Rekinn úr Sjálfstæðisflokknum degi fyrir landsfund 25. júní 2010 10:21 Ólafur Áki Ragnarsson var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum. „Mér var vísað úr flokknum í gær," segir Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfuss, en hann var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum í gær. Það var framkvæmdarstjóri flokksins, Jónmundur Guðmarsson, sem hringdi í hann og tilkynnti honum að miðstjórn flokksins hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum. Sjálfur var Ólafur að gera sig tilbúin til þess að mæta á landsfund flokksins sem hefst í dag, en Ólafur hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn og unnið fyrir hann í 20 ár. „Ástæðan var sögð vera sú að ég tengdist öðru framboði," segir Ólafur en hann bauð fram undir formerkjum A-listans í Ölfusi síðast og fékk tvo menn kjörna. Ólafur segir langa og flókna sögu fyrir því að hann bauð fram undir merkjum A-listans en Sjálfstæðisflokkurinn bauð einnig fram og fékk tvo menn kjörna. Aftur á móti myndaði Ólafur meirihluta með Framsóknarflokknum. „Ég hélt að það væri frekar stefna flokksins að laða fólk að heldur en að reka það," segir hann og bætir við að hann hafi trúað því að flokkurinn væri á réttri leið. Núna er hann ekki svo viss. Aðspurður hvort hann viti til þess að aðrir hafi verið reknir úr flokknum fyrir landsfundinn segist hann ekki hafa heyrt af því. Hann bendir á að hann viti ekki til þess að flokksmenn hafi verið reknir úr flokknum í fjölda ára. Spurður hvort hann ætli að mótmæla ákvörðun miðstjórnar flokksins með einhverjum hætti svarar Ólafur því að það sé ekki hans stíll að troða sér inn á samkundur. „En mér er verulega brugðið yfir þessu," segir Ólafur sem ætlar að halda áfram að einbeita sér að hagsmunum íbúa í Ölfusi undir formerkjum A-listans. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
„Mér var vísað úr flokknum í gær," segir Ólafur Áki Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ölfuss, en hann var rekinn úr Sjálfstæðisflokknum í gær. Það var framkvæmdarstjóri flokksins, Jónmundur Guðmarsson, sem hringdi í hann og tilkynnti honum að miðstjórn flokksins hefði ákveðið að vísa honum úr flokknum. Sjálfur var Ólafur að gera sig tilbúin til þess að mæta á landsfund flokksins sem hefst í dag, en Ólafur hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn og unnið fyrir hann í 20 ár. „Ástæðan var sögð vera sú að ég tengdist öðru framboði," segir Ólafur en hann bauð fram undir formerkjum A-listans í Ölfusi síðast og fékk tvo menn kjörna. Ólafur segir langa og flókna sögu fyrir því að hann bauð fram undir merkjum A-listans en Sjálfstæðisflokkurinn bauð einnig fram og fékk tvo menn kjörna. Aftur á móti myndaði Ólafur meirihluta með Framsóknarflokknum. „Ég hélt að það væri frekar stefna flokksins að laða fólk að heldur en að reka það," segir hann og bætir við að hann hafi trúað því að flokkurinn væri á réttri leið. Núna er hann ekki svo viss. Aðspurður hvort hann viti til þess að aðrir hafi verið reknir úr flokknum fyrir landsfundinn segist hann ekki hafa heyrt af því. Hann bendir á að hann viti ekki til þess að flokksmenn hafi verið reknir úr flokknum í fjölda ára. Spurður hvort hann ætli að mótmæla ákvörðun miðstjórnar flokksins með einhverjum hætti svarar Ólafur því að það sé ekki hans stíll að troða sér inn á samkundur. „En mér er verulega brugðið yfir þessu," segir Ólafur sem ætlar að halda áfram að einbeita sér að hagsmunum íbúa í Ölfusi undir formerkjum A-listans.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira