Reiknar ekki með refsiaðgerðum ESB gegn Íslandi á næstunni Heimir Már Pétursson skrifar 31. júlí 2013 18:06 Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. samsett mynd Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Færeyingum hafi ekki tekið gildi þótt greitt hafi verið fyrir því í sjávarútvegsnefnd sambandsins í dag að leggja viðskiptabann á Færeyinga. Sigurður Ingi býst ekki við að ESB kynni aðgerðir gegn Íslendingum vegna makrídeilunnar fyrir fund sem íslensk stjórnvöld boðuðu til í deilunni í byrjun september næst komandi. „Nei, við eigum ekki von á því. Okkur þætti það enn undarlegra ef menn væru að velta fyrir sér einhverjum aðgerðum gagnvart okkur í ljósi þess að við höfum boðað til samningaviðræðna og allir aðilar, þeirra á meðal Evrópusambandið, hafa þekkst það boð núna í byrjun september. Fyrir þann tíma finnst okkur það ekki bara ólíklegt heldur afar sérkennilegt ef menn gripu til einhverra aðgerða á þeim tíma,“ segir sjávarútvegsráðherra. Í boðuðum aðgerðum gegn Færeyingum er talað um innflutningsbann á síld og makríl frá Færeyjum og bann við sölu fiskiskipa, veiðarfæra og fleiru sem tengist sjávarútvegi frá Evrópusambandinu til Færeyja. Talað er um að þessar aðgerðir gætu verið fyrirmynd að aðgerðum gegn Íslendingum. „Við höfum auðvitað bent á að allt annað en gagnkvæmt löndunarbann á makríl séu ólögmætar aðgerðir. Og það er okkur mikil vonbrigði með tilliti til alþjóðlegra samskipta að það sé líklegt að menn beiti slíkum þvingunum gegn Færeyingum,“ segir Sigurður Ingi. Ráðherrann segir líka rangt að Íslendingar hafi ekkert lagt fram til lausnar deilunni. „Evrópusambandið hefur því miður ítrekað haldið fram í alþjóðafjölmiðlum að við höfum aldrei lagt neitt til. Það er kolrangt. Við höfum ítrekað lagt til að allar þjóðirnar sameinist um að stilla veiðiþunga í samræmi við ráðgjöf með því að lækka kvóta sína, sem við höfum jafnframt gert. Við höfum líka lagt fram tillögur til úrlausnar og þótt þær hafi ekki þóknast samningsaðilanum er ekki sanngjarnt að segja að við höfum ekkert lagt til viðræðna,“ segir Sigurður Ingi. Íslendingar hafi lagt áherslu á að farið væri að ráðgjöf vísindamanna í öllum samningaumleitunum.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira