Innlent

Rekstri Sólheima hætt - áfallateymi hjálpar íbúum

Reynir Pétur er einn af íbúum Sólheima.
Reynir Pétur er einn af íbúum Sólheima.

Fulltrúaráð Sólheima í Grímsnesi tilkynnti á blaðamannafundi í Iðu fyrir stundu að ráðið hefði samþykkt að að framkvæmdastjórn heimilisins að segja upp þjónustu við fatlaða.

Þá verður ráðningasamningum, leigusamningum og öðrum skuldbindingum einnig sagt upp.



Frá blaðamannafundinum með fulltrúaráðinu.

Í kjölfarið verður skipað áfallateymi til þess að aðstoða íbúa Sólheima til þess að takast á við breyttar og óvæntar aðstæður. Félagsmálaráðuneytið hefur tilkynnt að fjárveitingar til Sólheima falli niður 1. janúar.

Fram kom á fundinum að öllum tilraunum Sólheima til lausnar á vandanum hafi verið hafnað af stjórnvöldum.

Sveitarfélögum á Suðurlandi verður boðið að taka á leigu húseignir að Sólheimum til eins árs, takist samningar fyrir 31. desember til að standa megi vörð um þjónustu við þá 43 fötluðu einstaklinga sem búa að Sólheimum.

Fulltrúaráð Sólheima harmar niðurstöðu þessa máls en lýsir allri ábyrgð á stöðu þess á félagsmálaráðherra og félagsmálanefnd Alþingis.




Tengdar fréttir

Óttast lokun Sólheima

Framkvæmdastjórn Sólheima hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×