Reisir íslenskt 19. aldar hús á Cape Cod í Bandaríkjunum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:15 Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Bandarískur verkfræðingur hefur reist íslenskt hús á Cape Cod í Bandaríkjunum eftir fyrirmynd af húsi í Árbæjarsafni. Hann hefur heimsótt Ísland allt frá barnsaldri og segist vera ópinber sendiherra þjóðarinnar í sínum heimabæ. Enn bætist í flóru Íslandsvina. David D. Coughanowr frá Cape Cod í Massachusetts hefur komið hingað til lands árum saman og er orðinn svo ástfanginn af landi og þjóð að hann hefur byggt sér hús sem er eftirlíking að húsinu Þingholtsstræði 9 í Árbæjarsafni. David kom fyrst til Íslands tólf ára gamall árið 1973.„Foreldrar mínur voru þá að flytja til Sviss í eitt ár og við flugum með Loftleiðum, sem jafnvel á þeim tíma bauð upp á þriggja daga stopp á Íslandi á leið okkar til Evrópu,“ segir David. En frá árinu 1995 hefur David komið rúmlega fjörtíu sinnum til Íslands og á litla íbúð í Reykjavík. Á einni ferða sinna keypti hann lítið líkan að gömlu íslensku húsi í ferðamannaverslun og fékk áhuga á að reisa slíkt hús í Chatham á Cape Cod í Massachusets þar sem hann býr. Hann fór því að sýna fólki litla líkanið og spyrja fólk hvar þetta hús væri að finna. „Sumir sögðust telja að það væri á Seyðisfirði á meðan aðrir töldu sig hafa séð það á Akureyri. En að lokum tókst mér að finna það í Árbæjarsafni,“ segir David. Og nú er ytra byrði hússins risið á Cape Cod, um tíu prósent stærra að ummáli en upprunalega húsið sem stóð eitt sinn við Þingholtsstræti 9 í Reykjavík og var byggt árið 1846. Þá hefur David bætt kjallara við sitt hús sem byggt er í brekku.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.Getum við sagt að Íslendingar hafi eignast óformlegt sendiráð í litla húsinu þínu á Cape Cod? „Já, ég er sendiherra alþýðunnar fyrir Ísland í Bandaríkjunum,“ segir þessi vinur Íslands, sem hefur kveikt áhuga fjölda annarra Bandaríkjamanna á að koma til Íslands, m.a. hóp manna sem nú dvelur í landinu.„Það ætti að vera tilbúið eftir fimm til sex vikur og mig hlakkar verulega til að flytja inn í það,“ segir David. Húsið skeri sig nokkuð úr í byggðinni og nokkur þrætubók hafi orðið yfir því að þakið á húsinu er rautt. Það hafi þó orðið sátt um það að lokum.En hefur David á tilfinningunni að hann hafi fæðst á röngum stað? „Ég held það. Mér líður eins og Íslendingi sem fæðst hefur með bandarískt vegabréf,“ segir hann og hlær. Hann sé hins vegar þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem Bandaríkin hafi gefið honum. Ísland sé þó ríkt í hjarta hans.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir