Renndi hýru auga til starfs Loga Bergmanns Sara McMahon skrifar 18. september 2013 21:00 Björn Bragi Arnarsson tekur við hlutverki spyrils í spurningaþáttunum Gettu betur á nýju ári. Fréttablaðið/Stefán „Ég hef horft á þennan þátt alla mína barnæsku, ég horfði meira að segja á hann þegar ég var of ungur til að skilja hvað var í gangi,“ segir sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson sem tekur við hlutverki spyrils í spurningaþætti framhaldsskólanna, Gettu betur, í byrjun næsta árs. Þættirnir verða sem áður sýndir í Sjónvarpinu. Björn Bragi er ekki alveg ókunnugur þátttöku í spurningaþættinum því hann var í sigurliði Verslunarskóla Íslands árið 2004. „Það verður gaman að fá að sitja hinum megin við borðið í þetta sinn. Þegar ég keppti fyrir Versló var Logi Bergmann í hlutverki spyrils og ég viðurkenni að ég renndi hýru auga til starfs hans. Það hafa margir góðir gegnt þessu hlutverki og það er mér mikill heiður að fá að spreyta mig á því,“ segir Björn Bragi. Hann fetar í fótspor ekki ómerkara fólks en Hermanns Gunnarssonar, Ómars Ragnarssonar, Loga Bergmanns, Evu Maríu Jónsdóttur, Sigmars Guðmundssonar og Eddu Hermannsdóttur, dóttur Hemma. Björn Bragi stýrði áður sjónvarpsþáttunum Týnda kynslóðin og Bara grín á Stöð 2 við góðan orðstír. Aðspurður segist hann kveðja gamla vinnustað sinn með söknuði þótt hann hlakki einnig til að hefja nýtt ár á nýjum vinnustað. „Ég vona að mér verði vel tekið á nýja vinnustaðnum. Vonandi verð ég ekki látinn ganga í gegnum einhvers konar busun,“ segir hann að lokum í gamansömum tón.MR sigurstranglegast Gettu betur var fyrst haldin árið 1986 og hefur farið fram árlega síðan þá. Keppnin hefur verið einn vinsælasti dagskrárliður Ríkisútvarpsins frá upphafi. Forkeppnin hefst í janúar ár hvert og fer hún fram í útvarpi. Að henni lokinni fara átta liða úrslit fram í sjónvarpssal. Árið 2009 var metár í sögu keppninnar en þá tók alls 31 skóli þátt. Menntaskólinn í Reykjavík er sá sigursælasti frá upphafi, með 18 sigra. Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
„Ég hef horft á þennan þátt alla mína barnæsku, ég horfði meira að segja á hann þegar ég var of ungur til að skilja hvað var í gangi,“ segir sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson sem tekur við hlutverki spyrils í spurningaþætti framhaldsskólanna, Gettu betur, í byrjun næsta árs. Þættirnir verða sem áður sýndir í Sjónvarpinu. Björn Bragi er ekki alveg ókunnugur þátttöku í spurningaþættinum því hann var í sigurliði Verslunarskóla Íslands árið 2004. „Það verður gaman að fá að sitja hinum megin við borðið í þetta sinn. Þegar ég keppti fyrir Versló var Logi Bergmann í hlutverki spyrils og ég viðurkenni að ég renndi hýru auga til starfs hans. Það hafa margir góðir gegnt þessu hlutverki og það er mér mikill heiður að fá að spreyta mig á því,“ segir Björn Bragi. Hann fetar í fótspor ekki ómerkara fólks en Hermanns Gunnarssonar, Ómars Ragnarssonar, Loga Bergmanns, Evu Maríu Jónsdóttur, Sigmars Guðmundssonar og Eddu Hermannsdóttur, dóttur Hemma. Björn Bragi stýrði áður sjónvarpsþáttunum Týnda kynslóðin og Bara grín á Stöð 2 við góðan orðstír. Aðspurður segist hann kveðja gamla vinnustað sinn með söknuði þótt hann hlakki einnig til að hefja nýtt ár á nýjum vinnustað. „Ég vona að mér verði vel tekið á nýja vinnustaðnum. Vonandi verð ég ekki látinn ganga í gegnum einhvers konar busun,“ segir hann að lokum í gamansömum tón.MR sigurstranglegast Gettu betur var fyrst haldin árið 1986 og hefur farið fram árlega síðan þá. Keppnin hefur verið einn vinsælasti dagskrárliður Ríkisútvarpsins frá upphafi. Forkeppnin hefst í janúar ár hvert og fer hún fram í útvarpi. Að henni lokinni fara átta liða úrslit fram í sjónvarpssal. Árið 2009 var metár í sögu keppninnar en þá tók alls 31 skóli þátt. Menntaskólinn í Reykjavík er sá sigursælasti frá upphafi, með 18 sigra.
Mest lesið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira