samtali við Vísi. „Hann kom með það heim og sneri því í tvo sólarhringa. Þá kom út gæsaungi sem var hér í allt fyrrasumar á lóðinni okkar.“ Í vetur var Goggi komið fyrir í nálægri sveit en í vikunni var hann sóttur á ný og fór fjölskyldan með hann í friðland Svarfdæla. „Það er bannað að skjóta þar og þarna eiga fuglar og önnur dýr að geta verið í sátt og samlyndi við þá sem þar eru. Hún er ófleyg því það var búið að stýfa af henni flugfjaðrirnar í sveitinni og við vorum að reyna að fylgjast með henni þarna í friðlandinu. Í gærdag fréttum við svo af blárri gæs. Þá fundum við hana aftur og þá var búið að spreyja hana.“Best að vera rólegur Ólafur segir gæsina hvekkta en hún er meðal annars blá á augnlokunum og goggnum. „Það er búið að reyna að þrífa hana vel. Þetta var mjög gæf gæs og það var nóg að kalla á hana. En hún er mjög hvekkt núna. Hún liggur hérna á pallinum.“ Ólafur segist ekki vita hverjir voru að verki en hann ætlar að hafa samband við náttúrufræðing á morgun og reyna að finna eitthvað til þess að hreinsa Gogg, ef það er þá hægt. „Nei ég veit ekki hvað gerðist. Ég get ekki fullyrt um það sem ég hef heyrt úti í bæ. En þetta voru engin börn held ég. Maður skilur þetta ekki, það er það eina sem ég get sagt. Þetta er náttúrulega bara ömurlegt. Maður veit ekki hvað kom fyrir eða hvað var í gangi. Fólk er búið að vera að deila þessu á Facebook og tilfinningarnar hjá fólki eru svakalegar. En það er víst langbest að vera rólegur í þessu þangað til það kemur í ljós hvað gerðist.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira